Innlent

Flugvirkjar sagðir brattir þegar nýr kjarasamningur var kynntur

Birgir Olgeirsson skrifar
Verkfall flugvirkja Icelandair hófst að morgni 17. desember síðastliðinn.
Verkfall flugvirkja Icelandair hófst að morgni 17. desember síðastliðinn. Vísir/Vilhelm
Flugvirkjar sem starfa fyrir Icelandair hittust á fundi í Borgartúni fyrr í kvöld þar sem kjarasamningur var borinn undir félagsmenn Flugvirkjafélag Íslands og kynntur í heild sinni.

Fundurinn stóð yfir í eina og hálfa klukkustund þar sem meðal annars var útskýrt frekar form kosninga um samninginn og opnað fyrir spurningar úr sal þessi efnis.

Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir flugvirkja sem sóttu fundinn hafa haft upp ýmsar skoðanir á samningnum en almennt séð voru þeir nokkuð brattir.

Opnað verður fyrir atkvæðagreiðslu á samningnum á miðnætti um mun kosning um kjarasamninginn standi yfir fram yfir jól. Óskar segir að 280 manns hafi atkvæðarétt þegar kemur að þessum kosningum.

Samninganefndir Icelandair, Samtaka atvinnulífsins og Flugvirkjafélags Íslands skrifuðu undir nýjan kjarasamninginn um klukkan fjögur aðfaranótt þriðjudags og var verkfalli flugvirkja hjá Icelandair frestað um fjórar vikur.

Verkfallsaðgerðir flugvirkja hjá Icelandair stóðu hófust síðastliðinn sunnudag og stóðu yfir í tvo daga. Verkfallið hafði áhrif á flug um tuttugu þúsund farþega Icelandair


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×