Ofbeldi verður ekki liðið í fangelsum landsins Jakob Bjarnar skrifar 14. júlí 2017 10:25 Páll Winkel segist ekki hafa neina þolinmæði gagnvart ofbeldi í fangelsum landsins, en til alvarlegra átaka milli tveggja fanga kom í vikunni. Páll Winkel fangelsismálastjóri er afdráttarlaus í tali í samtali við Vísi, um alvarlegt mál sem kom upp nú í vikunni á Litla Hrauni í slagsmálum milli tveggja fanga. Hann segir alveg klárt að ofbeldi verði ekki liðið. DV greindi frá því í dag að til alvarlegra átaka hafi komið í útivistartíma fanga á Litla Hrauni sem endaði með því að fangi beit efri vörina af samfanga sínum. Samkvæmt heimildum DV varð föngunum Baldri Kolbeinssyni og Styrmi Haukdal Snæfeld Kristinssyni sundurorða og kom til handalögmála. Styrmir hafði Baldur undir en hann náði þó að reisa sig við og bíta í andlit Styrmis með þeim afleiðingum að efri vör hans fór af. Tókst að sauma vörina á aftur. Hefur ekki þolinmæði fyrir ofbeldi í neinu formi Páll Winkel segir stefnu Fangelsismálastofnunar skýra þegar kemur að ofbeldi í fangelsum landsins. „Ofbeldi er ekki liðið og ég hef ekki þolinmæði fyrir því í neinu formi. Sé fangi uppvís að ofbeldi eru mál án undantekninga kærð til lögreglu. Þá hlýtur viðkomandi fangi agaviðurlög í fangelsinu en þegar um er að ræða alvarlegt ofbeldi eru viðurlögin í formi einangrunar,“ segir Páll. Fangelsismálastjóri bætir því við að ofbeldi geti haft langvarandi afleiðingar fyrir fanga. „Slíkt getur komið í veg fyrir flutning fanga í opið fangelsi, stöðvað allan annan framgang í refsivistinni auk þess sem fanginn gæti þurft að afplána alla refsingu sína án þess að fá reynslulausn. Skilaboð okkar eru skýr. Ofbeldi í fangelsum landsins er ekki liðið og við gerum allt sem við mögulega getum til að draga úr því.“ Svakalegur ferill Baldurs Ljóst er að Páll ætlar sér að taka á agavandamálum en jafn víst er að hann stendur frammi fyrir snúnu vandamáli. Saga Baldurs innan veggja fangelsanna er skrautleg. Í september 2013 greindi Vísir til að mynda frá því að Baldur hafi við annan mann ráðist á refsifangann Matthías Mána Erlingsson á Litla Hrauni, en í þeirri frásögn er segir að árásarmennirnir hafi greitt „Matthíasi ótal högg í andlit og höfuð og meðal annars notað lás til verksins. Matthías missti meðvitund, skarst í andliti og var fluttur alblóðugur á spítala. Hann fór aftur á Litla-Hraun síðar um daginn,“ sagði í þeirri frásögn. Tróð saur uppí samfanga sinn Annað dæmi, en Baldur var enn til umfjöllunar á Vísi í september 2014 en þá var aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara á hendur Baldri sem ákærður var fyrir einstaklega ógeðfellda árás á samfanga sinn: „Honum er gefið að sök að hafa ráðist á samfanga sinn og troðið upp í hann mannasaur. Árásin náðist á myndband. „Það var rosalega mikið af skít. Aðrir fangaverðir voru einnig útataðir í skít eftir að hafa þurft að kljást við Baldur,“ segir fangavörður sem kom að árásinni. Sá sem fyrir árásinni varð sat inni á Litla-hrauni fyrir kynferðisbrot gegn barni, en var í kjölfarið fluttur í annað fangelsi. Síðan hefur hann verið látinn laus. „Baldur stendur bara upp, með saur í poka, og makaði honum framan í mig og tróð honum upp í mig líka. Þetta fór út um allt, upp í mig, í hárið á mér, andlitið og fötin. Þetta var út um allt,“ segir hann. Hann var fluttur á slysadeild með áverka á brjósti og hægri öxl, bólginn í andliti og opið sár við munnvik.