Trump setur Norður-Kóreu aftur á hryðjuverkalista Kjartan Kjartansson skrifar 20. nóvember 2017 17:56 Ákvörðun Trump gegn ríkisstjórn Kim Jong-un er sögð að mestu táknræn enda beita Bandaríkin Norður-Kóreu þegar hörðum þvingunaraðgerðum. Vísir/AFP Bandarisk stjórnvöld hafa sett Norður-Kóreu á lista yfir ríki sem þau telja styðja við hryðjuverk. Ákvörðun Donalds Trump forseta þýðir að Bandaríkin geta lagt frekari refsiaðgerðir á Norður-Kóreu. Trump segir að fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna muni kynna aðgerðirnar á morgun. Mikil spenna hefur ríkt á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu vegna kjarnavopna- og eldflaugatilrauna einræðisríkisins síðustu mánuðina. Trump og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hafa ennfremur skipst á svívirðingum. Norður-Kórea var á hryðjuverkalistanum þar til George W. Bush tók landið af honum til að liðka fyrir viðræðum um kjarnorkuáætlun stjórnvalda í Pjongjang. Á hryðjuverkalistanum eru ríki sem bandarísk stjórnvöld telja að leggið alþjóðlegri hryðjuverkastarfsemi lið. Norður-Kórea bætir þar í hóp Súdan, Sýrlands og Írans. Þegar Trump tilkynnti um ákvörðunin í dag sagði hann að Norður-Kóreumenn yrðu að binda enda á ólöglega þróun sína á eldflaugum og kjarnorkuvopnum, að því er kemur fram i frétt New York Times. Reuters-fréttastofan hefur eftir bandarískum embættismönnum að Norður-Kórea falli ekki undir skilgreiningu ríkja sem styðja hryðjuverkastarfsemi alþjóðlega. Sérfræðingar telji einnig að nýju refsiaðgerðirnar verði að mestu táknrænar enda beiti Bandaríkin stjórnvöld í Pjongjang þegar ströngum þvingunum. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump: Myndi aldri kalla Kim Jong-un „lágvaxinn og feitan“ Bandaríkjaforseti hefur sagt að stjórnvöld í Kóna hafi loks samþykkt að herða þvinganir gegn Norður-Kóreu. 12. nóvember 2017 07:35 Mun standa í vegi fyrir „ólöglegri“ kjarnorkuárás John Hyten, yfirmaður kjarnorkuvopnamála innan Bandaríkjahers, sagðist ekki myndu verða að ósk Bandaríkjaforseta ef hann fyrirskipaði kjarnorkuárás. 19. nóvember 2017 10:17 Sérstakur erindreki Xi hyggst heimsækja Norður-Kóreu Háttsettur kínverskur embættismaður mun heimsækja Norður-Kóreu á föstudag sem sérstakur erindreki Xi Jinping forseta Kína. 15. nóvember 2017 08:10 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Bandarisk stjórnvöld hafa sett Norður-Kóreu á lista yfir ríki sem þau telja styðja við hryðjuverk. Ákvörðun Donalds Trump forseta þýðir að Bandaríkin geta lagt frekari refsiaðgerðir á Norður-Kóreu. Trump segir að fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna muni kynna aðgerðirnar á morgun. Mikil spenna hefur ríkt á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu vegna kjarnavopna- og eldflaugatilrauna einræðisríkisins síðustu mánuðina. Trump og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hafa ennfremur skipst á svívirðingum. Norður-Kórea var á hryðjuverkalistanum þar til George W. Bush tók landið af honum til að liðka fyrir viðræðum um kjarnorkuáætlun stjórnvalda í Pjongjang. Á hryðjuverkalistanum eru ríki sem bandarísk stjórnvöld telja að leggið alþjóðlegri hryðjuverkastarfsemi lið. Norður-Kórea bætir þar í hóp Súdan, Sýrlands og Írans. Þegar Trump tilkynnti um ákvörðunin í dag sagði hann að Norður-Kóreumenn yrðu að binda enda á ólöglega þróun sína á eldflaugum og kjarnorkuvopnum, að því er kemur fram i frétt New York Times. Reuters-fréttastofan hefur eftir bandarískum embættismönnum að Norður-Kórea falli ekki undir skilgreiningu ríkja sem styðja hryðjuverkastarfsemi alþjóðlega. Sérfræðingar telji einnig að nýju refsiaðgerðirnar verði að mestu táknrænar enda beiti Bandaríkin stjórnvöld í Pjongjang þegar ströngum þvingunum.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Trump: Myndi aldri kalla Kim Jong-un „lágvaxinn og feitan“ Bandaríkjaforseti hefur sagt að stjórnvöld í Kóna hafi loks samþykkt að herða þvinganir gegn Norður-Kóreu. 12. nóvember 2017 07:35 Mun standa í vegi fyrir „ólöglegri“ kjarnorkuárás John Hyten, yfirmaður kjarnorkuvopnamála innan Bandaríkjahers, sagðist ekki myndu verða að ósk Bandaríkjaforseta ef hann fyrirskipaði kjarnorkuárás. 19. nóvember 2017 10:17 Sérstakur erindreki Xi hyggst heimsækja Norður-Kóreu Háttsettur kínverskur embættismaður mun heimsækja Norður-Kóreu á föstudag sem sérstakur erindreki Xi Jinping forseta Kína. 15. nóvember 2017 08:10 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Trump: Myndi aldri kalla Kim Jong-un „lágvaxinn og feitan“ Bandaríkjaforseti hefur sagt að stjórnvöld í Kóna hafi loks samþykkt að herða þvinganir gegn Norður-Kóreu. 12. nóvember 2017 07:35
Mun standa í vegi fyrir „ólöglegri“ kjarnorkuárás John Hyten, yfirmaður kjarnorkuvopnamála innan Bandaríkjahers, sagðist ekki myndu verða að ósk Bandaríkjaforseta ef hann fyrirskipaði kjarnorkuárás. 19. nóvember 2017 10:17
Sérstakur erindreki Xi hyggst heimsækja Norður-Kóreu Háttsettur kínverskur embættismaður mun heimsækja Norður-Kóreu á föstudag sem sérstakur erindreki Xi Jinping forseta Kína. 15. nóvember 2017 08:10