Jón Steinar segir lögmenn sem hengda uppá snaga hjá dómurum Jakob Bjarnar skrifar 21. desember 2017 14:22 Jón Steinar hefur eitt og annað við Lögmannafélagið að athuga. Lögmannafélag Íslands hefur hafnað ósk Jóns Steinars Gunnlaugssonar lögmanns um almennan félagsfund. Jón Steinar sjálfur segir þessa niðurstöðu sæta furðu og það sem meira er: Hann telur lögmenn sem hengda uppá snaga hjá dómurum. Arnar Þór Stefánsson, hæstaréttarlögmaður og varaformaður félagsins, segir það ískalt mat að félagar eiga ekki lögvarinn rétt á að haldinn sé fundur um hvað eina sem þeim dettur í hug. Vísir greindi frá þessu erindi en tilefni áskorunar lögmannsins var fundur Dómarafélags Íslands þar sem bók hans var til umfjöllunar með fremur óvægnum hætti að mati Jóns Steinars. Honum þykir hart að hafa ekki gefst færi á að bera hönd yfir höfuð sér. „Það er að mínum dómi ekki sæmandi félögum og trúnaðarmönnum starfandi lögfræðinga að veitast að fjarstöddum mönnum með stórmælum,“ sagði Jón Steinar af því tilefni og vísar þá til tölu sem Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélagsins, hélt við þetta tilefni.Jón Steinar furðar sig stjórninniBréfið frá stjórn Lögmannafélagsins er skorinort: Um efnið vísast í bréf þitt til stjórnar Lögmannafélags Íslands dags. 27. nóvember sl. þar sem gerð er tillaga um að félagið standi fyrir fundi til að ræða efni bókar þinnar „Með lognið í fangið“. Stjórn Lögmannafélagsins hefur fjallað um erindi þitt en telur ekki efni til að boða til sérstaks fundar til að fjalla um efni bókarinnar.“ Og undir ritar Ingimar Ingason framkvæmdastjóri. „Þessi afgreiðsla á erindi mínu vekur undrun,“ segir Jón Steinar í samtali við Vísi. Og bætir því við að hann hefði talið að félag málflutningsmanna bæri, eða ætti að bera, virðingu fyrir tjáskiptum og því að fella ekki dóma án þess að menn hafi átt þess kost að tjá sig. „Þess vegna átti ég von á því að vel yrði tekið í að halda þennan fund. Ef einhver annar aðili hér í samfélaginu hefur áhuga á að halda svona fund og bjóða mér, formanni Lögmannafélagsins og eftir atvikum einhverjum úr dómarafélaginu ef vill, til að fjalla um bók mína og þá ætlaðar misfellur í henni þá væri það vel þegið af minni hálfu.“Á snaga hjá dómurumErtu þá þeirrar skoðunar að það megi greina það viðhorf hjá Lögmannafélaginu og lögmönnum þá almennt að þeir leggi allt kapp á að eiga gott veður hjá lögmönnum?Arnar Þór segir félaga ekki eiga lögvarinn rétt á að krefjast fundar um hvað eina.„Því miður finnst mér það. Ekki síst undir þeirri stjórn sem nú situr í félaginu. Það þurfti sérstaka áskorun til að fá félagið til að halda fund um valdbeitingu hæstaréttar gagnvart málflytjendum, að stytta ræðutímann með einhliða ákvörðunum. Andstætt lögum að mínum dómi. Vildu ekki hreyfa sig sem er furðulegt. Eins og félagið sé eins og hengt uppá snaga hjá dómurum.“Einróma niðurstaða stjórnarReimar Pétursson formaður er staddur erlendis en varaformaður er sem áður sagði Arnar Þór Stefánsson, hæstaréttarlögmaður. Hann segir að um einróma niðurstöðu stjórnar hafi verið að ræða og kannski ekki meira um það að segja. „Félagar eiga ekki lögvarinn rétt á að haldinn sé fundur um hvað eina sem þeim dettur í hug,“ segir Arnar Þór – slíkt sé hið ískalda mat. Hann bendir á að Jón Steinar, sem er heiðursfélagi, eigi þann kost að fá tiltekinn fjölda félaga til að undirrita ósk um félagsfund. „Það er honum frjálst, sem og öðrum félagsmönnum. Og þá yrði að sjálfsögðu orðið við þeim tilmælum, í samræmi við samþykkir.“ Tengdar fréttir Fordæmdi fréttir um dómara Formaður Dómarafélags Íslands gerði fjölmiðlaumfjöllun um dómara að aðalefni setningarræðu sinnar á aðalfundi félagsins í gær. Fullyrti þvert á niðurstöðu siðanefndar Blaðamannafélagsins og Fjölmiðlanefndar. 