Bala kampakátur með ríkisborgararéttinn: „Núna líður mér eins og Íslendingi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. júlí 2017 16:45 Bala Kamallakharan er ánægður með að hafa fengið íslenska ríkisborgararétt en hann hefur búið hér í 11 ár. vísir/daníel Bala Kamallakharan segir að misskilningur hafi valdið því að honum var synjað um íslenskan ríkisborgararétt á dögunum. Núna í vikunni fékk hann þær fregnir að Útlendingastofnun hefði samþykkt umsókn hans um ríkisborgararétt og var hann skiljanlega í skýjunum með niðurstöðuna. „Núna líður mér eins og Íslendingi,“ segir Bala kampakátur í samtali við Vísi. Hann hefur búið hér í ellefu ár og látið mikið til sín taka í íslensku atvinnulífi en hann er indverskur að uppruna. Aðspurður hvað varð til þess að honum var synjað um ríkisborgararéttinn á sínum tíma segir hann það hafa verið hraðasektir sem konan hans fékk. „Útlendingastofnun óskar eftir upplýsingum frá lögreglunni og eins og ég skil þetta þá voru tvær hraðasektir sem konan mín fékk skráðar á mínu nafni. Sjálfur hafði ég fengið eina hraðasekt. Konan mín hringdi og útskýrði þetta fyrir lögreglunni sem sögðu að þetta yrði ekki vandamál en svo varð þetta auðvitað vandamál,“ segir Bala en umsókn hans um ríkisborgararétt var hafnað vegna sektanna.Þörf á meira gagnsæi í ferlinu Bala leitaði til lögfræðings og skrifaði bæði bréf til lögreglunnar og Útlendingastofnunar. Í kjölfarið var málið tekið upp aftur og fékkst niðurstaða í það nú fyrr í vikunni eins og áður segir. Bala gagnrýnir lítið gagnsæi í ferlinu þegar viðkomandi er búinn að sækja um ríkisborgararétt. „Við þurfum að hafa þetta ferli gagnsærra. Maður ætti að geta nálgast upplýsingar um stöðu umsóknar sinnar, hvort einhverjum gögnum sé ábótavant eða eitthvað slíkt, á meðan verið er að fara yfir umsóknina. Ég trúi því ekki að það sé erfitt að koma því í kring með allri þessari tækni sem við höfum í dag. Ég er alls ekki að segja að ferlið eigi að vera auðveldara og það eigi að slaka á þeim kröfum sem þarf að uppfylla til að fá ríkisborgararétt en ferlið þegar búið er að sækja um mætti vera gagnsærra.“ Sjálfur sótti Bala um ríkisborgararétt í desember 2016 og fékk engar upplýsingar um hver staðan á umsókninni væri fyrr en honum var synjað um ríkisborgararéttinn í júní síðastliðnum. Hann hrósar hins vegar Útlendingastofnun og lögreglunni fyrir að hafa brugðist skjótt við þegar í ljós kom að mistök höfðu verið gerð. Bala er búinn að fara og sækja um íslenskt vegabréf og býst við að fá það eftir tvær vikur. Tengdar fréttir Hafa til skoðunar hvort upplýsingar í máli Bala séu réttar Bala var synjað um íslenskan ríkisborgararétt í gær en synjunin er byggð á hraðasekt sem hann hlaut fyrir hálfu ári og hljóðar upp á um 30 þúsund krónur. 28. júní 2017 14:35 Synjað um ríkisborgararétt vegna hraðasektar Indverskur maður sem búið hefur á Íslandi í ellefu ár fær ekki ríkisborgararétt vegna hraðasektar upp á rúmar 30 þúsund krónur. 27. júní 2017 21:02 Bala hefur fengið íslenskan ríkisborgararétt Bala hefur búið hér á landi í ellefu ár og er indverskur að uppruna. 