Innlent

Fleygðu unglingum út og lokuðu staðnum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Úr porti lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu.
Úr porti lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu. Vísir/Eyþór
Skömmu eftir miðnætti barst lögreglu ábending þess efnis að ungmenni undir 18 ára aldri væru inni á skemmtistað á höfuðborgarsvæðinu.

Lögreglumenn fóru á vettvang og í ljós kom að rúmlega 30 ungmenni undir 18 ára aldri voru inni á staðnum, þar af að minnsta kosti ein stúlka fædd árið 2000. Í dagbók lögreglu kemur fram að á umræddum stað hafi menntaskóli á höfuðborgarsvæðinu verið að halda bjórkvöld og lokaði lögreglan staðnum að aðgerðum loknum.

Frá miðnætti hefur lögreglan stöðvað sjö ökumenn víðsvegar um höfuðborgarsvæðið sem grunaðir eru um að hafa verið undir vímuáhrifum við aksturinn. Þeir voru færðir til sýnatöku á lögreglustöð en sleppt að því loknu.

Einn aðili var handtekinn skömmu eftir klukkan 4 í nótt og færður í fangaklefa vegna tilkynningar um heimilisofbeldi.

Þá var ögreglan einnig kölluð nokkrum sinnum til vegna minniháttar mála tengdum vímuástandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×