Innkoma Costco viðskipti ársins Kristinn Ingi Jónsson skrifar 27. desember 2017 07:00 Brett Vigelskas, framkvæmdastjóri Costco á Íslandi, tók ásamt nokkrum starfsmönnum verslunarinnar við viðurkenningu Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis úr hendi Kristínar Þorsteinsdóttur aðalritstjóra. Vísir/Stefán Opnun verslunar bandaríska risans Costco í Kauptúni í Garðabæ er viðskipti ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Óhætt er að fullyrða að þessi næststærsta smásölukeðja Bandaríkjanna hafi hrist verulega upp í hérlendum smásölumarkaði, svo eftir hefur verið tekið, frá því að hún hóf innreið sína á markaðinn í maí síðastliðnum. „Erlendi verslunarrisinn gjörbreytti landslaginu í íslenskri verslun og heldur áfram að gera það,“ nefnir einn dómnefndarmaður Markaðarins. „Fáir eða enginn einstakur viðburður í íslensku atvinnulífi hefur haft eins víðtæk áhrif og sú viðskiptaákvörðun að opna Costco á árinu,“ segir annar úr dómnefndinni og bætir við: „Það er ekki nóg með að smásalan sé í uppnámi vegna algjörrar kerfisbreytingar á markaðinum, heldur stór hluti innflutningsfyrirtækja. Þegar við bætist aukning í vefverslun, sem er alþjóðleg í eðli sínu, er árið 2017 árið sem bylti smásölumarkaðinum.“ Smásalar, heildsalar og matvælaframleiðendur hafa þurft að leita margvíslegra leiða til þess að bregðast við komu Costco og þeirri umbyltingu sem innreið verslunarrisans, sem og aukin netverslun, hefur leitt til í íslenskri verslun. Áhrifanna fór raunar strax að gæta snemma árs 2014 þegar fyrst var greint frá því í fjölmiðlum að Costco hefði áhuga á því að hefja verslunarrekstur hér á landi. Þannig kom fram í Markaðinum í febrúar á þessu ári að sumir af stærstu heildsölum og matvælaframleiðendum landsins hefðu búið sig undir höggið, ef svo má segja, með því að semja við erlenda birgja sína um umtalsvert lægra innkaupsverð. Á daginn kom að mörg veitingahús og smærri verslanir sáu hag sínum best borgið með því að sneiða einfaldlega fram hjá heildsölunum og beina þess í stað viðskiptum sínum til Costco.Costco opnaði verslun sína í Kauptúni í Garðabæ 23. maí.Vísir/Eyþór Nokkur stærstu smásölufyrirtæki landsins, svo sem Hagar og N1, ákváðu að mæta nýjum keppinaut með því að færa enn frekar út kvíarnar. Hagar skrifuðu undir samning um kaup á öllu hlutafé í Olís, en yfirtakan er háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Eftirlitsstofnunin ógilti einmitt kaup Haga á Lyfju í sumar, mörgum að óvörum. Viðbrögð Haga virðast þó ekki hafa hughreyst fjárfesta, en til marks um það hefur hlutabréfaverð í félaginu hríðfallið, um meira en 35 prósent, frá því að Costco opnaði verslun sína. Sendi félagið auk þess í tvígang frá sér afkomuviðvörun í sumar þar sem fram kom að sölusamdráttur hefði orðið í júní og júlí. Einn dómnefndarmaður nefnir að Hagar hafi sýnt algjört viðbragðsleysi við innkomu Costco. „Markaðurinn sýndi með afgerandi hætti hversu litla trú hann hefur á stjórnendum félaganna en lífeyrissjóðirnir sem eiga stærstan hluta drukku kaffi.“ Þá festi N1 kaup á Festi, næststærsta smásölufélagi landsins sem rekur meðal annars 17 verslanir undir merkjum Krónunnar. Sameinað félag mun velta um 75 til 80 milljörðum króna á ári.Áhrifin líkast til vanmetin Einn úr dómnefndinni bendir á að áhrifa af komu Costco hafi ekki aðeins gætt í smásölu og heildsölu, svo sem með sameiningu Haga og Olís og N1 og Festar, lokun verslunar Kosts við Dalveg í Kópavogi og minnkandi áhrifum heildsala, heldur hafi gæði hjá framleiðendum, til dæmis kjötvara og eldislax, jafnframt aukist. Einnig hafi eldsneytismarkaðurinn breyst. Enn annar dómnefndarmaður tekur fram að áhrifin af komu verslunarrisans virðist hafa verið vanmetin heilt yfir á markaðinum. „Að mínu mati hefur átt sér stað varanleg breyting með aukinni samkeppni, sem kemur viðskiptavinum á Íslandi til góða.“ Annar úr dómnefndinni bendir á að neytendur hafi tekið innkomu Costco opnum örmum með góðum áhrifum á pyngjuna. „Það sannaðist að með einfaldara regluverki, afnámi tolla og vörugjalda, var hægt að opna samkeppni á fákeppnismarkaði. Það er gleðiefni.“ Ýmis önnur viðskipti komust á blað Margir álitsgjafar nefndu kaup olíufélagsins N1 á Festi, næststærsta smásölufélagi landsins, sem viðskipti ársins. Enn er beðið ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins sem þarf að leggja blessun sína yfir kaupin. „Kaupin eru ígildi skráningar á stóru fyrirtæki á markaðinn,“ segir einn dómnefndarmaður. Annar bendir á að N1 muni með kaupunum sýna fram á að sókn sé besta vörnin. Kaupin séu ef til vill þau viðskipti sem gefi hvað mesta von og séu því jákvæðust á árinu. „Með þessari yfirtöku verður N1 næststærsta verslunarfyrirtæki landsins. Mikil hagræðing ætti að fást út úr þessum samruna,“ nefnir einn. Kaup þriggja vogunarsjóða og fjárfestingarbankans Goldman Sachs á tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka fyrir um 49 milljarða króna voru nokkrum dómnefndarmönnum hugleikin. „Kaupin, sem komu strax í kjölfar afléttingar fjármagnshafta, mörkuðu hálfgerð tímamót í íslensku fjármálakerfi og voru ótvíræð traustsyfirlýsing við stöðu efnahagsmála hér á landi,“ segir í rökstuðningi eins dómnefndarmanns. Annar segir að með kaupunum hafi kaupendurnir, sem eru meðal kröfuhafa Kaupþings, „stöðvað ágang og frekju stærstu íslensku lífeyrissjóðanna sem virðast stundum halda að þeir stjórni atvinnulífinu á Íslandi“. Þá bendir enn einn á að erlendir aðilar hafi ekki átt svo stóran hlut í kerfislega mikilvægum banka hér á landi frá því lýðveldið var stofnað. „Verðið var hagstætt sem endurspeglar pólitíska áhættu hér á landi, óhagstætt skattumhverfi fjármálafyrirtækja og þá staðreynd að þetta er fyrsta slíka salan.“Kaup N1 á Festi, sem bíða samþykkis Samkeppniseftirlitsins, voru nefnd sem bestu viðskipti ársins.Vísir/VilhelmKaup Fjarskipta á öllum eignum og rekstri 365 miðla, að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour, voru jafnframt nefnd til sögunnar sem viðskipti ársins. „Þetta eru góð viðskipti fyrir báða aðila sem og fjarskiptamarkaðinn í heild. Vodafone er komið í efnisveitu og er sterkara í samkeppninni fyrir vikið. 365 kemur flestum miðlunum í öruggt skjól. Fjarskiptamarkaðurinn verður sjálfbærari þar sem það dregur úr ósjálfbærri samkeppni.“ Sala íslenskra fjárfesta og lífeyrissjóða á 75 prósenta hlut í Keahótelum, þriðju stærstu hótelkeðju landsins, til bandaríska fasteignafélagsins JL Properties og eignastýringarfélagsins Pt Capital Advisors fyrir um 5,5 milljarða króna var einnig tilnefnd. „Hótelkeðjan var upphaflega keypt fyrir slikk og er svo seld á hátindi uppsveiflunnar í ferðaþjónustu, og á tímum eins hæsta gildis krónunnar, til erlendra aðila,“ segir einn dómnefndarmaður. Ingibjörg Pálmadóttir, forstjóri 365, og Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone. "Þetta eru góð viðskipti fyrir báða aðila sem og fjarskiptamarkaðinn í heild. Vodafone er komið í efnisveitu og er sterkara í samkeppninni fyrir vikið,“ sagði einn álitsgjafi um kaupin.Vísir/VilhelmNokkrir í dómnefndinni nefndu útgáfu ríkisins á 500 milljóna evra skuldabréfum fyrr í mánuðinum sem best heppnuðu viðskipti ársins. „Þau frábæru vaxtakjör sem ríkið fékk undirstrikar tiltrú alþjóðlegra fjárfesta á Íslandi og þeim viðsnúningi sem hefur orðið í efnahagslífi landsins. Ríkissjóður hefur aldrei tekið lán á hagstæðari kjörum og því markar útgáfan tímamót. Magnaður árangur að ná slíkum kjörum minna en áratug frá banka- og gjaldeyrishruninu.“ Sala Framtakssjóðs Íslands á Icelandic Group í einingum komst einnig á blað og var þá tiltekið að sú ákvörðun sjóðsins að selja félagið fremur í einingum en heilu lagi hefði skilað hluthöfum, almenningi í landinu, einstaklega góðri ávöxtun. Önnur viðskipti sem voru tilnefnd voru meðal annars kaup íslenskra fjárfesta og TM á ríflega helmingshlut í Stoðum, sem á 8,87% hlut í drykkjarframleiðandanum Refresco Group, kaup Kviku fjárfestingarbanka á Virðingu og Öldu sjóðum og sala á 69 prósenta hlut í Ölgerðinni sem gekk í gegn í aprílmánuði. Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Opnun verslunar bandaríska risans Costco í Kauptúni í Garðabæ er viðskipti ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Óhætt er að fullyrða að þessi næststærsta smásölukeðja Bandaríkjanna hafi hrist verulega upp í hérlendum smásölumarkaði, svo eftir hefur verið tekið, frá því að hún hóf innreið sína á markaðinn í maí síðastliðnum. „Erlendi verslunarrisinn gjörbreytti landslaginu í íslenskri verslun og heldur áfram að gera það,“ nefnir einn dómnefndarmaður Markaðarins. „Fáir eða enginn einstakur viðburður í íslensku atvinnulífi hefur haft eins víðtæk áhrif og sú viðskiptaákvörðun að opna Costco á árinu,“ segir annar úr dómnefndinni og bætir við: „Það er ekki nóg með að smásalan sé í uppnámi vegna algjörrar kerfisbreytingar á markaðinum, heldur stór hluti innflutningsfyrirtækja. Þegar við bætist aukning í vefverslun, sem er alþjóðleg í eðli sínu, er árið 2017 árið sem bylti smásölumarkaðinum.“ Smásalar, heildsalar og matvælaframleiðendur hafa þurft að leita margvíslegra leiða til þess að bregðast við komu Costco og þeirri umbyltingu sem innreið verslunarrisans, sem og aukin netverslun, hefur leitt til í íslenskri verslun. Áhrifanna fór raunar strax að gæta snemma árs 2014 þegar fyrst var greint frá því í fjölmiðlum að Costco hefði áhuga á því að hefja verslunarrekstur hér á landi. Þannig kom fram í Markaðinum í febrúar á þessu ári að sumir af stærstu heildsölum og matvælaframleiðendum