Gæti tekið þessa viku að skrifa stjórnarsáttmálann Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. nóvember 2017 18:30 Formenn Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna héldu áfram að skrifa málefnasamning nýrrar ríkisstjórnar í ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu í dag en sú vinna gæti tekið alla þessa viku. Ekki er búið að skipta ráðuneytum á milli flokkanna en gengið er út frá því að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra. Í dag er vika síðan að formlegar stjórnarmyndunarviðræður Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna hófust en það var mánudaginn 13. nóvember, daginn sem þingflokkarnir samþykktu að hefja formlegar viðræður. Í dag eru 23 dagar frá alþingiskosningum. Sigurður Ingi Jóhannsson var mættur fyrstur á fund formanna flokka í ráðherrabústaðnum í morgun. „Við ætlum að vanda okkur. Þetta skiptir máli og við ætlum að láta þetta standa út kjörtímabilið og þá er betra að vanda sig í upphafi. Við sjáum alveg til enda og það eru engin stórmál sem eru að trufla en það skiptir máli að fara vel ofan í það hvað þarf að gera svo við göngum öll í takt frá fyrsta degi,“ segir Sigurður Ingi. Formennirnir fengu í síðustu viku sérfræðinga til fundar við sig. Meðal annars landlækni og fulltrúa aðila vinnumarkaðarins. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að þessir fundir hafi reynst gagnlegir. „Þeir hafa reynst mjög gagnlegir. Það liggur fyrir til að mynda gagnvart vinnumarkaðnum að það er eitt stærsta verkefnið sem blasir við. Þannig að okkur fannst mikilvægt að hefja það samtal til að átta okkur á því hvort það væri möguleiki á því að skapa einhverja umgjörð um slíkt samtal fram á við. Þannig að já, þetta hafa verið mjög gagnlegir fundir,“ segir Katrín. Formenn flokkanna segjast öll bjartsýn á að það takist að ljúka gerð málefnasamnings nýrrar ríkisstjórnar þótt það gæti tekið alla þessa viku. „Við erum að upplifa lengsta samfellda hagvaxtarskeið Íslandssögunnar og við einfaldlega verðum að taka höndum saman á vettvangi stjórnmálanna til þess að nýta þær einstöku aðstæður til þess að byggja upp landið og ná árangri við sókn í átt að betri lífskjörum. Það má ekki gerast að órói á stjórnmálasviðinu verði til þess að tækifærið glatist í efnahagsmálum og fyrir landsmenn alla,“ segir Bjarni Benediktsson. Kosningar 2017 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Formenn Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna héldu áfram að skrifa málefnasamning nýrrar ríkisstjórnar í ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu í dag en sú vinna gæti tekið alla þessa viku. Ekki er búið að skipta ráðuneytum á milli flokkanna en gengið er út frá því að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra. Í dag er vika síðan að formlegar stjórnarmyndunarviðræður Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna hófust en það var mánudaginn 13. nóvember, daginn sem þingflokkarnir samþykktu að hefja formlegar viðræður. Í dag eru 23 dagar frá alþingiskosningum. Sigurður Ingi Jóhannsson var mættur fyrstur á fund formanna flokka í ráðherrabústaðnum í morgun. „Við ætlum að vanda okkur. Þetta skiptir máli og við ætlum að láta þetta standa út kjörtímabilið og þá er betra að vanda sig í upphafi. Við sjáum alveg til enda og það eru engin stórmál sem eru að trufla en það skiptir máli að fara vel ofan í það hvað þarf að gera svo við göngum öll í takt frá fyrsta degi,“ segir Sigurður Ingi. Formennirnir fengu í síðustu viku sérfræðinga til fundar við sig. Meðal annars landlækni og fulltrúa aðila vinnumarkaðarins. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að þessir fundir hafi reynst gagnlegir. „Þeir hafa reynst mjög gagnlegir. Það liggur fyrir til að mynda gagnvart vinnumarkaðnum að það er eitt stærsta verkefnið sem blasir við. Þannig að okkur fannst mikilvægt að hefja það samtal til að átta okkur á því hvort það væri möguleiki á því að skapa einhverja umgjörð um slíkt samtal fram á við. Þannig að já, þetta hafa verið mjög gagnlegir fundir,“ segir Katrín. Formenn flokkanna segjast öll bjartsýn á að það takist að ljúka gerð málefnasamnings nýrrar ríkisstjórnar þótt það gæti tekið alla þessa viku. „Við erum að upplifa lengsta samfellda hagvaxtarskeið Íslandssögunnar og við einfaldlega verðum að taka höndum saman á vettvangi stjórnmálanna til þess að nýta þær einstöku aðstæður til þess að byggja upp landið og ná árangri við sókn í átt að betri lífskjörum. Það má ekki gerast að órói á stjórnmálasviðinu verði til þess að tækifærið glatist í efnahagsmálum og fyrir landsmenn alla,“ segir Bjarni Benediktsson.
Kosningar 2017 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira