Innlent

Fyrsti formlegi fundurinn hjá bjartsýnum leiðtogum ACD-flokkanna hafinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Benedikt, Jóna Sólveig, Bjarni Ben, Óttarr og Björt við upphaf fundarins í dag.
Benedikt, Jóna Sólveig, Bjarni Ben, Óttarr og Björt við upphaf fundarins í dag. Vísir/Eyþór
Fyrsti fundur í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum Bjartrar framtíðar, Sjálfstæðisflokksin og Viðreisnar hófst í fundarherbergi forsætisnefndar á Alþingi klukkan 15:30. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, leiðir viðræðurnar en hann hefur til þess umboð frá forseta Íslands.

Fundinn sitja auk Bjarna þeir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og Óttarr Proppé, formaður Bjartar framtíðar. Auk þeirra eru Jóna Sólveig Elínardóttir, varaformaður Viðreisnar, og Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar á fundinum.

Greint var frá því í Fréttablaðinu í morgun að samkomulag hefði náðst á milli flokkanna um stóru málin sem steyttu á skeri í síðustu viðræðum flokkanna. Aðeins á eftir að setjast niður og skrifa stjórnarsáttmála sem ætti ekki að taka meira en tvær vikur að sögn Benedikts.

 


Tengdar fréttir

Þjóðaratkvæði um ESB í stjórnarsáttmálanum

Stóru deilumálin í viðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafa verið útkljáð. Stjórnarsáttmáli verður skrifaður í vikunni. MS verður sett undir samkeppnislög, tollar lækkaðir á hvítt kjöt og kosið um ESB

Kvöldfréttir Stöðvar 2: Vika er langur tími í pólítík

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld verður farið yfir helstu tíðindin í pólítíkinni og síðan rætt við þau Birgittu Jónsdóttur, Pírata og Kolbein Óttarsson Proppé, þingmann Vinstri grænna um stjórnarmyndun, viðræður og stemninguna þingmanna á milli nú þegar rúmir tveir mánuðir eru liðnir frá kosningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×