Sigurræða Macron: „Við munum ekki láta undan óttanum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. maí 2017 21:26 Emmanuel Macron er nýkjörinn forseti Frakklands. Vísir/AFP Söngur Evrópusambandsins, Óðurinn til gleðinnar eftir Beethoven, ómaði um torgið fyrir framan Louvre-safnið í París þegar Emmanuel Macron gekk til móts við stuðningsmenn sína í kvöld. Lagavalið hefur vakið mikla athygli en Macron er mikill stuðningsmaður áframhaldandi veru Frakka í Evrópusambandinu. Hann ávarpaði um fimmtánþúsund manns, sem saman voru komnir til að hylla hinn nýkjörna forseta. „Verkefnið sem bíður okkar, mínir kæru samborgarar, er gríðarstórt og það hefst á morgun. Það krefst þess að við stöndum vörð um lýðræðislegan þrótt, sprautum nýju lífi í efnahaginn, byggjum upp nýjar varnir gagnvart heiminum sem umlykur okkur og gefum öllum pláss til að reisa Evrópu okkar allra upp á nýtt og tryggja öryggi allra Frakka,“ sagði Macron í ræðu sinni.Emmanuel Macron og eiginkona hans, Brigitte, við Louvre-safnið í París í kvöld.Vísir/AfpMacron ávarpaði einnig stuðningsmenn mótframbjóðanda síns, Marine Le Pen, sem var í framboði fyrir frönsku Þjóðfylkinguna. „Næstu fimm árin mun ég gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að þeir sem kusu Marine Le Pen finni sig aldrei aftur knúna til að kjósa öfgaöfl.“ Þegar Macron sagðist eiga fjölskyldu sinni sigurinn að þakka hrópaði mannfjöldinn nafn eiginkonu hans, Brigitte. Hún mætti þá manni sínum tárvot uppi á sviði. Hjónaband þeirra vakti mikla athygli í kosningabaráttunni en Brigitte er 24 árum eldri en hinn nýkjörni forseti. Macron sagði enn fremur að verkefnið sem hann ætti fyrir höndum yrði erfitt. „Við munum ekki láta undan óttanum,“ sagði Macron og kallaði um leið eftir samheldni þjóðarinnar og Frakklands alls. „Ég mun þjóna ykkur með ást,“ sagði Emmanuel Macron í lok sigurræðunnar. „Lengi lifi lýðveldið, lengi lifi Frakkland.“ Frakkland Tengdar fréttir Trump óskar Macron til hamingju Forsetinn óskaði Macron „til hamingju með stóran sigur,“ og bætti við að hann „hlakkaði mjög til að vinna með honum.“ Athygli vekur að í viðtali við Associated Press í apríl sagði Trump Le Pen "sterkasta“ frambjóðandann. 7. maí 2017 19:40 Hamingjuóskum rignir yfir Macron Þjóðarleiðtogar heimsins keppast nú við að óska næsta frakklandsforseta til hamingju með sigurinn. 7. maí 2017 18:43 Hallargarður við Louvre-safnið rýmdur Lögregla fyrirskipaði að hallargarður þar sem Emmanuel Macron ætlar að fagna á kosninganótt skyldi rýmdur í varúðarskyni vegna öryggisástæðna. 7. maí 2017 11:49 Macron: „Ég þakka ykkur frá mínum dýpstu hjartarótum“ Sigurræða Macron var alvarleg, stutt og yfirveguð. 7. maí 2017 19:24 Le Pen heitir því að halda baráttunni áfram Marine Le Pen hefur játað ósigur í frönsku forsetakosningunum eftir að fyrstu tölur birtust í dag. Hún óskaði Emmanuel Macron, sigurvegara kosninganna, góðs gengis með áskoranirnar sem Frakkland stendur frammi fyrir þegar hún ávarpaði stuðningsmenn sína fyrir stuttu. 7. maí 2017 19:22 Le Pen viðurkennir ósigur: Emmanuel Macron næsti forseti Frakklands Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. 7. maí 2017 18:21 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Söngur Evrópusambandsins, Óðurinn til gleðinnar eftir Beethoven, ómaði um torgið fyrir framan Louvre-safnið í París þegar Emmanuel Macron gekk til móts við stuðningsmenn sína í kvöld. Lagavalið hefur vakið mikla athygli en Macron er mikill stuðningsmaður áframhaldandi veru Frakka í Evrópusambandinu. Hann ávarpaði um fimmtánþúsund manns, sem saman voru komnir til að hylla hinn nýkjörna forseta. „Verkefnið sem bíður okkar, mínir kæru samborgarar, er gríðarstórt og það hefst á morgun. Það krefst þess að við stöndum vörð um lýðræðislegan þrótt, sprautum nýju lífi í efnahaginn, byggjum upp nýjar varnir gagnvart heiminum sem umlykur okkur og gefum öllum pláss til að reisa Evrópu okkar allra upp á nýtt og tryggja öryggi allra Frakka,“ sagði Macron í ræðu sinni.Emmanuel Macron og eiginkona hans, Brigitte, við Louvre-safnið í París í kvöld.Vísir/AfpMacron ávarpaði einnig stuðningsmenn mótframbjóðanda síns, Marine Le Pen, sem var í framboði fyrir frönsku Þjóðfylkinguna. „Næstu fimm árin mun ég gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að þeir sem kusu Marine Le Pen finni sig aldrei aftur knúna til að kjósa öfgaöfl.“ Þegar Macron sagðist eiga fjölskyldu sinni sigurinn að þakka hrópaði mannfjöldinn nafn eiginkonu hans, Brigitte. Hún mætti þá manni sínum tárvot uppi á sviði. Hjónaband þeirra vakti mikla athygli í kosningabaráttunni en Brigitte er 24 árum eldri en hinn nýkjörni forseti. Macron sagði enn fremur að verkefnið sem hann ætti fyrir höndum yrði erfitt. „Við munum ekki láta undan óttanum,“ sagði Macron og kallaði um leið eftir samheldni þjóðarinnar og Frakklands alls. „Ég mun þjóna ykkur með ást,“ sagði Emmanuel Macron í lok sigurræðunnar. „Lengi lifi lýðveldið, lengi lifi Frakkland.“
Frakkland Tengdar fréttir Trump óskar Macron til hamingju Forsetinn óskaði Macron „til hamingju með stóran sigur,“ og bætti við að hann „hlakkaði mjög til að vinna með honum.“ Athygli vekur að í viðtali við Associated Press í apríl sagði Trump Le Pen "sterkasta“ frambjóðandann. 7. maí 2017 19:40 Hamingjuóskum rignir yfir Macron Þjóðarleiðtogar heimsins keppast nú við að óska næsta frakklandsforseta til hamingju með sigurinn. 7. maí 2017 18:43 Hallargarður við Louvre-safnið rýmdur Lögregla fyrirskipaði að hallargarður þar sem Emmanuel Macron ætlar að fagna á kosninganótt skyldi rýmdur í varúðarskyni vegna öryggisástæðna. 7. maí 2017 11:49 Macron: „Ég þakka ykkur frá mínum dýpstu hjartarótum“ Sigurræða Macron var alvarleg, stutt og yfirveguð. 7. maí 2017 19:24 Le Pen heitir því að halda baráttunni áfram Marine Le Pen hefur játað ósigur í frönsku forsetakosningunum eftir að fyrstu tölur birtust í dag. Hún óskaði Emmanuel Macron, sigurvegara kosninganna, góðs gengis með áskoranirnar sem Frakkland stendur frammi fyrir þegar hún ávarpaði stuðningsmenn sína fyrir stuttu. 7. maí 2017 19:22 Le Pen viðurkennir ósigur: Emmanuel Macron næsti forseti Frakklands Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. 7. maí 2017 18:21 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Trump óskar Macron til hamingju Forsetinn óskaði Macron „til hamingju með stóran sigur,“ og bætti við að hann „hlakkaði mjög til að vinna með honum.“ Athygli vekur að í viðtali við Associated Press í apríl sagði Trump Le Pen "sterkasta“ frambjóðandann. 7. maí 2017 19:40
Hamingjuóskum rignir yfir Macron Þjóðarleiðtogar heimsins keppast nú við að óska næsta frakklandsforseta til hamingju með sigurinn. 7. maí 2017 18:43
Hallargarður við Louvre-safnið rýmdur Lögregla fyrirskipaði að hallargarður þar sem Emmanuel Macron ætlar að fagna á kosninganótt skyldi rýmdur í varúðarskyni vegna öryggisástæðna. 7. maí 2017 11:49
Macron: „Ég þakka ykkur frá mínum dýpstu hjartarótum“ Sigurræða Macron var alvarleg, stutt og yfirveguð. 7. maí 2017 19:24
Le Pen heitir því að halda baráttunni áfram Marine Le Pen hefur játað ósigur í frönsku forsetakosningunum eftir að fyrstu tölur birtust í dag. Hún óskaði Emmanuel Macron, sigurvegara kosninganna, góðs gengis með áskoranirnar sem Frakkland stendur frammi fyrir þegar hún ávarpaði stuðningsmenn sína fyrir stuttu. 7. maí 2017 19:22
Le Pen viðurkennir ósigur: Emmanuel Macron næsti forseti Frakklands Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. 7. maí 2017 18:21