Star Wars: The Last Jedi - Skemmtilegt kraðak af mistökum Samúel Karl Ólason skrifar 21. desember 2017 09:15 Star Wars: The Last Jedi er tiltölulega ný komin út og hefur hún notið mikilla vinsælda. Áhorfendur eru þó ekki allir sammála um það hve góð þessi mynd er og í rauninni hvort hún sé yfir höfuð góð. Ég hef séð marga tala vel um þessa mynd og jafnvel segja hana eina bestu Star Wars myndunum. Í aðdraganda þessarar greinar hefur mér verið bent á að ég sé vanhæfur til að gagnrýna myndina þar sem ég sé fæddur á röngum tíma, kom seint að Star Wars heiminum, og eigi ekki börn. Jafnvel hefur mér verið hótað ofbeldi hér í vinnunni og sagt að ég ætti að fara fögrum orðum um myndina. Ég ætla ekki að gera það að öðru leyti en að mér þótti hún skemmtileg. Þá er það búið. Star Wars: The Last Jedi er skemmtileg, EN, hún er kraðak af hræðilegum og undarlegum ákvörðunum persóna, sögulínum sem skipta engu máli og persónum sem dóu og dóu ekki fyrir ekki neitt. Það er svo margt þarna sem heldur ekki vatni. Þá er best að vara fólk við að það verður mikið um spennuspilla í þessari yfirferð. Ég er að fara að nöldra yfir fullt af smáatriðum og mörg þeirra eru svo sannarlega smá. Þessi grein er í rauninni bara stútfull af nöldri en ég verð að misnota aðstöðu mína sem blaðamaður á Vísi og koma þessu frá mér.Punkturinn sem ég vill byrja á er að Star Wars heimur Disney á við stórt vandamál að stríða. Það vandamál snýr hvað helst að upplýsingaflæði og upplýsingaöflun. Grunnupplýsingar, um aðstæður í heiminum og slíkt sem gæti veitt innsýn inn í ákvarðanatöku persóna í þessum heimi og af hverju þessi átök eiga sér stað. Þá er ég sérstaklega að tala um atriði eins og til dæmis: Hvernig reis Fyrsta reglan upp úr öskum Keisaraveldisins, eins og það var orðað í upphafi Force Awakens? Hvað varð um flota uppreisnarinnar úr gömlu myndunum? Af hverju er Leia sú eina sem reyndi að standa í hárinu á Fyrstu reglunni? Upplýsingar sem þessar binda söguna saman. Þar sem að eina leiðin til að finna þessar upplýsingar er að lesa bækur sem hafa verið gefnar út, jafnvel barnabækur, teiknimyndabækur og tölvuleiki. Það ætti að vera nóg að horfa á kvikmyndirnar til að hafa hugmynd um hvað sé í gangi en Disney hefur ákveðið að fara aðra leið en það. Útkoman er að þessar upplýsingar virðast ekki einu sinni vera á hreinu hjá forsvarsmönnum Disney og leikstjóra The Last Jedi.Skeindi sig á Force Awakens Rian Johnson tók Force Awakens og skeindi sig á henni. Öll uppbygging sem átti sér stað þar og allar þær spurningar sem sátu eftir fór fyrir bí. Það mátti sjá strax í byrjun TLJ þegar Luke Skywalker kastaði geislasverðinu sínu frá sér. FA endaði á mjög spennandi máta þar sem Rey rétti sverðið til Luke og það varð nákvæmlega ekkert úr því. Eins og svo mörgu öðru.Burtséð frá því sem gerist í þessari mynd, þá gerist nákvæmlega ekki neitt í henni. Allar persónur, sem eru lifandi, eru nánast á sama stað og þegar myndin byrjaði. Af öllum þeim markmiðum sem persónur TLJ setja sér í myndinni tekst engum að ná þeim markmiðum. Það er nákvæmlega engin framþróun í þessari mynd fyrir utan það að fullt af persónum, sem höfðu verið byggðar mikið upp, dóu skringilegum og asnalegum dauðdögum án þess að við fengum nokkur svör um þau.Andspyrnan er enn í ruglinu. Fyrsta reglan er enn við stjórnvölinn, einhvern veginn. Við vitum ekkert hvernig og hverju First Order stjórna. Ef þeir stjórna öllu, af hverju þurfa þeir að kaupa vopn af einhverjum ríkum drullusokkum í spilavítaborginni þarna? (Canto Bight á plánetunni Cantonica) Af hverju framleiða þeir vopnin ekki bara sjálfir? Hver stjórnar til dæmis Coruscant, gömlu