Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Ísland er úr leik á HM. Markmiðið að komast í átta liða úrslit náðist ekki. Enn eitt stórmótið ná strákarnir okkar ekki að komast áfram í hóp þeirra bestu. Þeir spóla sem fyrr í sama farinu og komast ekki upp úr leðjunni. 26.1.2025 22:31
„Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ „Þetta er gríðarlega þungt og maður svona hálfpartinn trúir þessu ekki enn þá. Þetta er staðan og við erum enn að spila fyrir Ísland þannig að við verðum að rífa okkur upp og spila vel gegn Argentínu,“ segir Viggó Kristjánsson en hann var enn að sleikja sárin eftir Króataleikinn er Vísir hitti hann í gær. 26.1.2025 10:01
„Viljum sýna hvað við erum góðir“ „Þetta var svolítið skrýtin nótt og mikið að meðtaka,“ sagði landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson svefnlítill er Vísir hitti á hann á hóteli landsliðsins í dag. 25.1.2025 22:31
„Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari er ekkert að fara fram úr sér þó svo það gangi vel á HM. Hann veit sem er að það er næg vinna fram undan. 24.1.2025 14:32
„Íslenska liðið lítur vel út“ Það verður vafalítið sérstök stund fyrir Dag Sigurðsson að mæta Íslandi í kvöld en hann er þjálfari króatíska landsliðsins. Fyrsti útlendingurinn sem fékk það eftirsótta starf. 24.1.2025 13:01
„Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Fátt hefur glatt meira á heimsmeistaramótinu í Zagreb en frammistaða Arons Pálmarssonar. Hann hefur gengið í endurnýjun lífdaga í landsliðsbúningnum og leikið við hvurn sinn fingur. 24.1.2025 08:01
Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Ævintýrið heldur áfram. Fjórir leikir, fjórir sigrar og allt sannfærandi. Ísland er einfaldlega eitt besta lið HM það sem af er móti. Magnað. 22.1.2025 23:01
„Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Vísir hitti á Dag Sigurðsson, landsliðsþjálfara Króatíu, eftir sigur hans manna á Grænhöfðaeyjum. Gafst þá tækifæri til að spyrja hann út í það sem má lesa um á netinu síðustu daga. 22.1.2025 18:54
Loksins komu treyjur og þær ruku út Það hefur ekkert gengið að fá nýju landsliðstreyjuna í sölu fyrir stuðningsmenn íslenska liðsins. Þangað til í dag. 22.1.2025 18:09
HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Það er leikdagur á HM í Zagreb og ýmislegt sem þurfti að fara yfir í HM í dag. 22.1.2025 11:03
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent