Forsetinn vinnur sinn fyrsta stóra sigur á Bandaríkjaþingi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. desember 2017 07:15 Repúblikanar í öldungadeildinni glöddust yfir sigri sínum. Nordicphotos/AFP Öldungadeild bandaríska þingsins samþykkti í fyrrinótt umfangsmiklar breytingar á skattalöggjöf landsins. Um er að ræða mestu breytingar í þrjá áratugi, að því er BBC greinir frá. Á meðal helstu breytinga er lækkun skatta á fyrirtæki úr 35 prósentum í 21 prósent og tímabundin lækkun tekjuskatts. Þá er erfðafjárskattur lækkaður sem og skattur á eignir utan Bandaríkjanna. Deildar meiningar eru um ágæti breytinganna en 51 Repúblikani greiddi atkvæði með þeim og allir Demókratarnir 48 á móti. Einn þingmaður sat hjá. Leiðin í gegnum fulltrúadeildina var greiðari þar sem 227 greiddu atkvæði með, 203 á móti. Demókratar hafa haldið því fram að breytingarnar séu til þess fallnar að auka hag hinna ríkustu á kostnað ríkissjóðs. Halli ríkissjóðs muni aukast verulega. Chuck Schumer, þingflokksformaður Demókrata í öldungadeildinni, varaði Repúblikana við því að þeir myndu gjalda fyrir breytingarnar í þingkosningum næsta árs. „Þetta er svo rotið að í framtíðinni munu Repúblikanar forðast að minnast á að hafa greitt atkvæði með þessum breytingum,“ sagði Schumer. Repúblikanar eru ósammála mati andstæðinga sinna. Hafa þeir sagt að breytingarnar muni auka hagvöxt og bæta hag landsmanna allra. „Í dag fögnum við því að við séum að færa öllum landsmönnum peningana sína til baka. Þetta eru nú einu sinni þeirra peningar,“ sagði Paul Ryan, forseti öldungadeildarinnar, þegar frumvarpið var samþykkt. Samkvæmt greiningu BBC mun nýja skattalöggjöfin koma sér einna best fyrir fjölþjóðleg stórfyrirtæki. Vellauðugir einstaklingar munu líka hagnast mikið á breytingunum. Ýmsar aðrar breytingar, ótengdar sköttum, læddust inn í frumvarpið og hafa þær verið umdeildar. Til að mynda var heimilað að bora eftir olíu á áður friðlýstum svæðum í Alaska. Frumvarpið er þó ekki fullsamþykkt þar sem upp komst á síðustu stundu að þrjár vinnulagsreglur hefðu verið brotnar. Var orðalagi frumvarpsins því breytt lítillega. Af þeirri ástæðu mun fulltrúadeild þingsins þurfa að kjósa um frumvarpið á ný. Ekki þykir líklegt að fulltrúadeildin breyti afstöðu sinni. „Endurtekin atkvæðagreiðsla fulltrúadeildarinnar er til marks um hroðvirknisleg vinnubrögð Repúblikana,“ sagði Nancy Pelosi, þingflokksformaður Demókrata í fulltrúadeildinni, í gær. John Kennedy, öldungadeildarþingmaður Repúblikana, sagði hins vegar að um væri að ræða mannleg mistök. „Þetta eru ekki beint endalok vestræns samfélags,“ sagði hann, kíminn. Donald Trump forseti varðist gagnrýni á frumvarpið á Twitter í gær. „Skattalækkanirnar eru svo miklar og mikilvægar. Samt vinna falsfréttamenn yfirvinnu til þess að fylgja fordæmi sigraðra vina sinna, Demókrata, og reyna að gera lítið úr lækkununum. Niðurstöðurnar munu tala sínu máli og það fljótlega. Störf, störf, störf,“ tísti Trump. Um er að ræða fyrsta stóra sigur Bandaríkjaforseta á sviði löggjafar. Áður hafði honum til að mynda mistekist að afnema löggjöf Baracks Obama, fyrirrennara síns, um sjúkratryggingar. Þótti það mikill ósigur í ljósi þess að Repúblikanar hafa meirihluta í báðum deildum þingsins. Líkt og með Obamacare voru atkvæði nú greidd eftir flokkslínum. En rétt eins og eitt þing getur samþykkt ný lög getur annað fellt þau úr gildi. Því má búast við, að því er CNN telur, að afnám skattalöggjafarinnar sameini Demókrata á sama hátt og afnám Obamacare hefur sameinað Repúblikana. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Öldungadeild bandaríska þingsins samþykkti í fyrrinótt umfangsmiklar breytingar á skattalöggjöf landsins. Um er að ræða mestu breytingar í þrjá áratugi, að því er BBC greinir frá. Á meðal helstu breytinga er lækkun skatta á fyrirtæki úr 35 prósentum í 21 prósent og tímabundin lækkun tekjuskatts. Þá er erfðafjárskattur lækkaður sem og skattur á eignir utan Bandaríkjanna. Deildar meiningar eru um ágæti breytinganna en 51 Repúblikani greiddi atkvæði með þeim og allir Demókratarnir 48 á móti. Einn þingmaður sat hjá. Leiðin í gegnum fulltrúadeildina var greiðari þar sem 227 greiddu atkvæði með, 203 á móti. Demókratar hafa haldið því fram að breytingarnar séu til þess fallnar að auka hag hinna ríkustu á kostnað ríkissjóðs. Halli ríkissjóðs muni aukast verulega. Chuck Schumer, þingflokksformaður Demókrata í öldungadeildinni, varaði Repúblikana við því að þeir myndu gjalda fyrir breytingarnar í þingkosningum næsta árs. „Þetta er svo rotið að í framtíðinni munu Repúblikanar forðast að minnast á að hafa greitt atkvæði með þessum breytingum,“ sagði Schumer. Repúblikanar eru ósammála mati andstæðinga sinna. Hafa þeir sagt að breytingarnar muni auka hagvöxt og bæta hag landsmanna allra. „Í dag fögnum við því að við séum að færa öllum landsmönnum peningana sína til baka. Þetta eru nú einu sinni þeirra peningar,“ sagði Paul Ryan, forseti öldungadeildarinnar, þegar frumvarpið var samþykkt. Samkvæmt greiningu BBC mun nýja skattalöggjöfin koma sér einna best fyrir fjölþjóðleg stórfyrirtæki. Vellauðugir einstaklingar munu líka hagnast mikið á breytingunum. Ýmsar aðrar breytingar, ótengdar sköttum, læddust inn í frumvarpið og hafa þær verið umdeildar. Til að mynda var heimilað að bora eftir olíu á áður friðlýstum svæðum í Alaska. Frumvarpið er þó ekki fullsamþykkt þar sem upp komst á síðustu stundu að þrjár vinnulagsreglur hefðu verið brotnar. Var orðalagi frumvarpsins því breytt lítillega. Af þeirri ástæðu mun fulltrúadeild þingsins þurfa að kjósa um frumvarpið á ný. Ekki þykir líklegt að fulltrúadeildin breyti afstöðu sinni. „Endurtekin atkvæðagreiðsla fulltrúadeildarinnar er til marks um hroðvirknisleg vinnubrögð Repúblikana,“ sagði Nancy Pelosi, þingflokksformaður Demókrata í fulltrúadeildinni, í gær. John Kennedy, öldungadeildarþingmaður Repúblikana, sagði hins vegar að um væri að ræða mannleg mistök. „Þetta eru ekki beint endalok vestræns samfélags,“ sagði hann, kíminn. Donald Trump forseti varðist gagnrýni á frumvarpið á Twitter í gær. „Skattalækkanirnar eru svo miklar og mikilvægar. Samt vinna falsfréttamenn yfirvinnu til þess að fylgja fordæmi sigraðra vina sinna, Demókrata, og reyna að gera lítið úr lækkununum. Niðurstöðurnar munu tala sínu máli og það fljótlega. Störf, störf, störf,“ tísti Trump. Um er að ræða fyrsta stóra sigur Bandaríkjaforseta á sviði löggjafar. Áður hafði honum til að mynda mistekist að afnema löggjöf Baracks Obama, fyrirrennara síns, um sjúkratryggingar. Þótti það mikill ósigur í ljósi þess að Repúblikanar hafa meirihluta í báðum deildum þingsins. Líkt og með Obamacare voru atkvæði nú greidd eftir flokkslínum. En rétt eins og eitt þing getur samþykkt ný lög getur annað fellt þau úr gildi. Því má búast við, að því er CNN telur, að afnám skattalöggjafarinnar sameini Demókrata á sama hátt og afnám Obamacare hefur sameinað Repúblikana.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira