Enski boltinn

Guardiola trylltist eftir tapið gegn Liverpool

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Pep Guardiola var mjög ósáttur.
Pep Guardiola var mjög ósáttur. vísir/getty
Yaya Touré, miðjumaður Manchester City, viðurkenndi á blaðamannafundi fyrir leik liðsins gegn Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum hans í Burnley í dag að Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, trylltist eftir tapið gegn Liverpool á gamlársdag.

Flest stærstu dagblöð Englands sögðu frá því á nýársdag að Guardiola sást hella sér yfir Txiki Begiristain, yfirmann knattspyrnumála hjá City, á göngum Anfield eftir 1-0 tapið á síðasta degi ársins 2016. Sigurmarkið skoraði Hollendingurinn Georginio Wijnaldum.

Vegna tapsins er Manchester City ekki lengur á meðal fjögura efstu liða deildarinnar en það er í fyrsta síðan í ágúst að City er ekki í topp fjórum. Liðið er í fimmta sæti með 39 stig líkt og Tottenham en slakari markatölu.

Sjá einnig:Guardiola „glaður“ en samt ekki eftir sigurinn á Burnley

„Auðvitað varð hann reiður. Hann er stjóri sem getur orðið reiður,“ sagði Yaya Touré á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Burnley sem hefst klukkan 15.00 í dag.

„Við vissum að Liverpool myndi bíða eftir því að við misstum boltann klaufalega og það gerðu þeir. Þeir nýttu sér mistök okkar til að skora sigurmarkið og Pep var reiður út af því að það gerðist.“

„Við erum ekki fullkomnir. Það koma leikir þar sem við nýtum ekki okkar færi en líka leikir þar sem við nýtum okkur annarra manna mistök. VIð verðum að bæta okkur í svona aðstæðum. Það er alltaf leiðinlegt að tapa en nú þurfum við bara að koma sterkari til baka,“ sagði Yaya Touré.

Að neðan má sjá svipmyndir úr leiknum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×