landsins hefðu búið sig undir höggið, ef svo má segja, með því að semja við erlenda birgja sína um umtalsvert lægra innkaupsverð. Á daginn kom að mörg veitingahús og smærri verslanir sáu hag sínum best borgið með því að sneiða einfaldlega fram hjá heildsölunum og beina þess í stað viðskiptum sínum til Costco.Costco opnaði verslun sína í Kauptúni í Garðabæ 23. maí.Vísir/Eyþór Nokkur stærstu smásölufyrirtæki landsins, svo sem Hagar og N1, ákváðu að mæta nýjum keppinaut með því að færa enn frekar út kvíarnar. Hagar skrifuðu undir samning um kaup á öllu hlutafé í Olís, en yfirtakan er háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Eftirlitsstofnunin ógilti einmitt kaup Haga á Lyfju í sumar, mörgum að óvörum. Viðbrögð Haga virðast þó ekki hafa hughreyst fjárfesta, en til marks um það hefur hlutabréfaverð í félaginu hríðfallið, um meira en 35 prósent, frá því að Costco opnaði verslun sína. Sendi félagið auk þess í tvígang frá sér afkomuviðvörun í sumar þar sem fram kom að sölusamdráttur hefði orðið í júní og júlí. Einn dómnefndarmaður nefnir að Hagar hafi sýnt algjört viðbragðsleysi við innkomu Costco. „Markaðurinn sýndi með afgerandi hætti hversu litla trú hann hefur á stjórnendum félaganna en lífeyrissjóðirnir sem eiga stærstan hluta drukku kaffi.“ Þá festi N1 kaup á Festi, næststærsta smásölufélagi landsins sem rekur meðal annars 17 verslanir undir merkjum Krónunnar. Sameinað félag mun velta um 75 til 80 milljörðum króna á ári.Áhrifin líkast til vanmetin Einn úr dómnefndinni bendir á að áhrifa af komu Costco hafi ekki aðeins gætt í smásölu og heildsölu, svo sem með sameiningu Haga og Olís og N1 og Festar, lokun verslunar Kosts við Dalveg í Kópavogi og minnkandi áhrifum heildsala, heldur hafi gæði hjá framleiðendum, til dæmis kjötvara og eldislax, jafnframt aukist. Einnig hafi eldsneytismarkaðurinn breyst. Enn annar dómnefndarmaður tekur fram að áhrifin af komu verslunarrisans virðist hafa verið vanmetin heilt yfir á markaðinum. „Að mínu mati hefur átt sér stað varanleg breyting með aukinni samkeppni, sem kemur viðskiptavinum á Íslandi til góða.“ Annar úr dómnefndinni bendir á að neytendur hafi tekið innkomu Costco opnum örmum með góðum áhrifum á pyngjuna. „Það sannaðist að með einfaldara regluverki, afnámi tolla og vörugjalda, var hægt að opna samkeppni á fákeppnismarkaði. Það er gleðiefni.“ Ýmis önnur viðskipti komust á blað Margir álitsgjafar nefndu kaup olíufélagsins N1 á Festi, næststærsta smásölufélagi landsins, sem viðskipti ársins. Enn er beðið ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins sem þarf að leggja blessun sína yfir kaupin. „Kaupin eru ígildi skráningar á stóru fyrirtæki á markaðinn,“ segir einn dómnefndarmaður. Annar bendir á að N1 muni með kaupunum sýna fram á að sókn sé besta vörnin. Kaupin séu ef til vill þau viðskipti sem gefi hvað mesta von og séu því jákvæðust á árinu. „Með þessari yfirtöku verður N1 næststærsta verslunarfyrirtæki landsins. Mikil hagræðing ætti að fást út úr þessum samruna,“ nefnir einn. Kaup þriggja vogunarsjóða og fjárfestingarbankans Goldman Sachs á tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka fyrir um 49 milljarða króna voru nokkrum dómnefndarmönnum hugleikin. „Kaupin, sem komu strax í kjölfar afléttingar fjármagnshafta, mörkuðu hálfgerð tímamót í íslensku fjármálakerfi og voru ótvíræð traustsyfirlýsing við stöðu efnahagsmála hér á landi,“ segir í rökstuðningi eins dómnefndarmanns. Annar segir að með kaupunum hafi kaupendurnir, sem eru meðal kröfuhafa Kaupþings, „stöðvað ágang og frekju stærstu íslensku lífeyrissjóðanna sem virðast stundum halda að þeir stjórni atvinnulífinu á Íslandi“. Þá bendir enn einn á að erlendir aðilar hafi ekki átt svo stóran hlut í kerfislega mikilvægum banka hér á landi frá því lýðveldið var stofnað. „Verðið var hagstætt sem endurspeglar pólitíska áhættu hér á landi, óhagstætt skattumhverfi fjármálafyrirtækja og þá staðreynd að þetta er fyrsta slíka salan.“Kaup N1 á Festi, sem bíða samþykkis Samkeppniseftirlitsins, voru nefnd sem bestu viðskipti ársins.Vísir/VilhelmKaup Fjarskipta á öllum eignum og rekstri 365 miðla, að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour, voru jafnframt nefnd til sögunnar sem viðskipti ársins. „Þetta eru góð viðskipti fyrir báða aðila sem og fjarskiptamarkaðinn í heild. Vodafone er komið í efnisveitu og er sterkara í samkeppninni fyrir vikið. 365 kemur flestum miðlunum í öruggt skjól. Fjarskiptamarkaðurinn verður sjálfbærari þar sem það dregur úr ósjálfbærri samkeppni.“ Sala íslenskra fjárfesta og lífeyrissjóða á 75 prósenta hlut í Keahótelum, þriðju stærstu hótelkeðju landsins, til bandaríska fasteignafélagsins JL Properties og eignastýringarfélagsins Pt Capital Advisors fyrir um 5,5 milljarða króna var einnig tilnefnd. „Hótelkeðjan var upphaflega keypt fyrir slikk og er svo seld á hátindi uppsveiflunnar í ferðaþjónustu, og á tímum eins hæsta gildis krónunnar, til erlendra aðila,“ segir einn dómnefndarmaður. Ingibjörg Pálmadóttir, forstjóri 365, og Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone. "Þetta eru góð viðskipti fyrir báða aðila sem og fjarskiptamarkaðinn í heild. Vodafone er komið í efnisveitu og er sterkara í samkeppninni fyrir vikið,“ sagði einn álitsgjafi um kaupin.Vísir/VilhelmNokkrir í dómnefndinni nefndu útgáfu ríkisins á 500 milljóna evra skuldabréfum fyrr í mánuðinum sem best heppnuðu viðskipti ársins. „Þau frábæru vaxtakjör sem ríkið fékk undirstrikar tiltrú alþjóðlegra fjárfesta á Íslandi og þeim viðsnúningi sem hefur orðið í efnahagslífi landsins. Ríkissjóður hefur aldrei tekið lán á hagstæðari kjörum og því markar útgáfan tímamót. Magnaður árangur að ná slíkum kjörum minna en áratug frá banka- og gjaldeyrishruninu.“ Sala Framtakssjóðs Íslands á Icelandic Group í einingum komst einnig á blað og var þá tiltekið að sú ákvörðun sjóðsins að selja félagið fremur í einingum en heilu lagi hefði skilað hluthöfum, almenningi í landinu, einstaklega góðri ávöxtun. Önnur viðskipti sem voru tilnefnd voru meðal annars kaup íslenskra fjárfesta og TM á ríflega helmingshlut í Stoðum, sem á 8,87% hlut í drykkjarframleiðandanum Refresco Group, kaup Kviku fjárfestingarbanka á Virðingu og Öldu sjóðum og sala á 69 prósenta hlut í Ölgerðinni sem gekk í gegn í aprílmánuði. Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira