Þunglyndið sækir á unga í skammdeginu Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 2. janúar 2017 06:00 Konur eru líklegri til að þjást af skammdegisþunglyndi en karlar. Þeir sem eru þunglyndir fyrir finna einnig frekar fyrir einkennum. Fréttablaðið/GVA Þrátt fyrir heldur svartan og þungan vetur það sem af er hefur komum til sálfræðinga vegna skammdegisþunglyndis ekki fjölgað. Slíkt vandamál lýsir sér sem geðlægð sem hefst í kringum október og lýkur með hækkandi sól, yfirleitt í apríl. Rannsóknir sýna að konur eru líklegri en karlar til að fá skammdegisþunglyndi, þar að auki eru þeir sem eru þunglyndir fyrir líklegri til að finna fyrir einkennum en þeir sem ekki glíma við þunglyndi. Einkennin þegar skammdegisþunglyndi lætur á sér kræla eru yfirleitt depurð og áhugaleysi, vanvirkni, pirringur, orkuleysi, aukin matarlyst og svefnþörf getur aukist.Ljósameðferð er mikið notuð og hefur reynst vel við skammdegisþunglyndi. mynd/Eirberg„Eitt af einkennum skammdegisþunglyndis, og eitt af því sem aðgreinir skammdegisþunglyndi frá venjubundnu þunglyndi, er að fólk sækir í kolvetnisríka fæðu en við vitum ekki af hverju. Einnig er algengt að vinnugeta sé skert því það er erfitt er fara á fætur þegar mesta myrkrið stendur yfir og að fara af stað á morgnana,“ segir Magnús Blöndahl sálfræðingur. Magnús bendir á að skammdegisþunglyndi hrjái yfirleitt fólk á aldrinum 20 til 40 ára. Minna fer fyrir þessum kvilla hjá börnum og öldruðum. „Fyrsta meðferð hefur hingað til verið ljósalampi þar sem sá þunglyndi situr fyrir framan lampa með ákveðinn ljósstyrk í ákveðinn langan tíma hvern dag. Vandamálið við lampameðferð er að margir hætta henni því erfitt getur reynst að fylgja meðferð. Það þarf að sitja fyrir framan lampann í allt að tvo tíma á dag, daglega á meðan á meðferð stendur. En meðferðin hefur virkað vel. Sjálfur hef ég verið að nota hugræna atferlismeðferð, eða HAM. Hún er sú sálfræðimeðferð sem í dag hefur hvað mestar rannsóknarheimildir á bak við sig en hún gengur út á að þér líður eins og þú hugsar. Því gengur meðferðin út á að kortleggja hugsanir og hegðun þegar viðkomandi líður illa og athuga hvort hægt sé að hugsa og hegða sér á annan hátt sjúklingnum til heilla. Nýjustu rannsóknir hafa enn fremur sýnt að sértæk HAM-meðferð við skammdegisþunglyndi og ljósameðferð virka best.“ Samkvæmt upplýsingum frá Eirbergi er yfirleitt góð sala í ljósalömpum á dimmustu mánuðum ársins en lagerstaðan er ágæt. Elko er svipaða sögu að segja en þar eru til sölu bæði orkuljós og vekjaraklukkur sem líkja eftir sólarupprás. Mest lesið Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Þrátt fyrir heldur svartan og þungan vetur það sem af er hefur komum til sálfræðinga vegna skammdegisþunglyndis ekki fjölgað. Slíkt vandamál lýsir sér sem geðlægð sem hefst í kringum október og lýkur með hækkandi sól, yfirleitt í apríl. Rannsóknir sýna að konur eru líklegri en karlar til að fá skammdegisþunglyndi, þar að auki eru þeir sem eru þunglyndir fyrir líklegri til að finna fyrir einkennum en þeir sem ekki glíma við þunglyndi. Einkennin þegar skammdegisþunglyndi lætur á sér kræla eru yfirleitt depurð og áhugaleysi, vanvirkni, pirringur, orkuleysi, aukin matarlyst og svefnþörf getur aukist.Ljósameðferð er mikið notuð og hefur reynst vel við skammdegisþunglyndi. mynd/Eirberg„Eitt af einkennum skammdegisþunglyndis, og eitt af því sem aðgreinir skammdegisþunglyndi frá venjubundnu þunglyndi, er að fólk sækir í kolvetnisríka fæðu en við vitum ekki af hverju. Einnig er algengt að vinnugeta sé skert því það er erfitt er fara á fætur þegar mesta myrkrið stendur yfir og að fara af stað á morgnana,“ segir Magnús Blöndahl sálfræðingur. Magnús bendir á að skammdegisþunglyndi hrjái yfirleitt fólk á aldrinum 20 til 40 ára. Minna fer fyrir þessum kvilla hjá börnum og öldruðum. „Fyrsta meðferð hefur hingað til verið ljósalampi þar sem sá þunglyndi situr fyrir framan lampa með ákveðinn ljósstyrk í ákveðinn langan tíma hvern dag. Vandamálið við lampameðferð er að margir hætta henni því erfitt getur reynst að fylgja meðferð. Það þarf að sitja fyrir framan lampann í allt að tvo tíma á dag, daglega á meðan á meðferð stendur. En meðferðin hefur virkað vel. Sjálfur hef ég verið að nota hugræna atferlismeðferð, eða HAM. Hún er sú sálfræðimeðferð sem í dag hefur hvað mestar rannsóknarheimildir á bak við sig en hún gengur út á að þér líður eins og þú hugsar. Því gengur meðferðin út á að kortleggja hugsanir og hegðun þegar viðkomandi líður illa og athuga hvort hægt sé að hugsa og hegða sér á annan hátt sjúklingnum til heilla. Nýjustu rannsóknir hafa enn fremur sýnt að sértæk HAM-meðferð við skammdegisþunglyndi og ljósameðferð virka best.“ Samkvæmt upplýsingum frá Eirbergi er yfirleitt góð sala í ljósalömpum á dimmustu mánuðum ársins en lagerstaðan er ágæt. Elko er svipaða sögu að segja en þar eru til sölu bæði orkuljós og vekjaraklukkur sem líkja eftir sólarupprás.
Mest lesið Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira