Bala kampakátur með ríkisborgararéttinn: „Núna líður mér eins og Íslendingi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. júlí 2017 16:45 Bala Kamallakharan er ánægður með að hafa fengið íslenska ríkisborgararétt en hann hefur búið hér í 11 ár. vísir/daníel Bala Kamallakharan segir að misskilningur hafi valdið því að honum var synjað um íslenskan ríkisborgararétt á dögunum. Núna í vikunni fékk hann þær fregnir að Útlendingastofnun hefði samþykkt umsókn hans um ríkisborgararétt og var hann skiljanlega í skýjunum með niðurstöðuna. „Núna líður mér eins og Íslendingi,“ segir Bala kampakátur í samtali við Vísi. Hann hefur búið hér í ellefu ár og látið mikið til sín taka í íslensku atvinnulífi en hann er indverskur að uppruna. Aðspurður hvað varð til þess að honum var synjað um ríkisborgararéttinn á sínum tíma segir hann það hafa verið hraðasektir sem konan hans fékk. „Útlendingastofnun óskar eftir upplýsingum frá lögreglunni og eins og ég skil þetta þá voru tvær hraðasektir sem konan mín fékk skráðar á mínu nafni. Sjálfur hafði ég fengið eina hraðasekt. Konan mín hringdi og útskýrði þetta fyrir lögreglunni sem sögðu að þetta yrði ekki vandamál en svo varð þetta auðvitað vandamál,“ segir Bala en umsókn hans um ríkisborgararétt var hafnað vegna sektanna.Þörf á meira gagnsæi í ferlinu Bala leitaði til lögfræðings og skrifaði bæði bréf til lögreglunnar og Útlendingastofnunar. Í kjölfarið var málið tekið upp aftur og fékkst niðurstaða í það nú fyrr í vikunni eins og áður segir. Bala gagnrýnir lítið gagnsæi í ferlinu þegar viðkomandi er búinn að sækja um ríkisborgararétt. „Við þurfum að hafa þetta ferli gagnsærra. Maður ætti að geta nálgast upplýsingar um stöðu umsóknar sinnar, hvort einhverjum gögnum sé ábótavant eða eitthvað slíkt, á meðan verið er að fara yfir umsóknina. Ég trúi því ekki að það sé erfitt að koma því í kring með allri þessari tækni sem við höfum í dag. Ég er alls ekki að segja að ferlið eigi að vera auðveldara og það eigi að slaka á þeim kröfum sem þarf að uppfylla til að fá ríkisborgararétt en ferlið þegar búið er að sækja um mætti vera gagnsærra.“ Sjálfur sótti Bala um ríkisborgararétt í desember 2016 og fékk engar upplýsingar um hver staðan á umsókninni væri fyrr en honum var synjað um ríkisborgararéttinn í júní síðastliðnum. Hann hrósar hins vegar Útlendingastofnun og lögreglunni fyrir að hafa brugðist skjótt við þegar í ljós kom að mistök höfðu verið gerð. Bala er búinn að fara og sækja um íslenskt vegabréf og býst við að fá það eftir tvær vikur. Tengdar fréttir Hafa til skoðunar hvort upplýsingar í máli Bala séu réttar Bala var synjað um íslenskan ríkisborgararétt í gær en synjunin er byggð á hraðasekt sem hann hlaut fyrir hálfu ári og hljóðar upp á um 30 þúsund krónur. 28. júní 2017 14:35 Synjað um ríkisborgararétt vegna hraðasektar Indverskur maður sem búið hefur á Íslandi í ellefu ár fær ekki ríkisborgararétt vegna hraðasektar upp á rúmar 30 þúsund krónur. 27. júní 2017 21:02 Bala hefur fengið íslenskan ríkisborgararétt Bala hefur búið hér á landi í ellefu ár og er indverskur að uppruna. 