Enski boltinn

Ragnar Sig fékk á sig víti og Fulham missti frá sér sigurinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ragnar Sigurðsson í leik með Fulham.
Ragnar Sigurðsson í leik með Fulham. Vísir/Getty
Íslensku landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson og félagar hans í Fulham misstu frá sér öll stigin á móti Brighton í ensku b-deildinni í dag og sömu sögu er að segja af liði Harðar Björgvins Magnússonar í Bristol City.

Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff City unnu 1-0 heimasigur á Aston Villa. Joe Ralls skoraði eina markið á sextándu mínútu leiksins. Markið kom eftir horn. Aron Einar spilaði allan leikinn og fékk gult spjald á 57. mínútu.  Cardiff-liðið er í 19. Sæti og kom þessi sigur sér því mjög vel en Aston Villa er sjö stigum ofar í töflunni.

Fulham komst í 1-0 á móti Brighton á 55. mínútu og var með forystuna í 19 mínútur. Ragnar Sigurðsson fékk dæmt á sig víti á 74. mínútu og Tomer Hemed jafnaði. Aðeins mínútu síðar tryggði Lewis Dunk Brighton öll þrjú stigin.

Brighton er með tveggja stiga forystu á Newcastle á toppi deildarinnar en Charlie Mulgrew tryggði Blackburn 1-0 sigur á Newcastle í dag.

Hörður Björgvin Magnússon gat ekki spilað með Bristol City vegna meiðsla þegar liðið tapaði 3-2 á heimavelli á móti Reading. Bristol City komst í 2-0 en Reading tryggði sér sigurinn með því að skora þrjú mörk á síðustu átján mínútunum.  Reading r í 3. Sæti en Bristol City er í 18. Sæti.

Jón Daði Böðvarsson spilaði allar 90 mínúturnar þegar Wolves gerði markalaust jafntefli á útivelli á móti Sheffield Wednesday. Wolves er í 16. Sæti.

Chris Wood skoraði tvö mörk í 3-0 sigri Leeds United Rotherham en Leeds er nú í fimmta sæti deildarinnar.

Nelson Oliveira skoraði þrennu fyrir Norwich í 3-0 sigri á Derby en tap Derby og jafntefli Sheffield Wednesday hjálpuðu Leeds að treysta stöðu sína í fimmta sætinu.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×