Innlent

Fangelsið á Akureyri einnig hálftómt

Sveinn Arnarson skrifar
Fangelsið á Akureyri er í sama húsi og lögreglan.
Fangelsið á Akureyri er í sama húsi og lögreglan. Vísir/Auðunn
Fimm fangar eru vistaðir í fangelsinu á Akureyri sem getur hins vegar rúmað fimm fanga til viðbótar. Að sögn Páls Winkel fangelsismálastjóra vill stofnunin fara varlega í að fjölga föngum á Akureyri eftir að fangi svipti sig lífi í fangelsinu fyrir skömmu.

Fréttablaðið greindi frá því í byrjun vikunnar að fangelsið á Hólmsheiði sé hálftómt á meðan boðunarlisti fanga til afplánunar lengist. Hið sama virðist vera uppi á teningnum nyrðra; fangelsið er nýtt til hálfs á meðan hin plássin standa auð.

Um 550 fangar bíða þess að geta hafið afplánun dóma sinna en voru um 470 um mitt síðasta ár. Fangelsismálastofnun telur að með byggingu fangelsis á Hólmsheiði fari að saxast á þann boðunarlista.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×