Innlent

Innkalla Ora fiskibollur

Kjartan Kjartansson skrifar
Ekki var tilgreint að hveiti væri í fiskibollunum á umbúðum vörunnar.
Ekki var tilgreint að hveiti væri í fiskibollunum á umbúðum vörunnar.
ÍSAM hefur ákveðið að innkalla Ora fiskibollur í tómatsósu með kartöflum vegna þess að ofnæmisvaldur var ekki tilgreindur á umbúðum þeirra. Bollurnar hafa einnig verið teknar úr sölu.

Í tilkynningu frá ÍSAM/ORA kemur fram að ekki hafi komið fram í innihaldslýsingu vörunnar að í henni væri hveiti.

Neytendum sem keypt hafa umrædda vöru og eru viðkvæmir fyrir hveiti er bent á að neyta hennar ekki heldur farga eða skila henni til ÍSAM, Tunguhálsi 11, 110 Reykjavík. Einnig má hafa samband við gæðastjóra Ora í síma 522 2770 eða á netfangið helgam@ora.is.

„ÍSAM/ORA biður neytendur velvirðingar á þessum mistökum og á þeim óþægindum sem af þessu getur skapast,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×