Bala kampakátur með ríkisborgararéttinn: „Núna líður mér eins og Íslendingi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. júlí 2017 16:45 Bala Kamallakharan er ánægður með að hafa fengið íslenska ríkisborgararétt en hann hefur búið hér í 11 ár. vísir/daníel Bala Kamallakharan segir að misskilningur hafi valdið því að honum var synjað um íslenskan ríkisborgararétt á dögunum. Núna í vikunni fékk hann þær fregnir að Útlendingastofnun hefði samþykkt umsókn hans um ríkisborgararétt og var hann skiljanlega í skýjunum með niðurstöðuna. „Núna líður mér eins og Íslendingi,“ segir Bala kampakátur í samtali við Vísi. Hann hefur búið hér í ellefu ár og látið mikið til sín taka í íslensku atvinnulífi en hann er indverskur að uppruna. Aðspurður hvað varð til þess að honum var synjað um ríkisborgararéttinn á sínum tíma segir hann það hafa verið hraðasektir sem konan hans fékk. „Útlendingastofnun óskar eftir upplýsingum frá lögreglunni og eins og ég skil þetta þá voru tvær hraðasektir sem konan mín fékk skráðar á mínu nafni. Sjálfur hafði ég fengið eina hraðasekt. Konan mín hringdi og útskýrði þetta fyrir lögreglunni sem sögðu að þetta yrði ekki vandamál en svo varð þetta auðvitað vandamál,“ segir Bala en umsókn hans um ríkisborgararétt var hafnað vegna sektanna.Þörf á meira gagnsæi í ferlinu Bala leitaði til lögfræðings og skrifaði bæði bréf til lögreglunnar og Útlendingastofnunar. Í kjölfarið var málið tekið upp aftur og fékkst niðurstaða í það nú fyrr í vikunni eins og áður segir. Bala gagnrýnir lítið gagnsæi í ferlinu þegar viðkomandi er búinn að sækja um ríkisborgararétt. „Við þurfum að hafa þetta ferli gagnsærra. Maður ætti að geta nálgast upplýsingar um stöðu umsóknar sinnar, hvort einhverjum gögnum sé ábótavant eða eitthvað slíkt, á meðan verið er að fara yfir umsóknina. Ég trúi því ekki að það sé erfitt að koma því í kring með allri þessari tækni sem við höfum í dag. Ég er alls ekki að segja að ferlið eigi að vera auðveldara og það eigi að slaka á þeim kröfum sem þarf að uppfylla til að fá ríkisborgararétt en ferlið þegar búið er að sækja um mætti vera gagnsærra.“ Sjálfur sótti Bala um ríkisborgararétt í desember 2016 og fékk engar upplýsingar um hver staðan á umsókninni væri fyrr en honum var synjað um ríkisborgararéttinn í júní síðastliðnum. Hann hrósar hins vegar Útlendingastofnun og lögreglunni fyrir að hafa brugðist skjótt við þegar í ljós kom að mistök höfðu verið gerð. Bala er búinn að fara og sækja um íslenskt vegabréf og býst við að fá það eftir tvær vikur. Tengdar fréttir Hafa til skoðunar hvort upplýsingar í máli Bala séu réttar Bala var synjað um íslenskan ríkisborgararétt í gær en synjunin er byggð á hraðasekt sem hann hlaut fyrir hálfu ári og hljóðar upp á um 30 þúsund krónur. 28. júní 2017 14:35 Synjað um ríkisborgararétt vegna hraðasektar Indverskur maður sem búið hefur á Íslandi í ellefu ár fær ekki ríkisborgararétt vegna hraðasektar upp á rúmar 30 þúsund krónur. 27. júní 2017 21:02 Bala hefur fengið íslenskan ríkisborgararétt Bala hefur búið hér á landi í ellefu ár og er indverskur að uppruna. 12. júlí 2017 23:13 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Sjá meira
