Það er fyrir löngu síðan orðin hefð hjá Gunnari Nelson fyrir bardaga að skella sér í bíó og hann var ekkert að brjóta þá hefð að þessu sinni.
Í gærkvöldi fór Gunnar, ásamt föruneyti, í bíó í Glasgow. Myndin sem varð fyrir valinu var nýja Spiderman-myndin.
Samkvæmt heimildarmönnum Vísis þá var Gunnar himilfandi með myndina. „Besta Spiderman-myndin til þessa,“ sagði Gunnar við vini sína eftir myndina. Engin smá meðmæli það.
Vonandi verður Gunnar álíka öflugur og Köngulóarmaðurinn er hann mætir Santiago Ponzinibbio á sunnudag.
Gunnar í skýjunum með nýju Spiderman-myndina

Tengdar fréttir

Gunnar: Kílói léttari en á sama tíma fyrir síðasta bardaga
Gunnar Nelson verður ekki í neinum vandræðum með að vera í löglegri þyngd á laugardaginn og í raun virðist hann nánast ekki þurfa að skera neitt niður.

Gunnar vinsæll á blaðamannafundinum
Fjölmiðladegi UFC fyrir bardagakvöldið í Glasgow er lokið en þar var slegist um að fá Gunnar Nelson í viðtal.

Gunnar: Fannst hann vera með lítinn haus
Gunnar Nelson mætti afslappaður venju samkvæmt á fjölmiðladag UFC í dag og fékk talsvert meiri athygli en andstæðingur hans, Santiago Ponzinibbio. Honum leist svo ágætlega á Argentínumanninn er hann hitti hann.