12. júlí 2017 23:13 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Bala Kamallakharan segir að misskilningur hafi valdið því að honum var synjað um íslenskan ríkisborgararétt á dögunum. Núna í vikunni fékk hann þær fregnir að Útlendingastofnun hefði samþykkt umsókn hans um ríkisborgararétt og var hann skiljanlega í skýjunum með niðurstöðuna. „Núna líður mér eins og Íslendingi,“ segir Bala kampakátur í samtali við Vísi. Hann hefur búið hér í ellefu ár og látið mikið til sín taka í íslensku atvinnulífi en hann er indverskur að uppruna. Aðspurður hvað varð til þess að honum var synjað um ríkisborgararéttinn á sínum tíma segir hann það hafa verið hraðasektir sem konan hans fékk. „Útlendingastofnun óskar eftir upplýsingum frá lögreglunni og eins og ég skil þetta þá voru tvær hraðasektir sem konan mín fékk skráðar á mínu nafni. Sjálfur hafði ég fengið eina hraðasekt. Konan mín hringdi og útskýrði þetta fyrir lögreglunni sem sögðu að þetta yrði ekki vandamál en svo varð þetta auðvitað vandamál,“ segir Bala en umsókn hans um ríkisborgararétt var hafnað vegna sektanna.Þörf á meira gagnsæi í ferlinu Bala leitaði til lögfræðings og skrifaði bæði bréf til lögreglunnar og Útlendingastofnunar. Í kjölfarið var málið tekið upp aftur og fékkst niðurstaða í það nú fyrr í vikunni eins og áður segir. Bala gagnrýnir lítið gagnsæi í ferlinu þegar viðkomandi er búinn að sækja um ríkisborgararétt. „Við þurfum að hafa þetta ferli gagnsærra. Maður ætti að geta nálgast upplýsingar um stöðu umsóknar sinnar, hvort einhverjum gögnum sé ábótavant eða eitthvað slíkt, á meðan verið er að fara yfir umsóknina. Ég trúi því ekki að það sé erfitt að koma því í kring með allri þessari tækni sem við höfum í dag. Ég er alls ekki að segja að ferlið eigi að vera auðveldara og það eigi að slaka á þeim kröfum sem þarf að uppfylla til að fá ríkisborgararétt en ferlið þegar búið er að sækja um mætti vera gagnsærra.“ Sjálfur sótti Bala um ríkisborgararétt í desember 2016 og fékk engar upplýsingar um hver staðan á umsókninni væri fyrr en honum var synjað um ríkisborgararéttinn í júní síðastliðnum. Hann hrósar hins vegar Útlendingastofnun og lögreglunni fyrir að hafa brugðist skjótt við þegar í ljós kom að mistök höfðu verið gerð. Bala er búinn að fara og sækja um íslenskt vegabréf og býst við að fá það eftir tvær vikur.
Tengdar fréttir Hafa til skoðunar hvort upplýsingar í máli Bala séu réttar Bala var synjað um íslenskan ríkisborgararétt í gær en synjunin er byggð á hraðasekt sem hann hlaut fyrir hálfu ári og hljóðar upp á um 30 þúsund krónur. 28. júní 2017 14:35 Synjað um ríkisborgararétt vegna hraðasektar Indverskur maður sem búið hefur á Íslandi í ellefu ár fær ekki ríkisborgararétt vegna hraðasektar upp á rúmar 30 þúsund krónur. 27. júní 2017 21:02 Bala hefur fengið íslenskan ríkisborgararétt Bala hefur búið hér á landi í ellefu ár og er indverskur að uppruna. 12. júlí 2017 23:13 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Hafa til skoðunar hvort upplýsingar í máli Bala séu réttar Bala var synjað um íslenskan ríkisborgararétt í gær en synjunin er byggð á hraðasekt sem hann hlaut fyrir hálfu ári og hljóðar upp á um 30 þúsund krónur. 28. júní 2017 14:35
Synjað um ríkisborgararétt vegna hraðasektar Indverskur maður sem búið hefur á Íslandi í ellefu ár fær ekki ríkisborgararétt vegna hraðasektar upp á rúmar 30 þúsund krónur. 27. júní 2017 21:02
Bala hefur fengið íslenskan ríkisborgararétt Bala hefur búið hér á landi í ellefu ár og er indverskur að uppruna. 12. júlí 2017 23:13