höfuðborg Keisaraveldisins? Nýja lýðveldið hafði sett upp höfuðstöðvar sínar í Hosnian-kerfinu og því var rústað í Force Awakens. Hvað er eiginlega að gerast í stjörnuþokunni og af hverju virðist enginn nema Leia Organa og hennar félagar vera að spá í Fyrstu reglunni?Enginn gerði neitt rétt- Rey fór til Luke Skywalker á Ahch-To til að fá þjálfun. Hún fékk enga þjálfun, en samt kann hún allt í einu allt. Allt, í þessu tilfelli, er að lyfta grjóti. Svo kann hún að berja fólk með kústskafti og þess vegna á hún líka að kunna að slást með geislasverði. Einmitt.-Snoke mistókst allt sem hann ætlaði sér í þessari mynd. Svo fengum við líka ekki að vita neitt um hann, sem er óþolandi.- Gjörsamlega allt sem Andspyrnan reyndi að gera mistókst. Allt. Eina ástæða þess að þau dóu ekki öll var sú að Fyrstu reglunni mistókst allt líka.- Phasma dó einhverjum ómerkilegasta dauðdaga kvikmyndasögunnar. Ofurhermaðurinn sjálfur datt ofan í eld eftir að hún tapaði slag við ræstitækninn Finn. Hann skúraði hjá Fyrstu reglunni áður en hann gafst upp, flúði og, fyrir algjöra slysni, endaði með Andspyrnunni. Hún var einn af bestu hermönnum Fyrstu reglunnar, ef ekki sú besta.- Luke mistókst að kveikja í tré. Draugur Yoda kveikti í trénu en var hann ekki að ljúga því að Luke að biblíur Jedi-reglunnar væru þar enn? Ætti draugur Yoda ekki að vita að Rey stal bókunum?- Luke mjólkaði einhverskonar marbelju. Það mistókst reyndar ekki en það var án efa tilgangslausasta atriði myndarinnar. Mögulega þó fyrir utan þann hálftíma sem var varið í spilavítaborgina.- Finn, eða FN-2187, tókst ekki að flýja frá Andspyrnunni. Þá ætlaði hann sér að finna hakkara en tókst það ekki eftir langt ferðalag. Hann og Rose Tico fundu þó annan hakkara sem ætlaði að slökkva á leitarbúnaði Fyrstu reglunnar. Það mistókst og nýi hakkarinn sveik þau. Fyrsta reglan drap heilan haug af Andspyrnumönnum vegna þeirra svika.- Andspyrnan fann gamla herstöð á plánetunni Crait og sendi neyðarkall um alla stjörnuþokuna. Það mistókst svo sem ekki þar sem neyðarkallið barst út um alla stjörnuþoku. Enginn svaraði þó.-Kylo Ren, sem er án efa orðin áhugaverðasta persónan, mistókst að drepa mömmu sína. Hann hætti eiginlega við en hún var samt sprengd í loft upp (geim út?) án þess þó að deyja. Honum tókst þó á endanum að drepa Snoke (Mögulega það eina sem tókst í allri myndinni), en mistókst að snúa Rey til myrku hliðarinnar. Sömuleiðis mistókst Rey að snúa Kylo Ren frá myrku hliðinni. Honum mistókst að drepa Luke, sem dó þó samt, og honum mistókst að ganga frá Andspyrnunni.- Öllum verkfræðingum stjörnuþokunnar mistókst að þróa sjálfstýringu. Einhverra hluta vegna er slíkt ekki til í söguheimi Star Wars. (Búið er að benda á í athugsemd að til sé eitt dæmi um notkun sjálfstýringar í Star Wars og var það í Phantom Menace.)-Amilyn Holdo mistókst að segja Poe Dameron frá þeirri áætlun sinni að fela Andspyrnuna á Crait. Það hefði verið lítið mál að segja honum það en þess í stað ákvað hún að segja ekki neitt. Poe, Finn og Rose fengu þá hugmynd að slökkva á leitartæki Fyrstu reglunnar og sleppa þannig. Sú asnalega sögulína og röð mistaka leiddi til þess að Fyrsta reglan uppgötvaði áætlun þeirra og drap fullt af meðlimum Andspyrnunnar áður en þau komust til Crait.- Finn mistókst að ganga frá vopninu sem Fyrsta reglan notaði til að brjóta sér leið inn í Andspyrnstöðina á Crait. Það var reyndar aðallega út af því að Rose tók á þá ráð að hætta lífi þeirra beggja og líklega fórna þeim fáu vinum sem hún átti eftir og Andspyrnunni allri til að bjarga lífi Finn, sem hún var skotin í.