Talsvert um eignatjón á höfuðborgarsvæðinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. nóvember 2017 20:23 Á annað hundrað björgunarsveitarmanna hafa verið kallaðir út vegna óveðursins. Vísir.is/Ernir Eyjólfsson Vel á annað hundrað björgunarsveitarmanna, ásamt viðbragðsaðilum, hafa verið kallaðir út til að sinna verkefnum sem komið hafa upp sökum óveðursins. Verkefnin reyndust lögreglunni ofviða fyrri part dags og um þrjúleytið var brugðið á það ráð að kalla á liðsinni björgunarsveitanna. Viðbragðsaðilar hafa verið önnum kafnir við að bjarga hlutum sem eru í þann mund að fjúka og reyna að festa þá. Þá hefur allt kapp verið lagt á að reyna að koma í veg fyrir tjón. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn sem fer fyrir aðgerðarstjórn vegna óveðursins á höfuðborgarsvæðinu, segir að talsvert tjón hafi hlotist af þessum fyrsta stormi vetrar. „Björgunarsveitirnar náttúrulega brugðust vel við eins og venjulega og þær þustu út með hópana sína og við erum með tök á þessu núna. Þau verkefni sem koma inn er sinnt strax,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir að þegar rokið hefjist verði alltaf „dálítil skriða af verkefnum því þá fer allt sem er laust af stað.“ Liðsinni björgunarsveitarfólks hafi gert það að verkum að lögreglan nái nú vel utan um verkefnin sem bíða.Kranarnir eigi að þola vindinnSpurður að því hvort ástæða sé til þess að óttast um kranana sem staðsettir eru víðs vegar um borgina, svarar Ásgeir neitandi. „Kranarnir eiga að vera þannig byggðir að vindáttin ræður hvert þeir beinast og þeir kannski vingsa aðeins til en þeir eiga að þola þetta.“ Ásgeir segir þó skiljanlegt að það setji ugg að fólki þegar það sjái krana hreyfast „eðlilega verður fólk hrætt“.Frágangi ábótavant„Það er búið að vera mjög mikið um það í dag að vinnupallar utan á húsum hafa verið að slitna frá sem þýðir bara að frágangi er mjög ábótavant,“ segir Ásgeir sem bendir á að búa hefði mátt betur um pallana og allt byggingarefni. „Allt sem tekur á sig vind það bara fer í svona veðri, það er bara þannig,“ segir Ásgeir. Gert er ráð fyrir því að óveðrið nái hámarki á milli átta og níu í kvöld á suðvesturhorninu að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Á höfuðborgarsvæðinu mun ekki lægja fyrr en á milli klukkan tíu og miðnættis í kvöld. Ásgeir segir að svo lengi sem það sé verk að vinna verði teymið úti. "Við erum allavega klár í að takast á við þau verkefni sem mögulega koma upp hjá okkur í kvöld," segir Ásgeir. Fjöldi mála sem borist hafa aðgerðarstjórn á höfuðborgarsvæðinu er nú kominn upp í hundrað og fimmtíu. Tengdar fréttir Í beinni: Fyrsti stormur vetrarins skellur á Fylgstu með nýjustu tíðindum af storminum sem gengur yfir landið í beinni textalýsingu á Vísi. 5. nóvember 2017 13:17 Flest verkefni á byggingarsvæðum Flest verkefni viðbragðsaðila í dag hafa verið á byggingarsvæðum og í iðnaðarhverfum. 5. nóvember 2017 17:53 Aðgerðastjórn virkjuð á höfuðborgarsvæðinu Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir engin útköll enn hafa borist björgunarsveitinni í dag þrátt fyrir aftakaveður en lögreglan hafi þó sinnt einhverjum verkefnum. 5. nóvember 2017 15:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira
Vel á annað hundrað björgunarsveitarmanna, ásamt viðbragðsaðilum, hafa verið kallaðir út til að sinna verkefnum sem komið hafa upp sökum óveðursins. Verkefnin reyndust lögreglunni ofviða fyrri part dags og um þrjúleytið var brugðið á það ráð að kalla á liðsinni björgunarsveitanna. Viðbragðsaðilar hafa verið önnum kafnir við að bjarga hlutum sem eru í þann mund að fjúka og reyna að festa þá. Þá hefur allt kapp verið lagt á að reyna að koma í veg fyrir tjón. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn sem fer fyrir aðgerðarstjórn vegna óveðursins á höfuðborgarsvæðinu, segir að talsvert tjón hafi hlotist af þessum fyrsta stormi vetrar. „Björgunarsveitirnar náttúrulega brugðust vel við eins og venjulega og þær þustu út með hópana sína og við erum með tök á þessu núna. Þau verkefni sem koma inn er sinnt strax,“ segir Ásgeir. Ásgeir segir að þegar rokið hefjist verði alltaf „dálítil skriða af verkefnum því þá fer allt sem er laust af stað.“ Liðsinni björgunarsveitarfólks hafi gert það að verkum að lögreglan nái nú vel utan um verkefnin sem bíða.Kranarnir eigi að þola vindinnSpurður að því hvort ástæða sé til þess að óttast um kranana sem staðsettir eru víðs vegar um borgina, svarar Ásgeir neitandi. „Kranarnir eiga að vera þannig byggðir að vindáttin ræður hvert þeir beinast og þeir kannski vingsa aðeins til en þeir eiga að þola þetta.“ Ásgeir segir þó skiljanlegt að það setji ugg að fólki þegar það sjái krana hreyfast „eðlilega verður fólk hrætt“.Frágangi ábótavant„Það er búið að vera mjög mikið um það í dag að vinnupallar utan á húsum hafa verið að slitna frá sem þýðir bara að frágangi er mjög ábótavant,“ segir Ásgeir sem bendir á að búa hefði mátt betur um pallana og allt byggingarefni. „Allt sem tekur á sig vind það bara fer í svona veðri, það er bara þannig,“ segir Ásgeir. Gert er ráð fyrir því að óveðrið nái hámarki á milli átta og níu í kvöld á suðvesturhorninu að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Á höfuðborgarsvæðinu mun ekki lægja fyrr en á milli klukkan tíu og miðnættis í kvöld. Ásgeir segir að svo lengi sem það sé verk að vinna verði teymið úti. "Við erum allavega klár í að takast á við þau verkefni sem mögulega koma upp hjá okkur í kvöld," segir Ásgeir. Fjöldi mála sem borist hafa aðgerðarstjórn á höfuðborgarsvæðinu er nú kominn upp í hundrað og fimmtíu.
Tengdar fréttir Í beinni: Fyrsti stormur vetrarins skellur á Fylgstu með nýjustu tíðindum af storminum sem gengur yfir landið í beinni textalýsingu á Vísi. 5. nóvember 2017 13:17 Flest verkefni á byggingarsvæðum Flest verkefni viðbragðsaðila í dag hafa verið á byggingarsvæðum og í iðnaðarhverfum. 5. nóvember 2017 17:53 Aðgerðastjórn virkjuð á höfuðborgarsvæðinu Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir engin útköll enn hafa borist björgunarsveitinni í dag þrátt fyrir aftakaveður en lögreglan hafi þó sinnt einhverjum verkefnum. 5. nóvember 2017 15:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Sjá meira
Í beinni: Fyrsti stormur vetrarins skellur á Fylgstu með nýjustu tíðindum af storminum sem gengur yfir landið í beinni textalýsingu á Vísi. 5. nóvember 2017 13:17
Flest verkefni á byggingarsvæðum Flest verkefni viðbragðsaðila í dag hafa verið á byggingarsvæðum og í iðnaðarhverfum. 5. nóvember 2017 17:53
Aðgerðastjórn virkjuð á höfuðborgarsvæðinu Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir engin útköll enn hafa borist björgunarsveitinni í dag þrátt fyrir aftakaveður en lögreglan hafi þó sinnt einhverjum verkefnum. 5. nóvember 2017 15:30