Innlent

Spá snjókomu á morgun

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Það verður snjókoma á morgun.
Það verður snjókoma á morgun. Vísir/Vilhelm
Spáð er snjókomu á Hellisheiði, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði, frá því snemma í fyrramálið og fram undir hádetgi þegar það hlánar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni, eftir ábendingu frá veðurfræðingi.

Þar kemur fram að einnig verði snjókoma á fjallvegum norður í land og vestur á firði um tíma nærri hádegi, en á Steingrímsfjarðarheiði er spáð talsverðu hríðarkófi með norðaustan 16-19 metrar á sekúndu, frá því skömmu fyrir hádegi og fram undir kvöld.

Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Veðurstofu Íslands um veðurhorfur næsta sólarhringinn á landinu, verður fremur hæg breytileg átt, en norðaustan strekkingur á Vestfjarðakjálkanum. Skýjað með köflum og úrkomulítið um landið sunnan- og austanvert, en annars slydda eða rigning með köflum. Hiti nálægt frostmarki á Vestfjörðum, upp í 8 stig á Suðausturlandi.

Gengur í suðaustan 13-20 metrar á sekúndu á morgun með slyddu í fyrstu, síðan rigningu og súld, einkum sunnan- og vestanlands, en heldur hægari fyrir norðan. Suðlægari og dregur úr vindi seinnipartinn, fyrst sunnanlands. Hlýnar í veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×