“ Var Baldur dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir þetta brot sitt og fleiri. Fangelsismál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Páll Winkel fangelsismálastjóri er afdráttarlaus í tali í samtali við Vísi, um alvarlegt mál sem kom upp nú í vikunni á Litla Hrauni í slagsmálum milli tveggja fanga. Hann segir alveg klárt að ofbeldi verði ekki liðið. DV greindi frá því í dag að til alvarlegra átaka hafi komið í útivistartíma fanga á Litla Hrauni sem endaði með því að fangi beit efri vörina af samfanga sínum. Samkvæmt heimildum DV varð föngunum Baldri Kolbeinssyni og Styrmi Haukdal Snæfeld Kristinssyni sundurorða og kom til handalögmála. Styrmir hafði Baldur undir en hann náði þó að reisa sig við og bíta í andlit Styrmis með þeim afleiðingum að efri vör hans fór af. Tókst að sauma vörina á aftur. Hefur ekki þolinmæði fyrir ofbeldi í neinu formi Páll Winkel segir stefnu Fangelsismálastofnunar skýra þegar kemur að ofbeldi í fangelsum landsins. „Ofbeldi er ekki liðið og ég hef ekki þolinmæði fyrir því í neinu formi. Sé fangi uppvís að ofbeldi eru mál án undantekninga kærð til lögreglu. Þá hlýtur viðkomandi fangi agaviðurlög í fangelsinu en þegar um er að ræða alvarlegt ofbeldi eru viðurlögin í formi einangrunar,“ segir Páll. Fangelsismálastjóri bætir því við að ofbeldi geti haft langvarandi afleiðingar fyrir fanga. „Slíkt getur komið í veg fyrir flutning fanga í opið fangelsi, stöðvað allan annan framgang í refsivistinni auk þess sem fanginn gæti þurft að afplána alla refsingu sína án þess að fá reynslulausn. Skilaboð okkar eru skýr. Ofbeldi í fangelsum landsins er ekki liðið og við gerum allt sem við mögulega getum til að draga úr því.“ Svakalegur ferill Baldurs Ljóst er að Páll ætlar sér að taka á agavandamálum en jafn víst er að hann stendur frammi fyrir snúnu vandamáli. Saga Baldurs innan veggja fangelsanna er skrautleg. Í september 2013 greindi Vísir til að mynda frá því að Baldur hafi við annan mann ráðist á refsifangann Matthías Mána Erlingsson á Litla Hrauni, en í þeirri frásögn er segir að árásarmennirnir hafi greitt „Matthíasi ótal högg í andlit og höfuð og meðal annars notað lás til verksins. Matthías missti meðvitund, skarst í andliti og var fluttur alblóðugur á spítala. Hann fór aftur á Litla-Hraun síðar um daginn,“ sagði í þeirri frásögn. Tróð saur uppí samfanga sinn Annað dæmi, en Baldur var enn til umfjöllunar á Vísi í september 2014 en þá var aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara á hendur Baldri sem ákærður var fyrir einstaklega ógeðfellda árás á samfanga sinn: „Honum er gefið að sök að hafa ráðist á samfanga sinn og troðið upp í hann mannasaur. Árásin náðist á myndband. „Það var rosalega mikið af skít. Aðrir fangaverðir voru einnig útataðir í skít eftir að hafa þurft að kljást við Baldur,“ segir fangavörður sem kom að árásinni. Sá sem fyrir árásinni varð sat inni á Litla-hrauni fyrir kynferðisbrot gegn barni, en var í kjölfarið fluttur í annað fangelsi. Síðan hefur hann verið látinn laus. „Baldur stendur bara upp, með saur í poka, og makaði honum framan í mig og tróð honum upp í mig líka. Þetta fór út um allt, upp í mig, í hárið á mér, andlitið og fötin. Þetta var út um allt,“ segir hann. Hann var fluttur á slysadeild með áverka á brjósti og hægri öxl, bólginn í andliti og opið sár við munnvik.“ Var Baldur dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir þetta brot sitt og fleiri.
Fangelsismál Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira