Enski boltinn

Mourinho: Við fáum engin kraftaverk við svona aðstæður

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Slaven Bilic og Jose Mourinho voru kátir fyrir leik.
Slaven Bilic og Jose Mourinho voru kátir fyrir leik. Vísir/Getty
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, var ánægður eftir sjötta deildarsigur sinna manna í röð.

„Menn kláruðu þetta verkefni. Ég vil óska öllum til hamingju með leikinn því völlurinn var mjög harður. Ég varð fyrir vonbrigðum með mistök og slæmar ákvarðanir inn á vellinum en ég kenni þreytu um það. Við fáum engin kraftaverk við svona aðstæður,“ sagði Jose Mourinho í viðtali við Sky Sports eftir leik.

„Við héldum marki okkar hreinu af því að David De Gea varði mjög vel frá Antonio. Við urðum að hreyfa boltann og búa til svæði. Ég átti Mata og Rashford inn á bekknum og þeir komu með öðruvísi ákefð inn í leikinn,“ sagði Mourinho.

Manchester United lék manni fleiri frá fimmtándu mínútum eftir að Sofiane Feghouli fékk beint rautt spjald fyrir brot á Phil Jones.

„Ég hef engar skoðanir á þessu rauða spjaldi. Ég var of langt frá þessu og sá þetta ekki í sjónvarpinu. Ég er líka að kenna sjálfum mig upp á nýtt á þessu tímabili því ég hef ekki skilið svo margar ákvarðanir,“ sagði Mourinho og taldi upp markið sem var dæmt af Zlatan í síðasta leik og þegar United fékk ekki augljósa vítaspyrnu á móti Crystal Palace.

„Þetta er frábært fyrir stuðningsmennina og fólkið heima en þetta er erfitt fyrir okkur, meira að segja fyrir mig,“ sagði Mourinho.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×