FBI bendlaði Martin Luther King við kommúnisma og framhjáhöld Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2017 08:34 FBI hafði horn í síðu Martins Luther King yngri og reyndi að grafa upp skaðlegar upplýsingar um hann. Vísir/Getty Skýrsla bandarísku alríkislögreglunnar FBI um blökkumannaleiðtogann Martin Luther King yngri eru á meðal skjala sem yfirvöld birtu í tengslum við morðið á John F. Kennedy á föstudag. Í henni er reynt að tengja King við kommúnista og ýjað að því að hann hefði haldið fram hjá konu sinni. Í frétt CNN-fréttastöðvarinnar kemur fram að ekki sé ljóst hvort að höfundar skýrslu FBI hafi sannreynt upplýsingarnar sem koma fram í henni. Skýrslan var gerð á þeim tíma þegar King barðist sem harðast fyrir borgaralegum réttindum svartra í Bandaríkjunum og er hún sögð sýna hvernig FBI reyndi að grafa upp skaðlegar upplýsingar um hann. Ekki er heldur ljóst hvers vegna skýrslan um King var á meðal gagna um morðið á Kennedy eða hvers vegna bandarísk yfirvöld héldu henni leyndri. Hluti af skjölunum um morðið hefur verið gerður opinber síðustu daga. Á meðal efnis skýrslunnar, sem er dagsett aðeins þremur vikum áður en King var ráðinn af dögum í apríl 1968, eru ásakanir um að borgararéttindasamtökin Southern Christian Leadership Conference væru „leið fram hjá sköttum“. Þá eru margir félaga King sagðir hafa tengsl við kommúnisma. J. Edgar Hoover, þáverandi forstjóri FBI, lét fulltrúa alríkislögreglunnar elta og njósna um King. Það var liður í gagnnjósnaherferð FBI sem CNN segir að hafi verið harðlega gagnrýnd og hafi leitt til mikilla breytinga á störfum alríkislögreglunnar síðar meir. FBI sendi King meðal annars nafnlausa sendingu með hljóðsnældum og bréfi þar sem hann var hvattur til að fremja sjálfsvíg. Hoover réði ríkjum hjá FBI í hátt í fjörutíu ár, frá stofnun árið 1935 til 1972. Hann var meðal annars sagður hafa haldið skýrslur með viðkvæmum upplýsingum um forseta og aðra valdamenn í Bandaríkjunum. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira
Skýrsla bandarísku alríkislögreglunnar FBI um blökkumannaleiðtogann Martin Luther King yngri eru á meðal skjala sem yfirvöld birtu í tengslum við morðið á John F. Kennedy á föstudag. Í henni er reynt að tengja King við kommúnista og ýjað að því að hann hefði haldið fram hjá konu sinni. Í frétt CNN-fréttastöðvarinnar kemur fram að ekki sé ljóst hvort að höfundar skýrslu FBI hafi sannreynt upplýsingarnar sem koma fram í henni. Skýrslan var gerð á þeim tíma þegar King barðist sem harðast fyrir borgaralegum réttindum svartra í Bandaríkjunum og er hún sögð sýna hvernig FBI reyndi að grafa upp skaðlegar upplýsingar um hann. Ekki er heldur ljóst hvers vegna skýrslan um King var á meðal gagna um morðið á Kennedy eða hvers vegna bandarísk yfirvöld héldu henni leyndri. Hluti af skjölunum um morðið hefur verið gerður opinber síðustu daga. Á meðal efnis skýrslunnar, sem er dagsett aðeins þremur vikum áður en King var ráðinn af dögum í apríl 1968, eru ásakanir um að borgararéttindasamtökin Southern Christian Leadership Conference væru „leið fram hjá sköttum“. Þá eru margir félaga King sagðir hafa tengsl við kommúnisma. J. Edgar Hoover, þáverandi forstjóri FBI, lét fulltrúa alríkislögreglunnar elta og njósna um King. Það var liður í gagnnjósnaherferð FBI sem CNN segir að hafi verið harðlega gagnrýnd og hafi leitt til mikilla breytinga á störfum alríkislögreglunnar síðar meir. FBI sendi King meðal annars nafnlausa sendingu með hljóðsnældum og bréfi þar sem hann var hvattur til að fremja sjálfsvíg. Hoover réði ríkjum hjá FBI í hátt í fjörutíu ár, frá stofnun árið 1935 til 1972. Hann var meðal annars sagður hafa haldið skýrslur með viðkvæmum upplýsingum um forseta og aðra valdamenn í Bandaríkjunum.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Sjá meira