FBI bendlaði Martin Luther King við kommúnisma og framhjáhöld Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2017 08:34 FBI hafði horn í síðu Martins Luther King yngri og reyndi að grafa upp skaðlegar upplýsingar um hann. Vísir/Getty Skýrsla bandarísku alríkislögreglunnar FBI um blökkumannaleiðtogann Martin Luther King yngri eru á meðal skjala sem yfirvöld birtu í tengslum við morðið á John F. Kennedy á föstudag. Í henni er reynt að tengja King við kommúnista og ýjað að því að hann hefði haldið fram hjá konu sinni. Í frétt CNN-fréttastöðvarinnar kemur fram að ekki sé ljóst hvort að höfundar skýrslu FBI hafi sannreynt upplýsingarnar sem koma fram í henni. Skýrslan var gerð á þeim tíma þegar King barðist sem harðast fyrir borgaralegum réttindum svartra í Bandaríkjunum og er hún sögð sýna hvernig FBI reyndi að grafa upp skaðlegar upplýsingar um hann. Ekki er heldur ljóst hvers vegna skýrslan um King var á meðal gagna um morðið á Kennedy eða hvers vegna bandarísk yfirvöld héldu henni leyndri. Hluti af skjölunum um morðið hefur verið gerður opinber síðustu daga. Á meðal efnis skýrslunnar, sem er dagsett aðeins þremur vikum áður en King var ráðinn af dögum í apríl 1968, eru ásakanir um að borgararéttindasamtökin Southern Christian Leadership Conference væru „leið fram hjá sköttum“. Þá eru margir félaga King sagðir hafa tengsl við kommúnisma. J. Edgar Hoover, þáverandi forstjóri FBI, lét fulltrúa alríkislögreglunnar elta og njósna um King. Það var liður í gagnnjósnaherferð FBI sem CNN segir að hafi verið harðlega gagnrýnd og hafi leitt til mikilla breytinga á störfum alríkislögreglunnar síðar meir. FBI sendi King meðal annars nafnlausa sendingu með hljóðsnældum og bréfi þar sem hann var hvattur til að fremja sjálfsvíg. Hoover réði ríkjum hjá FBI í hátt í fjörutíu ár, frá stofnun árið 1935 til 1972. Hann var meðal annars sagður hafa haldið skýrslur með viðkvæmum upplýsingum um forseta og aðra valdamenn í Bandaríkjunum. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira
Skýrsla bandarísku alríkislögreglunnar FBI um blökkumannaleiðtogann Martin Luther King yngri eru á meðal skjala sem yfirvöld birtu í tengslum við morðið á John F. Kennedy á föstudag. Í henni er reynt að tengja King við kommúnista og ýjað að því að hann hefði haldið fram hjá konu sinni. Í frétt CNN-fréttastöðvarinnar kemur fram að ekki sé ljóst hvort að höfundar skýrslu FBI hafi sannreynt upplýsingarnar sem koma fram í henni. Skýrslan var gerð á þeim tíma þegar King barðist sem harðast fyrir borgaralegum réttindum svartra í Bandaríkjunum og er hún sögð sýna hvernig FBI reyndi að grafa upp skaðlegar upplýsingar um hann. Ekki er heldur ljóst hvers vegna skýrslan um King var á meðal gagna um morðið á Kennedy eða hvers vegna bandarísk yfirvöld héldu henni leyndri. Hluti af skjölunum um morðið hefur verið gerður opinber síðustu daga. Á meðal efnis skýrslunnar, sem er dagsett aðeins þremur vikum áður en King var ráðinn af dögum í apríl 1968, eru ásakanir um að borgararéttindasamtökin Southern Christian Leadership Conference væru „leið fram hjá sköttum“. Þá eru margir félaga King sagðir hafa tengsl við kommúnisma. J. Edgar Hoover, þáverandi forstjóri FBI, lét fulltrúa alríkislögreglunnar elta og njósna um King. Það var liður í gagnnjósnaherferð FBI sem CNN segir að hafi verið harðlega gagnrýnd og hafi leitt til mikilla breytinga á störfum alríkislögreglunnar síðar meir. FBI sendi King meðal annars nafnlausa sendingu með hljóðsnældum og bréfi þar sem hann var hvattur til að fremja sjálfsvíg. Hoover réði ríkjum hjá FBI í hátt í fjörutíu ár, frá stofnun árið 1935 til 1972. Hann var meðal annars sagður hafa haldið skýrslur með viðkvæmum upplýsingum um forseta og aðra valdamenn í Bandaríkjunum.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira