Paradísarskjölin: Eignir Bretadrottningar og tengsl bandarísks ráðherra við tengdason Pútín Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. nóvember 2017 19:21 Bretadrottning er í hinum nýja gagnaleka en ekkert saknæmt virðist vera við viðskipti hennar. Vísir/Getty Nýr gagnaleki hefur varpað ljósi á eignir og fjárhag sumra af ríkustu einstaklingum heims. Gögnin bárust þýska dagblaðinu Süddeutsche Zeitung sem rannsakaði skjölin í samstarfi við alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna, líkt og með Panama-skjölin sem gerð voru opinber í apríl á síðasta ári. Lekinn hefur hlotið viðurnefnið Paradísarskjölin og um er að ræða 12,4 milljónir skjala, sem flest eru frá lögmannsstofunni Appleby á Bermúda-eyjum sem sérhæfir sig í aflandsviðskiptum. Í flestum tilvikum er um lögleg viðskipti að ræða.Samkvæmt frétt á vef Reykjavík Media eru nöfn nokkurra tuga Íslendinga að finna í skjölunum. Engin nöfn íslenskra stjórnmálamanna hafa fundist í gögnunum en þar er hins vegar að finna nöfn 126 stjórnmálamanna frá 47 löndum. Af norðurlöndunum eru Norðmenn flestir í skjölunum, eða um eitt þúsund, en Íslendingar fæstir.Í viðskiptum við tengdason Pútín Meðal þess sem gögnin varpa ljósi á eru viðskiptatengsl Wilburs Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, við tengdason Vladimirs Pútín, forseta Rússlands. Þessi afhjúpun gæti haft áhrif á ríkisstjórn Bandaríkjanna, en tengsl Donalds Trump Bandaríkjaforseta við yfirvöld í Moskvu hafa verið til rannsóknar í nokkra mánuði. Ross á hlut í flutningafyrirtækinu Navigator Holdings sem þénar milljónir dala ár hvert í gegnum flutning á olíu og bensíni til Rússlands fyrir fyrirtæki sem er að hluta í eigu tengdasonar Pútín. Elísabet Bretadrottning er einnig í lekanum en gögnin sýna að um 10 milljónir punda af einkafé drottningarinnar hafi verið geymt á aflandsreikningum. Upphæðin nemur tæpum 1,4 milljörðum íslenskra króna. Féð var geymt í sjóði á Cayman eyjum og á Bermúda. Ekkert er saknæmt við fjárfestingar drottningarinnar og engar vísbendingar eru um að drottningin greiði ekki skatta. Hins vegar hafa skjölin vakið spurningar um hvort viðeigandi sé að þjóðhöfðinginn fjárfesti á þennan hátt. Sem fyrr segir var einungis greint frá hluta gagnanna í dag og má því búast við fleiri fregnum af málinu á næstu dögum. Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Nýr gagnaleki hefur varpað ljósi á eignir og fjárhag sumra af ríkustu einstaklingum heims. Gögnin bárust þýska dagblaðinu Süddeutsche Zeitung sem rannsakaði skjölin í samstarfi við alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna, líkt og með Panama-skjölin sem gerð voru opinber í apríl á síðasta ári. Lekinn hefur hlotið viðurnefnið Paradísarskjölin og um er að ræða 12,4 milljónir skjala, sem flest eru frá lögmannsstofunni Appleby á Bermúda-eyjum sem sérhæfir sig í aflandsviðskiptum. Í flestum tilvikum er um lögleg viðskipti að ræða.Samkvæmt frétt á vef Reykjavík Media eru nöfn nokkurra tuga Íslendinga að finna í skjölunum. Engin nöfn íslenskra stjórnmálamanna hafa fundist í gögnunum en þar er hins vegar að finna nöfn 126 stjórnmálamanna frá 47 löndum. Af norðurlöndunum eru Norðmenn flestir í skjölunum, eða um eitt þúsund, en Íslendingar fæstir.Í viðskiptum við tengdason Pútín Meðal þess sem gögnin varpa ljósi á eru viðskiptatengsl Wilburs Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, við tengdason Vladimirs Pútín, forseta Rússlands. Þessi afhjúpun gæti haft áhrif á ríkisstjórn Bandaríkjanna, en tengsl Donalds Trump Bandaríkjaforseta við yfirvöld í Moskvu hafa verið til rannsóknar í nokkra mánuði. Ross á hlut í flutningafyrirtækinu Navigator Holdings sem þénar milljónir dala ár hvert í gegnum flutning á olíu og bensíni til Rússlands fyrir fyrirtæki sem er að hluta í eigu tengdasonar Pútín. Elísabet Bretadrottning er einnig í lekanum en gögnin sýna að um 10 milljónir punda af einkafé drottningarinnar hafi verið geymt á aflandsreikningum. Upphæðin nemur tæpum 1,4 milljörðum íslenskra króna. Féð var geymt í sjóði á Cayman eyjum og á Bermúda. Ekkert er saknæmt við fjárfestingar drottningarinnar og engar vísbendingar eru um að drottningin greiði ekki skatta. Hins vegar hafa skjölin vakið spurningar um hvort viðeigandi sé að þjóðhöfðinginn fjárfesti á þennan hátt. Sem fyrr segir var einungis greint frá hluta gagnanna í dag og má því búast við fleiri fregnum af málinu á næstu dögum.
Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira