Enski boltinn

Ronaldo Koeman fagnaði sigri á móti gamla liðinu sínu | Úrslitin í enska í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Enner Valencia, Leighton Baines og Kevin Miralles fagna einu marki Everton í dag.
Enner Valencia, Leighton Baines og Kevin Miralles fagna einu marki Everton í dag. vísir/getty
Everton og West Brom Albion bættu bæði stöðu sína í sjöunda og áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með góðum heimsigrum í dag.

Bæði liðin skoruðu þrjú mörk í seinni hálfleiknum og tryggðu sér með því þrjú góð stig. Þau hafa því bæði gott forskot á liðin í næstu sætum fyrir neðan en eiga jafnframt aðeins í því að ná efstu sex liðunum.

Enner Valencia, Leighton Baines og Romelu Lukaku skoruðu allir á síðustu sautján mínútum og tryggðu Everton 3-0 sigur á Southampton. Ronald Koeman fagnaði þar með sigri á móti sínum gömlu lærisveinum í Southampton.

West Bromwich Albion lenti undir í fyrri hálfleik og var undir í tæpan hálftíma en snéri leiknum við í seinni hálfleik og vann 3-1 sigur á Hull. Chris Brunt, Gareth McAuley og James Morrison skoruðu mörkin.

Liverpool tapaði dýrmætum stigum í 2-2 jafntefli á útivelli á móti Sunderland en Sunderland-liðið er enn í fallsæti þrátt fyrir jafnteflið.

Jóhann Berg Guðmundsson fiskaði Fernandinho útaf með rautt spjald á 31. mínútu en það dugði þó ekki Burnley sem tapaði 2-1 á heimavelli á móti tíu mönnum Manchester City. Bæði mörk City komu með fjögurra mínútna millibili og Jóhanni var skipt af velli á milli þeirra.

Síðasti leikur dagsins er síðan á milli West Ham og Manchester United.



Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í dag:

Middlesbrough - Leicester 0-0

West Bromwich - Hull 3-1

0-1 Robert Snodgrass (20.), 1-1 Chris Brunt (49.), 2-1 Gareth McAuley (62.), 3-1 James Morrison (73.)

Man. City - Burnley 2-1

1-0 Gaël Clichy (58.), 2-0 Sergio Agüero (62.), 2-1 Ben Mee (70.). Jóhann Berg Guðmundsson fiskaði Fernandinho útaf með rautt spjald á 31. mínútu.

Everton - Southampton 3-0

1-0 Enner Valencia (73.), 2-0 Leighton Baines, víti (81.), 3-0 Romelu Lukaku (89.)

Sunderland - Liverpool 2-2

0-1 Daniel Sturridge (20.), 1-1 Jermain Defoe, víti (25.), 1-2 Sadio Mané (72.), 2-2 Jermain Defoe, víti (84.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×