Bala Kamallakharan segir að misskilningur hafi valdið því að honum var synjað um íslenskan ríkisborgararétt á dögunum. Núna í vikunni fékk hann þær fregnir að Útlendingastofnun hefði samþykkt umsókn hans um ríkisborgararétt og var hann skiljanlega í skýjunum með niðurstöðuna. „Núna líður mér eins og Íslendingi,“ segir Bala kampakátur í samtali við Vísi. Hann hefur búið hér í ellefu ár og látið mikið til sín taka í íslensku atvinnulífi en hann er indverskur að uppruna. Aðspurður hvað varð til þess að honum var synjað um ríkisborgararéttinn á sínum tíma segir hann það hafa verið hraðasektir sem konan hans fékk. „Útlendingastofnun óskar eftir upplýsingum frá lögreglunni og eins og ég skil þetta þá voru tvær hraðasektir sem konan mín fékk skráðar á mínu nafni. Sjálfur hafði ég fengið eina hraðasekt. Konan mín hringdi og útskýrði þetta fyrir lögreglunni sem sögðu að þetta yrði ekki vandamál en svo varð þetta auðvitað vandamál,“ segir Bala en umsókn hans um ríkisborgararétt var hafnað vegna sektanna.Þörf á meira gagnsæi í ferlinu Bala leitaði til lögfræðings og skrifaði bæði bréf til lögreglunnar og Útlendingastofnunar. Í kjölfarið var málið tekið upp aftur og fékkst niðurstaða í það nú fyrr í vikunni eins og áður segir. Bala gagnrýnir lítið gagnsæi í ferlinu þegar viðkomandi er búinn að sækja um ríkisborgararétt. „Við þurfum að hafa þetta ferli gagnsærra. Maður ætti að geta nálgast upplýsingar um stöðu umsóknar sinnar, hvort einhverjum gögnum sé ábótavant eða eitthvað slíkt, á meðan verið er að fara yfir umsóknina. Ég trúi því ekki að það sé erfitt að koma því í kring með allri þessari tækni sem við höfum í dag. Ég er alls ekki að segja að ferlið eigi að vera auðveldara og það eigi að slaka á þeim kröfum sem þarf að uppfylla til að fá ríkisborgararétt en ferlið þegar búið er að sækja um mætti vera gagnsærra.“ Sjálfur sótti Bala um ríkisborgararétt í desember 2016 og fékk engar upplýsingar um hver staðan á umsókninni væri fyrr en honum var synjað um ríkisborgararéttinn í júní síðastliðnum. Hann hrósar hins vegar Útlendingastofnun og lögreglunni fyrir að hafa brugðist skjótt við þegar í ljós kom að mistök höfðu verið gerð. Bala er búinn að fara og sækja um íslenskt vegabréf og býst við að fá það eftir tvær vikur.
Tengdar fréttir Hafa til skoðunar hvort upplýsingar í máli Bala séu réttar Bala var synjað um íslenskan ríkisborgararétt í gær en synjunin er byggð á hraðasekt sem hann hlaut fyrir hálfu ári og hljóðar upp á um 30 þúsund krónur. 28. júní 2017 14:35 Synjað um ríkisborgararétt vegna hraðasektar Indverskur maður sem búið hefur á Íslandi í ellefu ár fær ekki ríkisborgararétt vegna hraðasektar upp á rúmar 30 þúsund krónur. 27. júní 2017 21:02 Bala hefur fengið íslenskan ríkisborgararétt Bala hefur búið hér á landi í ellefu ár og er indverskur að uppruna. 12. júlí 2017 23:13 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Sjá meira
Hafa til skoðunar hvort upplýsingar í máli Bala séu réttar Bala var synjað um íslenskan ríkisborgararétt í gær en synjunin er byggð á hraðasekt sem hann hlaut fyrir hálfu ári og hljóðar upp á um 30 þúsund krónur. 28. júní 2017 14:35
Synjað um ríkisborgararétt vegna hraðasektar Indverskur maður sem búið hefur á Íslandi í ellefu ár fær ekki ríkisborgararétt vegna hraðasektar upp á rúmar 30 þúsund krónur. 27. júní 2017 21:02
Bala hefur fengið íslenskan ríkisborgararétt Bala hefur búið hér á landi í ellefu ár og er indverskur að uppruna. 12. júlí 2017 23:13