25. nóvember 2017 07:00 Jón Steinar telur Reimar sneiða að sér með ósæmilegum hætti Jón Steinar Gunnlaugsson skorar á stjórn lögmannafélagsins að halda opinn fund. 4. desember 2017 11:45 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Lögmannafélag Íslands hefur hafnað ósk Jóns Steinars Gunnlaugssonar lögmanns um almennan félagsfund. Jón Steinar sjálfur segir þessa niðurstöðu sæta furðu og það sem meira er: Hann telur lögmenn sem hengda uppá snaga hjá dómurum. Arnar Þór Stefánsson, hæstaréttarlögmaður og varaformaður félagsins, segir það ískalt mat að félagar eiga ekki lögvarinn rétt á að haldinn sé fundur um hvað eina sem þeim dettur í hug. Vísir greindi frá þessu erindi en tilefni áskorunar lögmannsins var fundur Dómarafélags Íslands þar sem bók hans var til umfjöllunar með fremur óvægnum hætti að mati Jóns Steinars. Honum þykir hart að hafa ekki gefst færi á að bera hönd yfir höfuð sér. „Það er að mínum dómi ekki sæmandi félögum og trúnaðarmönnum starfandi lögfræðinga að veitast að fjarstöddum mönnum með stórmælum,“ sagði Jón Steinar af því tilefni og vísar þá til tölu sem Reimar Pétursson, formaður Lögmannafélagsins, hélt við þetta tilefni.Jón Steinar furðar sig stjórninniBréfið frá stjórn Lögmannafélagsins er skorinort: Um efnið vísast í bréf þitt til stjórnar Lögmannafélags Íslands dags. 27. nóvember sl. þar sem gerð er tillaga um að félagið standi fyrir fundi til að ræða efni bókar þinnar „Með lognið í fangið“. Stjórn Lögmannafélagsins hefur fjallað um erindi þitt en telur ekki efni til að boða til sérstaks fundar til að fjalla um efni bókarinnar.“ Og undir ritar Ingimar Ingason framkvæmdastjóri. „Þessi afgreiðsla á erindi mínu vekur undrun,“ segir Jón Steinar í samtali við Vísi. Og bætir því við að hann hefði talið að félag málflutningsmanna bæri, eða ætti að bera, virðingu fyrir tjáskiptum og því að fella ekki dóma án þess að menn hafi átt þess kost að tjá sig. „Þess vegna átti ég von á því að vel yrði tekið í að halda þennan fund. Ef einhver annar aðili hér í samfélaginu hefur áhuga á að halda svona fund og bjóða mér, formanni Lögmannafélagsins og eftir atvikum einhverjum úr dómarafélaginu ef vill, til að fjalla um bók mína og þá ætlaðar misfellur í henni þá væri það vel þegið af minni hálfu.“Á snaga hjá dómurumErtu þá þeirrar skoðunar að það megi greina það viðhorf hjá Lögmannafélaginu og lögmönnum þá almennt að þeir leggi allt kapp á að eiga gott veður hjá lögmönnum?Arnar Þór segir félaga ekki eiga lögvarinn rétt á að krefjast fundar um hvað eina.„Því miður finnst mér það. Ekki síst undir þeirri stjórn sem nú situr í félaginu. Það þurfti sérstaka áskorun til að fá félagið til að halda fund um valdbeitingu hæstaréttar gagnvart málflytjendum, að stytta ræðutímann með einhliða ákvörðunum. Andstætt lögum að mínum dómi. Vildu ekki hreyfa sig sem er furðulegt. Eins og félagið sé eins og hengt uppá snaga hjá dómurum.“Einróma niðurstaða stjórnarReimar Pétursson formaður er staddur erlendis en varaformaður er sem áður sagði Arnar Þór Stefánsson, hæstaréttarlögmaður. Hann segir að um einróma niðurstöðu stjórnar hafi verið að ræða og kannski ekki meira um það að segja. „Félagar eiga ekki lögvarinn rétt á að haldinn sé fundur um hvað eina sem þeim dettur í hug,“ segir Arnar Þór – slíkt sé hið ískalda mat. Hann bendir á að Jón Steinar, sem er heiðursfélagi, eigi þann kost að fá tiltekinn fjölda félaga til að undirrita ósk um félagsfund. „Það er honum frjálst, sem og öðrum félagsmönnum. Og þá yrði að sjálfsögðu orðið við þeim tilmælum, í samræmi við samþykkir.“
Tengdar fréttir Fordæmdi fréttir um dómara Formaður Dómarafélags Íslands gerði fjölmiðlaumfjöllun um dómara að aðalefni setningarræðu sinnar á aðalfundi félagsins í gær. Fullyrti þvert á niðurstöðu siðanefndar Blaðamannafélagsins og Fjölmiðlanefndar. 25. nóvember 2017 07:00 Jón Steinar telur Reimar sneiða að sér með ósæmilegum hætti Jón Steinar Gunnlaugsson skorar á stjórn lögmannafélagsins að halda opinn fund. 4. desember 2017 11:45 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Fordæmdi fréttir um dómara Formaður Dómarafélags Íslands gerði fjölmiðlaumfjöllun um dómara að aðalefni setningarræðu sinnar á aðalfundi félagsins í gær. Fullyrti þvert á niðurstöðu siðanefndar Blaðamannafélagsins og Fjölmiðlanefndar. 25. nóvember 2017 07:00
Jón Steinar telur Reimar sneiða að sér með ósæmilegum hætti Jón Steinar Gunnlaugsson skorar á stjórn lögmannafélagsins að halda opinn fund. 4. desember 2017 11:45