- Poe mistókst nánast allt. Honum tókst, fyrir einskæra heppni, að sprengja stóra skipið í loft upp í byrjun myndarinnar. Þrátt fyrir hræðilega áætlun og að mjög margir hafi dáið. Svo mistókst honum að gera uppreisn innan Andspyrnunnar. Honum, Finn og Rose mistókst að skemma leitartæki Fyrstu reglunnar og margir dóu út af því.- Poe mistókst einnig að skemma vopnið á Crait og mjög margir dóu fyrir engan ávinning. Að endingu mistókst honum að leiða þá fáu sem voru eftir í Andspyrnunni úr stöðinni á Crait. Það var Rey að þakka að þau sluppu.Vanhæfustu vondu karlar kvikmyndasögunnar. Að undanskildum innbrotsþjófunum í Home Alone.Ég vil líka nefna nokkur atriði sem voru bara fáránleg. Þegar Fyrsta reglan komst að því að uppreisnarmennirnir hefðu yfirgefið Mon Calamari Cruiser-inn og setja stefnuna á Crait. Þá skutu vondu karlarnir á góða fólkið þar sem það flaug hægt í átt að plánetunni, án þess að gera minnstu tilraun til að beygja eða koma sér undan skotum Fyrstu reglunnar. Það sem gerði mig brjálaðan í því atriði var að leysigeislarnir sem skotið var að andspyrnunni sveigðu eins og þyngdarafl væri að hafa áhrif á þá. Bullet drop kallast það á ensku. Þetta voru leysigeislar, út í miðjum geimi og þeir höguðu sér eins og byssukúlur á jörðinni. Hvur fjandinn???Glataðar sprengjuvélar Það sama má segja um sprengjuvélarnar sem áttu að sprengja upp stærðarinnar skipið þarna. Sprengjuvélar hafa ekki breyst svo mikið í Star Wars heiminum í gegnum tíðina en nú virðast þær hafa tekið stakkaskiptum. Nú voru þær stútfullar af sprengjum, sem einhverra hluta vegna höguðu sér líka eins og þær séu undir áhrifum þyngdarafls, og það virtist lygilega auðvelt að sprengja þessar vélar í loft upp. Af hverju að setja hundrað svona drasl sprengjur í eina vél í stað þess að setja eina í hundrað vélar og nota þær þannig? Ef þær flugu með eigin afli, af hverju þurftu þessar hægfara sprengjuvélar að fljúga með þær? Hvað varð um skildi skipsins? Þessar vélar og þetta atriði voru algjört kjaftæði.Til hvers eru vopn á geimskipum? Atriðið þegar mennska sjálfstýringin Amilyn Holdo flaug skipinu hans Gial Ackbar á flota Fyrstu reglunnar var þrusuflott og vel framkvæmt. TLJ má eiga það. Það vekur samt þó upp spurningar um tilgang geimskipa í söguheimi Star Wars. Til hvers að búa til risastór skip og stútfylla þau af vopnum þegar það er hægt að búa til Hyperdrive-vél, henda einum flugmanni á vélina og láta hann fljúga á eitthvað á ljóshraða?Hvernig komust teningarnir til Crait? Hvernig gat Luke látið Leiu fá teningana úr Millenium Falcon þegar hann var í rauninni ekki staddur á Crait heldur var hann enn á Ahch-To? (Hér er búið að benda á í athugasemd að Leia virðist hafa skilið hina ímynduðu tenginga eftir á Crait og þeir hurfu þegar Kylo tók þá upp. Af hverju gat Kylo samt tekið upp tengingana þar sem hann get ekki snert hinn ímyndaða Luke?) Luke púllaði Yoda og varð „einn með mættinum“ þannig að hann gæti vel snúið aftur í næstu myndum til að ráðleggja Rey eitthvað. Stærsta ráðlegging verður líklega: „Ekki reyna að drepa son systur þinnar“.Hvar eru Knights of Ren? Talandi um það. Að við skulum hafa fengið að sjá svona lítið frá endalokum litla Jedi-skóla Luke er skandall. Hvar voru Knights of Ren? Hvar eru hinir nemendurnir sem gengu til liðs við Kylo? Sömuleiðis lærðum við ekkert um lífverði Snoke. Þeir voru töff og voru í raun byggðir á lífvörðum Palpatine. Þó þeir hafi verið töff þá voru þeir greinilega ömurlegir lífverðir þar sem Rey, sem hafði einu sinni áður slegist með geislasverði gegn verulega særðum Kylo, tókst að drepa nokkra þeirra.Drykkfelldir foreldrar Áhorfendur hafa verið að velta foreldrum Rey fyrir sér í tvö ár. Gífurlega margar kenningar hafa litið dagsins ljós og Disney hefur tekið beinan þátt í að byggja upp spennuna í kringum þá spurningu. Svarið var hins vegar: Þau eru engin. Þeim fannst bjór góður og seldu Rey til að kaupa sér bjór. Ég held ég skilji hvað sé að gerast hér. Disney vill mögulega slíta sig frá Skywalker fjölskyldunni og öllu því. Að vissu leyti finnst mér það gott og jafnvel sniðugt. Það sem er ekki sniðugt er að framleiðendur myndanna hafi dregið okkur á asnaeyrunum í allan þennan tíma. Byggt upp spennu og vangaveltur fyrir nákvæmlega ekki neitt. Svei mér þá ef þetta er ekki særandi. Ég er ekki reiður, ég er vonsvikinn.Hvar eru þið?Í rauninni tel ég mig vita hvað Disney er að gera. Þeir eru að sópa öllum reglum og þvingunum sem myndast hafa í söguheiminum á undanförnum 40 árum. Yfirlýst markmið þeirra er að framleiða Star Wars myndir eins lengi og fólk er tilbúið til að borga fyrir að sjá þær og til þess þurfa þeir svokallað „clean slate“. Sömuleiðis er það nokkurs konar þema myndarinnar að láta gamla hluti deyja eða jafnvel drepa þá. Snoke var þó ekki gömul persóna og Phasma ekki heldur. Þó ég telji mig vita hvað þeir eru að gera ætla ég þó að leyfa mér að rífa kjaft yfir því. Til hvers að draga áhorfendur á asnaeyrum og byggja upp spennu í kringum ákveðnar persónur og atriði bara til þess að gera ekkert úr því.Ætlað að selja bangsa Eins og einn samstarfsfélagi minn sagði við mig þegar hann var að reyna að sannfæra mig um að þetta væri frábær mynd: „Star Wars hefur alltaf verið ætlað að selja bangsa“. Ég veit hvað Star Wars er og hefur verið en á sama tíma hef ég verið að vonast eftir því að Star Wars verði meira og alvarlegra. Ég get ekki lengur sætt mig við að Star Wars sé bara skemmtilegt. Ég vil að þessar myndir séu góðar.Snoke teygir sig að Rian Johnson og spyr: Hver er ég?Smá viðbót Það er tilefni til þess að fylla aðeins upp í nokkrar eyður og þá sérstaklega hvað varðar uppruna átakanna á milli Andspyrnunnar og Fyrstu reglunnar. Eftir að Palpatine keisari var drepinn af Darth Vader í orrustunni við Endor gerði Nýja Lýðveldiðsamkomulag við leifar Keisaraveldisins. Það samkomulag fól í sér frið á milli fylkinganna og að Keisaraveldið myndi stöðva alla uppbyggingu herafla og halda sér innan ákveðinna landamæra. Lýðveldið lagði niður flota sína og heri með það markmið í huga að koma í veg fyrir stríð í framtíðinni. Hluti Keisaraveldisins hafði þó farið í felur í hinum óþekktu svæðum stjörnuþokunnar þar sem Fyrsta reglan varð til.Leia Organa hafði aldrei trú á því að Keisaraveldið myndi standa við friðarsáttmálann og var andvíg því að leggja niður flota Lýðveldisins. Þegar það kom í ljós að Darth Vader væri faðir hennar missti hún nánast öll sín áhrif og yfirgaf hún Lýðveldið til að stofna Andspyrnuna svo hún gæti barist gegn Fyrstu reglunni. Nú er nánast búið að útrýma andspyrnunni og svei mér þá ef Millenium Falcon er ekki eina skipið sem þau eiga eftir. Guð einn veit hvort, hvar og hvenær við fáum einhverjar upplýsingar um Snoke. Hvað mun eiginlega gerast í næstu mynd?Það virðist ekki vera mikill munur á því að sveifla kústskafti og að berjast við vana skylmingamenn með geislasverði. Bíó og sjónvarp Kafað dýpra Star Wars Tengdar fréttir Brakandi ferskt Stjörnustríð í fertugum dýrðarljóma Æsispennandi og skemmtilegt ævintýri. Stjörnustríð eins og við höfum aldrei séð það áður en samt eins fullkomin Star Wars-mynd og alvöru aðdáendur gætu óskað sér. Gæsahúð í tvo og hálfan klukkutíma. 