12. júlí 2017 23:13 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Bala Kamallakharan segir að misskilningur hafi valdið því að honum var synjað um íslenskan ríkisborgararétt á dögunum. Núna í vikunni fékk hann þær fregnir að Útlendingastofnun hefði samþykkt umsókn hans um ríkisborgararétt og var hann skiljanlega í skýjunum með niðurstöðuna. „Núna líður mér eins og Íslendingi,“ segir Bala kampakátur í samtali við Vísi. Hann hefur búið hér í ellefu ár og látið mikið til sín taka í íslensku atvinnulífi en hann er indverskur að uppruna. Aðspurður hvað varð til þess að honum var synjað um ríkisborgararéttinn á sínum tíma segir hann það hafa verið hraðasektir sem konan hans fékk. „Útlendingastofnun óskar eftir upplýsingum frá lögreglunni og eins og ég skil þetta þá voru tvær hraðasektir sem konan mín fékk skráðar á mínu nafni. Sjálfur hafði ég fengið eina hraðasekt. Konan mín hringdi og útskýrði þetta fyrir lögreglunni sem sögðu að þetta yrði ekki vandamál en svo varð þetta auðvitað vandamál,“ segir Bala en umsókn hans um ríkisborgararétt var hafnað vegna sektanna.Þörf á meira gagnsæi í ferlinu Bala leitaði til lögfræðings og skrifaði bæði bréf til lögreglunnar og Útlendingastofnunar. Í kjölfarið var málið tekið upp aftur og fékkst niðurstaða í það nú fyrr í vikunni eins og áður segir. Bala gagnrýnir lítið gagnsæi í ferlinu þegar viðkomandi er búinn að sækja um ríkisborgararétt. „Við þurfum að hafa þetta ferli gagnsærra. Maður ætti að geta nálgast upplýsingar um stöðu umsóknar sinnar, hvort einhverjum gögnum sé ábótavant eða eitthvað slíkt, á meðan verið er að fara yfir umsóknina. Ég trúi því ekki að það sé erfitt að koma því í kring með allri þessari tækni sem við höfum í dag. Ég er alls ekki að segja að ferlið eigi að vera auðveldara og það eigi að slaka á þeim kröfum sem þarf að uppfylla til að fá ríkisborgararétt en ferlið þegar búið er að sækja um mætti vera gagnsærra.“ Sjálfur sótti Bala um ríkisborgararétt í desember 2016 og fékk engar upplýsingar um hver staðan á umsókninni væri fyrr en honum var synjað um ríkisborgararéttinn í júní síðastliðnum. Hann hrósar hins vegar Útlendingastofnun og lögreglunni fyrir að hafa brugðist skjótt við þegar í ljós kom að mistök höfðu verið gerð. Bala er búinn að fara og sækja um íslenskt vegabréf og býst við að fá það eftir tvær vikur.
Tengdar fréttir Hafa til skoðunar hvort upplýsingar í máli Bala séu réttar Bala var synjað um íslenskan ríkisborgararétt í gær en synjunin er byggð á hraðasekt sem hann hlaut fyrir hálfu ári og hljóðar upp á um 30 þúsund krónur. 28. júní 2017 14:35 Synjað um ríkisborgararétt vegna hraðasektar Indverskur maður sem búið hefur á Íslandi í ellefu ár fær ekki ríkisborgararétt vegna hraðasektar upp á rúmar 30 þúsund krónur. 27. júní 2017 21:02 Bala hefur fengið íslenskan ríkisborgararétt Bala hefur búið hér á landi í ellefu ár og er indverskur að uppruna. 12. júlí 2017 23:13 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Sjá meira
Hafa til skoðunar hvort upplýsingar í máli Bala séu réttar Bala var synjað um íslenskan ríkisborgararétt í gær en synjunin er byggð á hraðasekt sem hann hlaut fyrir hálfu ári og hljóðar upp á um 30 þúsund krónur. 28. júní 2017 14:35
Synjað um ríkisborgararétt vegna hraðasektar Indverskur maður sem búið hefur á Íslandi í ellefu ár fær ekki ríkisborgararétt vegna hraðasektar upp á rúmar 30 þúsund krónur. 27. júní 2017 21:02
Bala hefur fengið íslenskan ríkisborgararétt Bala hefur búið hér á landi í ellefu ár og er indverskur að uppruna. 12. júlí 2017 23:13