Ríkidæmi eða fátækt? Halldór Gunnarsson skrifar 1. apríl 2017 07:00 Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði rétt fyrir kosningar þann 19.10. 2016 í myndbandsupptöku Sjálfstæðisflokksins: „Ég er mjög hreykinn af þeim árangri sem Sjálfsstæðisflokkurinn hefur náð á þessu kjörtímabili. Það sem ég er þó einna stoltastur af, eru mestu kjarabætur fyrir aldraða í áratugi. Við höfum tryggt öldruðum og öryrkjum 300 þúsund króna lágmarksframfærslu, og með frítekjumarkið, óháð því hvaðan tekjurnar koma, þá verður kerfið réttlátara, betra í alla staði og skiljanlegra. Við höfum náð mjög miklum árangri, við viljum gera enn betur fyrir alla Íslendinga. Það verða nefnilega allir að vera með.“ Þessi lágmarksframfærsla finnst hvergi og frítekjumarkið sem áður var 109 þúsund kr. á mánuði var lækkað af sömu ríkisstjórn eftir kosningar, fyrst í lagafrumvarpi í 0 kr og síðan hækkað í 25 þúsund kr. á mánuði frá og með 1. janúar sl.! Halldór Benjamín, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í Víglínunni á Stöð 2 þann 18. mars sl., að kaupmáttaraukning á Íslandi síðustu ár hefði verið 20%, og orðrétt sagði hann: ?Ef við skoðum bara opinberar tölur frá OECD, frá World Economic Forum ? þá liggur fyrir að Ísland er ekki bara í flokki með Norðurlöndunum þegar kemur að lífsgæðum fólks, heldur erum við í toppnum, við erum kannski annað eða þriðja innan Norðurlandanna.? Forystumenn ríkisstjórnar og Samtaka atvinnulífsins vísa til erlendra aðila um hversu gott ástand sé á Íslandi, hvergi meiri hagvöxtur o.s.frv. Í þessari viðmiðun er öryrkjum sleppt úr samanburðinum, en tekjur annarra stétta miðaðar við landsmeðaltal, þannig að þessi niðurstaða segir okkur frá hinum mikla mismun á milli ríkra og fátækra hér á landi!Fyrir hönd þeirra fátæku Í janúar 2016 kom út ný skýrsla frá Unicef á Íslandi þar sem fram kom að um 9,1% barna liði efnislegan skort í landinu. Þessi tala hefur nú hækkað um 2%. Fjöldinn er líklega um 10 þúsund börn í fátækt og um 2.000 börn í sárri fátækt. Nýlega hefur einnig komið fram hvernig öryrkjar eru meðhöndlaðir í nakinni fátækt og enn meiri en áður, með nýrri löggjöf almannatrygginga, sem skerðir bætur á móti öllum hækkunum, þannig að þeir standa mun verr en áður. Jafnframt er þeim hótað að sett verði lög um að þeir sæti starfsmati og fái greidda örorku eftir því, án tryggingar um vinnu eða atvinnuleysisbætur fái þeir ekki vinnu við sitt hæfi til að takast á við skerðinguna. Gleymum því ekki að öryrkjar verða líka eldri borgarar og þá versnar hlutskipti þeirra enn frekar. Í nýrri greiningu, sem unnin var árið 2016 af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands um hag aldraðra, kemur fram að af 1.800 manna úrtaki var svarhlutfall aðeins 59%. Af þeim sem svöruðu sögðust 17% hafa undir 200 þúsund krónum í ráðstöfunartekjur heimilis á mánuði. Hvað skyldu margir hafa sleppt því að svara í úrtakinu, sem búa við svipaðar aðstæður? Ef reiknað er út frá þessari niðurstöðu Félagsvísindastofnunar kemur fram að 9 til 12 þúsund eldri borgarar búa við fátækt hér á landi. Ekki fá þessir eldri borgarar að njóta lífeyrissjóðsgreiðslna, sem þeir áttu að fá að njóta á efri árum, því ríkissjóður hirðir í raun þær lífeyrisgreiðslur, um 30 milljarða á ári, til sparnaðar fyrir Tryggingastofnun ríkisins. Síðan 1969 hefur öllum verið skylt að greiða í lífeyrissjóð og var frá upphafi talað um að þeir ættu sínar innistæður, enda greiða þeir sjálfir til sjóðanna af launum sínum gegn mótframlagi atvinnurekanda. Þetta eru umsamin og lögbundin kjör allra launþega. Ríkið hefur hirt þetta af fólki smátt og smátt með lögum. Það er ekkert annað en þjófnaður, sem alþingismenn hljóta að hafa samvisku til að taka á. Flokkur fólksins hefur talað fyrir því, að látið verði reyna á lögmæti þessara aðgerða fyrir dómi. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði rétt fyrir kosningar þann 19.10. 2016 í myndbandsupptöku Sjálfstæðisflokksins: „Ég er mjög hreykinn af þeim árangri sem Sjálfsstæðisflokkurinn hefur náð á þessu kjörtímabili. Það sem ég er þó einna stoltastur af, eru mestu kjarabætur fyrir aldraða í áratugi. Við höfum tryggt öldruðum og öryrkjum 300 þúsund króna lágmarksframfærslu, og með frítekjumarkið, óháð því hvaðan tekjurnar koma, þá verður kerfið réttlátara, betra í alla staði og skiljanlegra. Við höfum náð mjög miklum árangri, við viljum gera enn betur fyrir alla Íslendinga. Það verða nefnilega allir að vera með.“ Þessi lágmarksframfærsla finnst hvergi og frítekjumarkið sem áður var 109 þúsund kr. á mánuði var lækkað af sömu ríkisstjórn eftir kosningar, fyrst í lagafrumvarpi í 0 kr og síðan hækkað í 25 þúsund kr. á mánuði frá og með 1. janúar sl.! Halldór Benjamín, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði í Víglínunni á Stöð 2 þann 18. mars sl., að kaupmáttaraukning á Íslandi síðustu ár hefði verið 20%, og orðrétt sagði hann: ?Ef við skoðum bara opinberar tölur frá OECD, frá World Economic Forum ? þá liggur fyrir að Ísland er ekki bara í flokki með Norðurlöndunum þegar kemur að lífsgæðum fólks, heldur erum við í toppnum, við erum kannski annað eða þriðja innan Norðurlandanna.? Forystumenn ríkisstjórnar og Samtaka atvinnulífsins vísa til erlendra aðila um hversu gott ástand sé á Íslandi, hvergi meiri hagvöxtur o.s.frv. Í þessari viðmiðun er öryrkjum sleppt úr samanburðinum, en tekjur annarra stétta miðaðar við landsmeðaltal, þannig að þessi niðurstaða segir okkur frá hinum mikla mismun á milli ríkra og fátækra hér á landi!Fyrir hönd þeirra fátæku Í janúar 2016 kom út ný skýrsla frá Unicef á Íslandi þar sem fram kom að um 9,1% barna liði efnislegan skort í landinu. Þessi tala hefur nú hækkað um 2%. Fjöldinn er líklega um 10 þúsund börn í fátækt og um 2.000 börn í sárri fátækt. Nýlega hefur einnig komið fram hvernig öryrkjar eru meðhöndlaðir í nakinni fátækt og enn meiri en áður, með nýrri löggjöf almannatrygginga, sem skerðir bætur á móti öllum hækkunum, þannig að þeir standa mun verr en áður. Jafnframt er þeim hótað að sett verði lög um að þeir sæti starfsmati og fái greidda örorku eftir því, án tryggingar um vinnu eða atvinnuleysisbætur fái þeir ekki vinnu við sitt hæfi til að takast á við skerðinguna. Gleymum því ekki að öryrkjar verða líka eldri borgarar og þá versnar hlutskipti þeirra enn frekar. Í nýrri greiningu, sem unnin var árið 2016 af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands um hag aldraðra, kemur fram að af 1.800 manna úrtaki var svarhlutfall aðeins 59%. Af þeim sem svöruðu sögðust 17% hafa undir 200 þúsund krónum í ráðstöfunartekjur heimilis á mánuði. Hvað skyldu margir hafa sleppt því að svara í úrtakinu, sem búa við svipaðar aðstæður? Ef reiknað er út frá þessari niðurstöðu Félagsvísindastofnunar kemur fram að 9 til 12 þúsund eldri borgarar búa við fátækt hér á landi. Ekki fá þessir eldri borgarar að njóta lífeyrissjóðsgreiðslna, sem þeir áttu að fá að njóta á efri árum, því ríkissjóður hirðir í raun þær lífeyrisgreiðslur, um 30 milljarða á ári, til sparnaðar fyrir Tryggingastofnun ríkisins. Síðan 1969 hefur öllum verið skylt að greiða í lífeyrissjóð og var frá upphafi talað um að þeir ættu sínar innistæður, enda greiða þeir sjálfir til sjóðanna af launum sínum gegn mótframlagi atvinnurekanda. Þetta eru umsamin og lögbundin kjör allra launþega. Ríkið hefur hirt þetta af fólki smátt og smátt með lögum. Það er ekkert annað en þjófnaður, sem alþingismenn hljóta að hafa samvisku til að taka á. Flokkur fólksins hefur talað fyrir því, að látið verði reyna á lögmæti þessara aðgerða fyrir dómi. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun