Innlent

Ediksblanda Sólrúnar Diego dugði ekki á gömlu brýnin

Jakob Bjarnar skrifar
Edikblanda Sólrúnar Diego er orðin þekkt í þrifin, en dugði þó ekki á gömlu bóksölubrýnin. Arnaldur, Yrsa og Gunni Helga halda fast í sæti sín á bóksölulista.
Edikblanda Sólrúnar Diego er orðin þekkt í þrifin, en dugði þó ekki á gömlu bóksölubrýnin. Arnaldur, Yrsa og Gunni Helga halda fast í sæti sín á bóksölulista.
Þá er að komast á listann einhvers konar lokamynd fyrir þessi jólin. Arnaldur, Yrsa og Gunnar Helgason raða sér upp með nákvæmlega sama  hætti og síðustu tvö ár.

Hin óvænti sölusmellur, Heima, eftir Sólrúnu Diego, heldur áfram að gefa eftir en er þó í 5. sæti á uppsöfnuðum lista yfir mest seldu bækur ársins og má því vel við una. En, Sólrún Diego, þessi ágæta samfélagsmiðlastjarna, kom eins og hvítur stormsveipur inn á lista fyrir hálfum mánuði og náði þá toppsæti listans. Hún féll svo niður í það 4. og er nú, þegar tæp vika er til jóla, komin í 9. sætið. Gömlu bóksölubrýnin eru frek til fjörsins, hugsa sjálfsagt þeir sem vildu sjá nýja sviðsmynd til tilbreytingar. Nýir vendir sópa best. En, sem fyrr er Arnaldur glæpakonungurinn, Yrsa drottningin og Gunnar Helgason barnabókaprinsinn. Íslendingar virðast íhaldssamir í þessu sem öðru. Hin þekkta ediksblanda Sólrúnar dugði ekki til að þurra þau af listanum.

Óhemju hátt hlutfall bóksölu ársins fer fram nú þessa dagana. Bryndís Loftsdóttir, framkvæmdastjóri Fíbút, segir að ævisögur hafi verið sterkari á topp 10 listanum í fyrra.

„Þá vorum við með þrjár slíkar á lista á móti aðeins einni nú, Syndafalli Mikaels Torfasonar sem situr í 10. sæti. Á móti kemur að mun fleiri ævisögur eru að koma út nú í ár, en í fyrra. Það má því einfaldlega gera ráð fyrir því að ævisögusalan sé að dreifast á fleiri titla en sé líklega í heildina svipuð og í fyrra,“ segir Bryndís.

Þá er áhugavert að sjá að þó að Sakramentið hans Ólafs Jóhanns sé fyrir ofan Sögu Ástu eftir Jón Kalman aðra vikuna í röð, þá snýst röðin við þegar litið er á heildarsölu ársins, þar hefur Jón Kalman vinninginn.

„Listinn endurspeglar annars fjölbreytta útgáfu og ástæða er til þess að hvetja bókaunnendur til þess að kynna sér úrvalið vel áður en bækur eru valdar. Það ættu allir að finna sér áhugaverða bók til þess að sökkva sér niður í á jólanótt,“ segir Bryndís brött að venju.



Topplistinn - söluhæstu titlar Bóksölulistans



  1. Myrkrið veit - Arnaldur Indriðason
  2. Gatið - Yrsa Sigurðardóttir
  3. Amma best - Gunnar Helgason
  4. Þitt eigið ævintýri - Ævar Þór Benediktsson
  5. Sakramentið - Ólafur Jóhann Ólafsson
  6. Saga Ástu - Jón Kalman Stefánsson
  7. Mistur - Ragnar Jónasson
  8. Útkall, Reiðarslag í Eyjum - Óttar Sveinsson
  9. Heima - Sólrún Diego
  10. Syndafallið - Mikael Torfason
  11. Sönglögin okkar - Ýmsir / Jón Ólafsson
  12. Skuggarnir - Stefán Máni
  13. Þúsund kossar - Jóga - Jón Gnarr
  14. Henri hittir í mark - Þorgrímur Þráinsson
  15. Til orrustu frá Íslandi - Illugi Jökulsson
  16. Blóðug jörð - Vilborg Davíðsdóttir
  17. Rúna - Örlagasaga - Sigmundur Ernir Rúnarsson
  18. Hetjurnar á HM 2018 - Illugi Jökulsson
  19. Jólalitabókin - Bókafélagið
  20. Flóttinn hans afa - David Walliams

 Íslensk skáldverk

  1. Myrkrið veit - Arnaldur Indriðason
  2. Gatið - Yrsa Sigurðardóttir
  3. Sakramentið - Ólafur Jóhann Ólafsson
  4. Saga Ástu - Jón Kalman Stefánsson
  5. Mistur - Ragnar Jónasson
  6. Skuggarnir - Stefán Máni
  7. Blóðug jörð - Vilborg Davíðsdóttir
  8. Passamyndir - Einar Már Guðmundsson
  9. Elín, ýmislegt - Kristín Eiríksdóttir
  10. Smartís - Gerður Kristný
  11. Ekki vera sár - Kristín Steinsdóttir
  12. Örninn og fálkinn - Valur Gunnarsson
  13. Búrið - Lilja Sigurðardóttir
  14. Refurinn - Sólveig Pálsdóttir
  15. Í skugga drottins - Bjarni Harðarson
  16. Formaður húsfélagsins - Friðgeir Einarsson
  17. Samsærið - Eiríkur Bergmann
  18. Aftur og aftur - Halldór Armand
  19. Brotamynd - Ármann Jakobsson
  20. Vályndi - Friðrika Benónýsdóttir

Ævisögur

  1. Syndafallið - Mikael Torfason
  2. Þúsund kossar - Jóga - Jón Gnarr
  3. Rúna - Örlagasaga - Sigmundur Ernir Rúnarsson
  4. Með lífið að veði - Yeomne Park
  5. Gunnar Birgisson - Orri Páll Ormarsson
  6. Minn Tími - saga Jóhönnu Sigurðardóttur - Páll Valsson
  7. Konan í dalnum og dæturnar sjö - Guðmundur G. Hagalín
  8. Ekki gleyma mér - Kristín Jóhannsdóttir
  9. Helgi - minningar Helga Tómassonar - Þorvaldur Kristinsson
  10. Það sem dvelur í þögninni - Ásta Kristrún Ragnarsdóttir

Barnabækur - skáldverk  

  1. Amma best - Gunnar Helgason
  2. Þitt eigið ævintýri - Ævar Þór Benediktsson
  3. Sönglögin okkar - Ýmsir / Jón Ólafsson
  4. Henri hittir í mark - Þorgrímur Þráinsson
  5. Flóttinn hans afa - David Walliams
  6. Jólasyrpa 2017 - Walt Disney
  7. Jól með Láru - Birgitta Haukdal
  8. Bieber og Botnrassa - Haraldur F. Gíslason
  9. Verstu börn í heimi - David Walliams
  10. Dagbók Kidda klaufa 9 - Jeff Kinney

Þýdd skáldverk



  1. Sonurinn - Jo Nesbø
  2. Sögur frá Rússlandi - Ýmsir
  3. Nornin - Camilla Läckberg
  4. Áfram líður tíminn - innbundin - Marry Higgins Clark
  5. Norrænar goðsagnir - Neil Gaiman  
  6. Litla bókabúðin í hálöndunum - Jenny Colgan
  7. Saga þernunnar - innbundin - Margaret Atwood
  8. Áfram líður tíminn - kilja - Marry Higgins Clark
  9. Þrjár mínútur - Roslund & Hellstöm
  10. Saga þernunnar - kilja - Margaret Atwood 

Ljóð & leikrit



  1. Gamanvísnabókin - Ragnar Ingi Aðalsteinsson tók saman
  2. Flórída - Bergþóra Snæbjörnsdóttir
  3. Heilaskurðaðgerðin - Dagur Hjartarson
  4. Hreistur - Bubbi Morthens
  5. Dvalið við dauðalindir - Valdimar Tómasson
  6. Kóngulær í sýningargluggum - Kristín Ómarsdóttir
  7. Fiskur af himni - Hallgrímur Helgason
  8. Hin svarta útsending - Kött Grá Pje
  9. Sóley sólufegri - Jóhannes úr Kötlum
  10. Bónus ljóð - Andri Snær Magnason

Barnafræði- og handbækur

  1. Hetjurnar á HM 2018 - Illugi Jökulsson
  2. Jólalitabókin - Bókafélagið
  3. 13 þrautir jólasveinanna: jólaskemmtanir - Huginn Þór Grétarsson
  4. Brandarar og gátur 2 - Huginn Þór Grétarsson
  5. Skrifum stafina - Jessica Greenwell
  6. Geimverur - leitin að lífi í geimnum - Sævar Helgi Bragason
  7. Kvöldsögur fyrir uppreisnagjarnar stelpur - Elena Favilli / Francesca Cavallo
  8. Góðar gátur - Guðjón Ingi Eiríksson
  9. Gagn og gaman - Helgi Elíasson og Ísak Jónsson
  10. Fótboltaspurningar 2017 - Guðjón Ingi Eiríksson

Ungmennabækur



  1. Er ekki allt í lagi með þig? - Elísa Jóhannsdóttir
  2. Vertu ósýnilegur - Kristín Helga Gunnarsdóttir
  3. Galdra Dísa - Gunnar Theodór Eggertsson
  4. Hvísl hrafnanna - Malene Sølvsten
  5. Endalokin : Gjörningaveður - Marta Hlín Magnadóttir / Birgitta Elín Hassell
  6. Nei, nú ert'að spauga, Kolfinna - Hrönn Reynisdóttir
  7. Leitin að Alösku - John Green
  8. Sölvasaga unglings - Arnar Már Arngrímsson
  9. Koparborgin - Ragnhildur Hólmgeirs
  10. Vetrarhörkur - Hildur Knútsdóttir 

Fræði og almennt efni - að undanskildum matreiðslu- og handavinnubókum



  1. Útkall: Reiðarslag í Eyjum - Óttar Sveinsson
  2. Heima - Sólrún Diego
  3. Til orrustu frá Íslandi - Illugi Jökulsson
  4. Hérasprettir - Baldur Grétarsson og Ragnar Ingi Aðalsteinsson  
  5. Þrautgóðir á raunastund - Steinar J. Lúðvíksson
  6. Híf opp! Gamansögur af íslenskum sjómönnum - Guðjón Ingi Eiríksson
  7. Vargöld á Vígaslóð - Magnús Þór Hafsteinsson
  8. Mamma : Hlý hugrenning fyrir hvern dag ársins - Pam Brown
  9. Kortlagning Íslands - Íslandskorti 1482-1850 - Reynir Finndal Grétarsson
  10. Hrakningar á heiðavegum 2 - Pálmi Hannesson / Jón Eyþórsson 

Matreiðslu- og handverksbækur

  1. Stóra bókin um sous vide - Viktor Örn Andrésson
  2. Pottur, panna og Nanna - Nanna Rögnvaldardóttir
  3. Gulur, rauður grænn & salt - Berglind Guðmundsdóttir
  4. Litla vínbókin - Jancis Robinson
  5. Matarást - Nanna Rögnvaldardóttir
  6. Heklaðar tuskur - C. S. Rasmussen / S. Grangaard
  7. Jólaprjón - Guðrún S. Magnúsdóttir
  8. Prjónaðar tuskur - Helle Benedikte Neigaard
  9. Bjór / Vín - saman í pakka - Ýmsir
  10. Pabbi, áttu fleiri uppskriftir? - Smári Hrafn Jónsson 

Uppsafnaður listi frá áramótum



  1. Myrkrið veit - Arnaldur Indriðason
  2. Gatið - Yrsa Sigurðardóttir
  3. Amma best - Gunnar Helgason
  4. Þitt eigið ævintýri - Ævar Þór Benediktsson
  5. Heima - Sólrún Diego
  6. Mistur - Ragnar Jónasson
  7. Útkall: Reiðarslag í Eyjum - Óttar Sveinsson
  8. Saga Ástu - Jón Kalman Stefánsson
  9. Sakramentið - Ólafur Jóhann Ólafsson
  10. Með lífið að veði - Yeomne Park

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×