18. desember 2017 11:00 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Star Wars: The Last Jedi er tiltölulega ný komin út og hefur hún notið mikilla vinsælda. Áhorfendur eru þó ekki allir sammála um það hve góð þessi mynd er og í rauninni hvort hún sé yfir höfuð góð. Ég hef séð marga tala vel um þessa mynd og jafnvel segja hana eina bestu Star Wars myndunum. Í aðdraganda þessarar greinar hefur mér verið bent á að ég sé vanhæfur til að gagnrýna myndina þar sem ég sé fæddur á röngum tíma, kom seint að Star Wars heiminum, og eigi ekki börn. Jafnvel hefur mér verið hótað ofbeldi hér í vinnunni og sagt að ég ætti að fara fögrum orðum um myndina. Ég ætla ekki að gera það að öðru leyti en að mér þótti hún skemmtileg. Þá er það búið. Star Wars: The Last Jedi er skemmtileg, EN, hún er kraðak af hræðilegum og undarlegum ákvörðunum persóna, sögulínum sem skipta engu máli og persónum sem dóu og dóu ekki fyrir ekki neitt. Það er svo margt þarna sem heldur ekki vatni. Þá er best að vara fólk við að það verður mikið um spennuspilla í þessari yfirferð. Ég er að fara að nöldra yfir fullt af smáatriðum og mörg þeirra eru svo sannarlega smá. Þessi grein er í rauninni bara stútfull af nöldri en ég verð að misnota aðstöðu mína sem blaðamaður á Vísi og koma þessu frá mér.Punkturinn sem ég vill byrja á er að Star Wars heimur Disney á við stórt vandamál að stríða. Það vandamál snýr hvað helst að upplýsingaflæði og upplýsingaöflun. Grunnupplýsingar, um aðstæður í heiminum og slíkt sem gæti veitt innsýn inn í ákvarðanatöku persóna í þessum heimi og af hverju þessi átök eiga sér stað. Þá er ég sérstaklega að tala um atriði eins og til dæmis: Hvernig reis Fyrsta reglan upp úr öskum Keisaraveldisins, eins og það var orðað í upphafi Force Awakens? Hvað varð um flota uppreisnarinnar úr gömlu myndunum? Af hverju er Leia sú eina sem reyndi að standa í hárinu á Fyrstu reglunni? Upplýsingar sem þessar binda söguna saman. Þar sem að eina leiðin til að finna þessar upplýsingar er að lesa bækur sem hafa verið gefnar út, jafnvel barnabækur, teiknimyndabækur og tölvuleiki. Það ætti að vera nóg að horfa á kvikmyndirnar til að hafa hugmynd um hvað sé í gangi en Disney hefur ákveðið að fara aðra leið en það. Útkoman er að þessar upplýsingar virðast ekki einu sinni vera á hreinu hjá forsvarsmönnum Disney og leikstjóra The Last Jedi.Skeindi sig á Force Awakens Rian Johnson tók Force Awakens og skeindi sig á henni. Öll uppbygging sem átti sér stað þar og allar þær spurningar sem sátu eftir fór fyrir bí. Það mátti sjá strax í byrjun TLJ þegar Luke Skywalker kastaði geislasverðinu sínu frá sér. FA endaði á mjög spennandi máta þar sem Rey rétti sverðið til Luke og það varð nákvæmlega ekkert úr því. Eins og svo mörgu öðru.Burtséð frá því sem gerist í þessari mynd, þá gerist nákvæmlega ekki neitt í henni. Allar persónur, sem eru lifandi, eru nánast á sama stað og þegar myndin byrjaði. Af öllum þeim markmiðum sem persónur TLJ setja sér í myndinni tekst engum að ná þeim markmiðum. Það er nákvæmlega engin framþróun í þessari mynd fyrir utan það að fullt af persónum, sem höfðu verið byggðar mikið upp, dóu skringilegum og asnalegum dauðdögum án þess að við fengum nokkur svör um þau.Andspyrnan er enn í ruglinu. Fyrsta reglan er enn við stjórnvölinn, einhvern veginn. Við vitum ekkert hvernig og hverju First Order stjórna. Ef þeir stjórna öllu, af hverju þurfa þeir að kaupa vopn af einhverjum ríkum drullusokkum í spilavítaborginni þarna? (Canto Bight á plánetunni Cantonica) Af hverju framleiða þeir vopnin ekki bara sjálfir? Hver stjórnar til dæmis Coruscant, gömlu höfuðborg Keisaraveldisins? Nýja lýðveldið hafði sett upp höfuðstöðvar sínar í Hosnian-kerfinu og því var rústað í Force Awakens. Hvað er eiginlega að gerast í stjörnuþokunni og af hverju virðist enginn nema Leia Organa og hennar félagar vera að spá í Fyrstu reglunni?Enginn gerði neitt rétt- Rey fór til Luke Skywalker á Ahch-To til að fá þjálfun. Hún fékk enga þjálfun, en samt kann hún allt í einu allt. Allt, í þessu tilfelli, er að lyfta grjóti. Svo kann hún að berja fólk með kústskafti og þess vegna á hún líka að kunna að slást með geislasverði. Einmitt.-Snoke mistókst allt sem hann ætlaði sér í þessari mynd. Svo fengum við líka ekki að vita neitt um hann, sem er óþolandi.- Gjörsamlega allt sem Andspyrnan reyndi að gera mistókst. Allt. Eina ástæða þess að þau dóu ekki öll var sú að Fyrstu reglunni mistókst allt líka.- Phasma dó einhverjum ómerkilegasta dauðdaga kvikmyndasögunnar. Ofurhermaðurinn sjálfur datt ofan í eld eftir að hún tapaði slag við ræstitækninn Finn. Hann skúraði hjá Fyrstu reglunni áður en hann gafst upp, flúði og, fyrir algjöra slysni, endaði með Andspyrnunni. Hún var einn af bestu hermönnum Fyrstu reglunnar, ef ekki sú besta.- Luke mistókst að kveikja í tré. Draugur Yoda kveikti í trénu en var hann ekki að ljúga því að Luke að biblíur Jedi-reglunnar væru þar enn? Ætti draugur Yoda ekki að vita að Rey stal bókunum?- Luke mjólkaði einhverskonar marbelju. Það mistókst reyndar ekki en það var án efa tilgangslausasta atriði myndarinnar. Mögulega þó fyrir utan þann hálftíma sem var varið í spilavítaborgina.- Finn, eða FN-2187, tókst ekki að flýja frá Andspyrnunni. Þá ætlaði hann sér að finna hakkara en tókst það ekki eftir langt ferðalag. Hann og Rose Tico fundu þó annan hakkara sem ætlaði að slökkva á leitarbúnaði Fyrstu reglunnar. Það mistókst og nýi hakkarinn sveik þau. Fyrsta reglan drap heilan haug af Andspyrnumönnum vegna þeirra svika.- Andspyrnan fann gamla herstöð á plánetunni Crait og sendi neyðarkall um alla stjörnuþokuna. Það mistókst svo sem ekki þar sem neyðarkallið barst út um alla stjörnuþoku. Enginn svaraði þó.-Kylo Ren, sem er án efa orðin áhugaverðasta persónan, mistókst að drepa mömmu sína. Hann hætti eiginlega við en hún var samt sprengd í loft upp (geim út?) án þess þó að deyja. Honum tókst þó á endanum að drepa Snoke (Mögulega það eina sem tókst í allri myndinni), en mistókst að snúa Rey til myrku hliðarinnar. Sömuleiðis mistókst Rey að snúa Kylo Ren frá myrku hliðinni. Honum mistókst að drepa Luke, sem dó þó samt, og honum mistókst að ganga frá Andspyrnunni.- Öllum verkfræðingum stjörnuþokunnar mistókst að þróa sjálfstýringu. Einhverra hluta vegna er slíkt ekki til í söguheimi Star Wars. (Búið er að benda á í athugsemd að til sé eitt dæmi um notkun sjálfstýringar í Star Wars og var það í Phantom Menace.)-Amilyn Holdo mistókst að segja Poe Dameron frá þeirri áætlun sinni að fela Andspyrnuna á Crait. Það hefði verið lítið mál að segja honum það en þess í stað ákvað hún að segja ekki neitt. Poe, Finn og Rose fengu þá hugmynd að slökkva á leitartæki Fyrstu reglunnar og sleppa þannig. Sú asnalega sögulína og röð mistaka leiddi til þess að Fyrsta reglan uppgötvaði áætlun þeirra og drap fullt af meðlimum Andspyrnunnar áður en þau komust til Crait.- Finn mistókst að ganga frá vopninu sem Fyrsta reglan notaði til að brjóta sér leið inn í Andspyrnstöðina á Crait. Það var reyndar aðallega út af því að Rose tók á þá ráð að hætta lífi þeirra beggja og líklega fórna þeim fáu vinum sem hún átti eftir og Andspyrnunni allri til að bjarga lífi Finn, sem hún var skotin í.- Poe mistókst nánast allt. Honum tókst, fyrir einskæra heppni, að sprengja stóra skipið í loft upp í byrjun myndarinnar. Þrátt fyrir hræðilega áætlun og að mjög margir hafi dáið. Svo mistókst honum að gera uppreisn innan Andspyrnunnar. Honum, Finn og Rose mistókst að skemma leitartæki Fyrstu reglunnar og margir dóu út af því.