Formaður Frama óttast fjölgun leigubílaleyfa og segir þá ekki of dýra Heimir Már Pétursson skrifar 14. júlí 2017 13:25 Ástgeir Þorsteinsson formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama telur enga þörf á fjölgun leyfanna. Vísir/GVA Formaður Frama félags leigubílstjóra segir enga þörf á fjölgun leyfa til leigubílaaksturs eins og samgönguráðherra stefnir að. Nú þegar bíði bílstjórar eftir viðskiptum í allt að fjörtíu mínútur. Hann segir leigubíla á Íslandi ekki dýra miðað við þann kostnað sem bílstjórar beri af rekstri bílannaEnginn skortur á leigubílum Í dag eru 589 leyfi til leigubílaaksturs í landinu. Jón Gunnarsson samgönguráðherra hefur sett fram til kynningar drög að reglugerð um fjölgun leyfanna um eitt hundrað, þar af flest á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi eða nítíu. Ástgeir Þorsteinsson formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama telur enga þörf á fjölgun leyfanna.En nú telur ráðherra þörf á að fjölga leyfunum?„Ég veit ekki hvaðan ráðherra hefur það vegna þess að það er ekki skortur á leigubílum,“ segir Ástgeir.Leigubílsstjórar aðgerðalausir milli ferðaÉg talaði við Guðmund Börk Thorarensen framkvæmdastjóra BSR í gær og honum leist vel á þetta og taldi þörf á fleiri leyfum.„Já ætli hann horfi ekki á stöðvargjölödin, eigum við ekki bara að segja það svoleiðis. Það er því miður hjá Guðmundi, og ég er ekki að tala illa um Guðmund því ég var nú þarna sjálfur í mörg ár, að þá hafa menn flæmst þaðan í burtu. Ég veit ekki hver ástæðan er. Það má vel vera að það sé dálítið mikið að gera þar á einhverjum ákveðnum tímum því bílarnir eru bara svo fáir,“ segir Ástgeir. Tekjur leigubílstjóra muni minnka haldi samgönguráðherra því til streitu að fjölga leyfunum. Í dag bíði leigubílstjórar aðgerðalausir í langan tíma eftir hverri ferð. „Það getur verið alveg frá þrjátíu og fimm upp í fjörtíu og fimm mínútur. Þannig að sá tími hlýtur að lengjast og þar af leiðandi hljóta tekur manna að minnka. Bílaflotinn þá kannski eldist því þá geta menn kannski ekki endurnýjað með eins litlu millibili og þeir gera í dag,“ segir formaður Frama. Þá segir Ástgeir áætlanir um fjölgun leyfa á Akureyri og í Árborg þar sem margir bílstjórar vinni aðra vinnu með akstrinum geta gengið að leigubílaakstri þar dauðum. Það sé ekki hægt að horfa eingöngu á fjölgun íbúa og ferðamanna á höfuborgarsvæðinu því bílaleigubílum hafi líka fjölgað mjög mikið.Leigubílsstjórar ekki ofgóðir af launum sínumNú tala ég bara af eigin reynslu og það er engin vísindaleg rannsókn á bakvið það, en mér finnst leigubílar miklu dýrari á Íslandi en í nokkrum öðrum borgum sem ég kem til. Getur það skýrt hvað eftirsóknin eftir þeim er lítil?„Nei, bílar eru náttúrlega ekki ódýrir hérna í fyrsta lagi. Eldsneyti er alls ekki ódýrt. Bara sem dæmi þá er leigubílstjóri að borga einhvers staðar í kringum 350 hundruð til 400 þúsund krónur á ári í tryggingar af bíl. Það er kostnaður, það er fullt af kostnaði sem fylgir þessu.“Þannig að þú vilt meina að bílstjórar séu ekki að fitna of mikið af tekjum sínum?„Nei, nei ekki þannig að geta lifað alveg sæmilegu lífi. Það er náttúrlega misjafnt á milli manna Menn eru ekki í neinum feiknarlegum gróða. Það er ekkert svoleiðis til í þesari stétt,“ segir Ástgeir Þorsteinsson. Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Sjá meira
Formaður Frama félags leigubílstjóra segir enga þörf á fjölgun leyfa til leigubílaaksturs eins og samgönguráðherra stefnir að. Nú þegar bíði bílstjórar eftir viðskiptum í allt að fjörtíu mínútur. Hann segir leigubíla á Íslandi ekki dýra miðað við þann kostnað sem bílstjórar beri af rekstri bílannaEnginn skortur á leigubílum Í dag eru 589 leyfi til leigubílaaksturs í landinu. Jón Gunnarsson samgönguráðherra hefur sett fram til kynningar drög að reglugerð um fjölgun leyfanna um eitt hundrað, þar af flest á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi eða nítíu. Ástgeir Þorsteinsson formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama telur enga þörf á fjölgun leyfanna.En nú telur ráðherra þörf á að fjölga leyfunum?„Ég veit ekki hvaðan ráðherra hefur það vegna þess að það er ekki skortur á leigubílum,“ segir Ástgeir.Leigubílsstjórar aðgerðalausir milli ferðaÉg talaði við Guðmund Börk Thorarensen framkvæmdastjóra BSR í gær og honum leist vel á þetta og taldi þörf á fleiri leyfum.„Já ætli hann horfi ekki á stöðvargjölödin, eigum við ekki bara að segja það svoleiðis. Það er því miður hjá Guðmundi, og ég er ekki að tala illa um Guðmund því ég var nú þarna sjálfur í mörg ár, að þá hafa menn flæmst þaðan í burtu. Ég veit ekki hver ástæðan er. Það má vel vera að það sé dálítið mikið að gera þar á einhverjum ákveðnum tímum því bílarnir eru bara svo fáir,“ segir Ástgeir. Tekjur leigubílstjóra muni minnka haldi samgönguráðherra því til streitu að fjölga leyfunum. Í dag bíði leigubílstjórar aðgerðalausir í langan tíma eftir hverri ferð. „Það getur verið alveg frá þrjátíu og fimm upp í fjörtíu og fimm mínútur. Þannig að sá tími hlýtur að lengjast og þar af leiðandi hljóta tekur manna að minnka. Bílaflotinn þá kannski eldist því þá geta menn kannski ekki endurnýjað með eins litlu millibili og þeir gera í dag,“ segir formaður Frama. Þá segir Ástgeir áætlanir um fjölgun leyfa á Akureyri og í Árborg þar sem margir bílstjórar vinni aðra vinnu með akstrinum geta gengið að leigubílaakstri þar dauðum. Það sé ekki hægt að horfa eingöngu á fjölgun íbúa og ferðamanna á höfuborgarsvæðinu því bílaleigubílum hafi líka fjölgað mjög mikið.Leigubílsstjórar ekki ofgóðir af launum sínumNú tala ég bara af eigin reynslu og það er engin vísindaleg rannsókn á bakvið það, en mér finnst leigubílar miklu dýrari á Íslandi en í nokkrum öðrum borgum sem ég kem til. Getur það skýrt hvað eftirsóknin eftir þeim er lítil?„Nei, bílar eru náttúrlega ekki ódýrir hérna í fyrsta lagi. Eldsneyti er alls ekki ódýrt. Bara sem dæmi þá er leigubílstjóri að borga einhvers staðar í kringum 350 hundruð til 400 þúsund krónur á ári í tryggingar af bíl. Það er kostnaður, það er fullt af kostnaði sem fylgir þessu.“Þannig að þú vilt meina að bílstjórar séu ekki að fitna of mikið af tekjum sínum?„Nei, nei ekki þannig að geta lifað alveg sæmilegu lífi. Það er náttúrlega misjafnt á milli manna Menn eru ekki í neinum feiknarlegum gróða. Það er ekkert svoleiðis til í þesari stétt,“ segir Ástgeir Þorsteinsson.
Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Sjá meira