Innlent

Fleiri landsmenn með gervitré en lifandi tré

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Færri landsmenn eru með lifandi jólatré í stofunni.
Færri landsmenn eru með lifandi jólatré í stofunni. vísir/ernir
Gervitré eru að verða töluvert algengari á heimilum landsmanna heldur en lifandi tré ef marka má könnun MMR varðandi það hvort landsmenn séu með jólatré heima í ár.

Samkvæmt könnuninni setja tæp 55 prósent Íslendinga upp gervitré og rúm 32 prósent lifandi tré. 13 prósent ætla svo ekki að setja upp jólatré.

„Íslendingar á aldrinum 30-49 ára eru líklegri en aðrir aldurshópar til að setja upp jólatré.

Stuðningsfólk Pírata (16%) og Vinstri grænna (16%) reyndust líklegri en stuðningsfólk annarra flokka til að setja ekki upp jólatré en fylgjendur Miðflokksins (100%) og Flokks fólksins (98%) reyndust líklegust til að setja upp jólatré,“ segir í tilkynningu frá MMR.

Könnunin var framkvæmd dagana 12. til 15. desember 2017 og var heildarfjöldi nemenda 923 einstaklingar, 18 ára og eldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×