- Poe mistókst einnig að skemma vopnið á Crait og mjög margir dóu fyrir engan ávinning. Að endingu mistókst honum að leiða þá fáu sem voru eftir í Andspyrnunni úr stöðinni á Crait. Það var Rey að þakka að þau sluppu.Vanhæfustu vondu karlar kvikmyndasögunnar. Að undanskildum innbrotsþjófunum í Home Alone.Ég vil líka nefna nokkur atriði sem voru bara fáránleg. Þegar Fyrsta reglan komst að því að uppreisnarmennirnir hefðu yfirgefið Mon Calamari Cruiser-inn og setja stefnuna á Crait. Þá skutu vondu karlarnir á góða fólkið þar sem það flaug hægt í átt að plánetunni, án þess að gera minnstu tilraun til að beygja eða koma sér undan skotum Fyrstu reglunnar. Það sem gerði mig brjálaðan í því atriði var að leysigeislarnir sem skotið var að andspyrnunni sveigðu eins og þyngdarafl væri að hafa áhrif á þá. Bullet drop kallast það á ensku. Þetta voru leysigeislar, út í miðjum geimi og þeir höguðu sér eins og byssukúlur á jörðinni. Hvur fjandinn???Glataðar sprengjuvélar Það sama má segja um sprengjuvélarnar sem áttu að sprengja upp stærðarinnar skipið þarna. Sprengjuvélar hafa ekki breyst svo mikið í Star Wars heiminum í gegnum tíðina en nú virðast þær hafa tekið stakkaskiptum. Nú voru þær stútfullar af sprengjum, sem einhverra hluta vegna höguðu sér líka eins og þær séu undir áhrifum þyngdarafls, og það virtist lygilega auðvelt að sprengja þessar vélar í loft upp. Af hverju að setja hundrað svona drasl sprengjur í eina vél í stað þess að setja eina í hundrað vélar og nota þær þannig? Ef þær flugu með eigin afli, af hverju þurftu þessar hægfara sprengjuvélar að fljúga með þær? Hvað varð um skildi skipsins? Þessar vélar og þetta atriði voru algjört kjaftæði.Til hvers eru vopn á geimskipum? Atriðið þegar mennska sjálfstýringin Amilyn Holdo flaug skipinu hans Gial Ackbar á flota Fyrstu reglunnar var þrusuflott og vel framkvæmt. TLJ má eiga það. Það vekur samt þó upp spurningar um tilgang geimskipa í söguheimi Star Wars. Til hvers að búa til risastór skip og stútfylla þau af vopnum þegar það er hægt að búa til Hyperdrive-vél, henda einum flugmanni á vélina og láta hann fljúga á eitthvað á ljóshraða?Hvernig komust teningarnir til Crait? Hvernig gat Luke látið Leiu fá teningana úr Millenium Falcon þegar hann var í rauninni ekki staddur á Crait heldur var hann enn á Ahch-To? (Hér er búið að benda á í athugasemd að Leia virðist hafa skilið hina ímynduðu tenginga eftir á Crait og þeir hurfu þegar Kylo tók þá upp. Af hverju gat Kylo samt tekið upp tengingana þar sem hann get ekki snert hinn ímyndaða Luke?) Luke púllaði Yoda og varð „einn með mættinum“ þannig að hann gæti vel snúið aftur í næstu myndum til að ráðleggja Rey eitthvað. Stærsta ráðlegging verður líklega: „Ekki reyna að drepa son systur þinnar“.Hvar eru Knights of Ren? Talandi um það. Að við skulum hafa fengið að sjá svona lítið frá endalokum litla Jedi-skóla Luke er skandall. Hvar voru Knights of Ren? Hvar eru hinir nemendurnir sem gengu til liðs við Kylo? Sömuleiðis lærðum við ekkert um lífverði Snoke. Þeir voru töff og voru í raun byggðir á lífvörðum Palpatine. Þó þeir hafi verið töff þá voru þeir greinilega ömurlegir lífverðir þar sem Rey, sem hafði einu sinni áður slegist með geislasverði gegn verulega særðum Kylo, tókst að drepa nokkra þeirra.Drykkfelldir foreldrar Áhorfendur hafa verið að velta foreldrum Rey fyrir sér í tvö ár. Gífurlega margar kenningar hafa litið dagsins ljós og Disney hefur tekið beinan þátt í að byggja upp spennuna í kringum þá spurningu. Svarið var hins vegar: Þau eru engin. Þeim fannst bjór góður og seldu Rey til að kaupa sér bjór. Ég held ég skilji hvað sé að gerast hér. Disney vill mögulega slíta sig frá Skywalker fjölskyldunni og öllu því. Að vissu leyti finnst mér það gott og jafnvel sniðugt. Það sem er ekki sniðugt er að framleiðendur myndanna hafi dregið okkur á asnaeyrunum í allan þennan tíma. Byggt upp spennu og vangaveltur fyrir nákvæmlega ekki neitt. Svei mér þá ef þetta er ekki særandi. Ég er ekki reiður, ég er vonsvikinn.Hvar eru þið?Í rauninni tel ég mig vita hvað Disney er að gera. Þeir eru að sópa öllum reglum og þvingunum sem myndast hafa í söguheiminum á undanförnum 40 árum. Yfirlýst markmið þeirra er að framleiða Star Wars myndir eins lengi og fólk er tilbúið til að borga fyrir að sjá þær og til þess þurfa þeir svokallað „clean slate“. Sömuleiðis er það nokkurs konar þema myndarinnar að láta gamla hluti deyja eða jafnvel drepa þá. Snoke var þó ekki gömul persóna og Phasma ekki heldur. Þó ég telji mig vita hvað þeir eru að gera ætla ég þó að leyfa mér að rífa kjaft yfir því. Til hvers að draga áhorfendur á asnaeyrum og byggja upp spennu í kringum ákveðnar persónur og atriði bara til þess að gera ekkert úr því.Ætlað að selja bangsa Eins og einn samstarfsfélagi minn sagði við mig þegar hann var að reyna að sannfæra mig um að þetta væri frábær mynd: „Star Wars hefur alltaf verið ætlað að selja bangsa“. Ég veit hvað Star Wars er og hefur verið en á sama tíma hef ég verið að vonast eftir því að Star Wars verði meira og alvarlegra. Ég get ekki lengur sætt mig við að Star Wars sé bara skemmtilegt. Ég vil að þessar myndir séu góðar.Snoke teygir sig að Rian Johnson og spyr: Hver er ég?Smá viðbót Það er tilefni til þess að fylla aðeins upp í nokkrar eyður og þá sérstaklega hvað varðar uppruna átakanna á milli Andspyrnunnar og Fyrstu reglunnar. Eftir að Palpatine keisari var drepinn af Darth Vader í orrustunni við Endor gerði Nýja Lýðveldiðsamkomulag við leifar Keisaraveldisins. Það samkomulag fól í sér frið á milli fylkinganna og að Keisaraveldið myndi stöðva alla uppbyggingu herafla og halda sér innan ákveðinna landamæra. Lýðveldið lagði niður flota sína og heri með það markmið í huga að koma í veg fyrir stríð í framtíðinni. Hluti Keisaraveldisins hafði þó farið í felur í hinum óþekktu svæðum stjörnuþokunnar þar sem Fyrsta reglan varð til.Leia Organa hafði aldrei trú á því að Keisaraveldið myndi standa við friðarsáttmálann og var andvíg því að leggja niður flota Lýðveldisins. Þegar það kom í ljós að Darth Vader væri faðir hennar missti hún nánast öll sín áhrif og yfirgaf hún Lýðveldið til að stofna Andspyrnuna svo hún gæti barist gegn Fyrstu reglunni. Nú er nánast búið að útrýma andspyrnunni og svei mér þá ef Millenium Falcon er ekki eina skipið sem þau eiga eftir. Guð einn veit hvort, hvar og hvenær við fáum einhverjar upplýsingar um Snoke. Hvað mun eiginlega gerast í næstu mynd?Það virðist ekki vera mikill munur á því að sveifla kústskafti og að berjast við vana skylmingamenn með geislasverði.
Bíó og sjónvarp Kafað dýpra Star Wars Tengdar fréttir Brakandi ferskt Stjörnustríð í fertugum dýrðarljóma Æsispennandi og skemmtilegt ævintýri. Stjörnustríð eins og við höfum aldrei séð það áður en samt eins fullkomin Star Wars-mynd og alvöru aðdáendur gætu óskað sér. Gæsahúð í tvo og hálfan klukkutíma. 18. desember 2017 11:00 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Brakandi ferskt Stjörnustríð í fertugum dýrðarljóma Æsispennandi og skemmtilegt ævintýri. Stjörnustríð eins og við höfum aldrei séð það áður en samt eins fullkomin Star Wars-mynd og alvöru aðdáendur gætu óskað sér. Gæsahúð í tvo og hálfan klukkutíma. 18. desember 2017 11:00