„Oft á tíðum hræsni ríkjandi hjá þeim hópi sem stundum er kallaður góða fólkið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. desember 2017 12:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í liðinni viku. Vísir/Hanna Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, kveðst oft hafa velt því fyrir sér hvers vegna hann sé jafn umdeildur stjórnmálamaður og raun ber vitni. Hann hafi ekki verið neitt sérstaklega umdeildur maður áður en hann fór í stjórnmálin og hafi ekki séð það fyrir sér. Þetta kom fram í viðtali við Sigmund í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þáttastjórnendur veltu upp þeirri spurningu hvort að Sigmundur væri umdeildasti stjórnmálamaðurinn og hvers vegna hann sjálfur teldi svo vera. „Ég hef oft velt þessu fyrir mér en ekki komist að niðurstöðu. Áður en maður fór í stjórnmálin þá var maður nú ekkert sérstaklega umdeildur maður og sá það ekki fyrir sér,“ sagði Sigmundur. Voru þá vinstri menn nefndir sérstaklega sem hópur sem hefðu horn í síðu fyrrverandi forsætisráðherrans. „Maður spyr sig einmitt hvers vegna því nú hef ég ekki barist fyrir stefnu sem er neitt sérstaklega andsnúin því sem maður hefði talið að ætti að vera hugsjónir þessa fólks. Hins vegar held ég að það pirri sérstaklega fólk úr þessari átt að maður á það til að tjá sig hreinskilnislega um hluti sem þessi tiltekni hópur vill helst ekki ræða,“ sagði Sigmundur þá.„Ef enginn væri að misskilja mig þá væri enginn á móti mér“ Spurður hvaða hlutir það væru sagði hann: „Eins og það draga það fram að það séu oft á tíðum hræsni ríkjandi hjá þeim hópi sem stundum er kallaður góða fólkið, og að það sé ekki endilega með sínu tali að gæta hagsmuna almennings snúist oft meira um það sjálft og þörf þessa fólks fyrir að virðast gott gagnvart sjálfu sér og vinum sínum en það sé ekki nógu mikið á bak við það. Menn eru stundum viðkvæmir fyrir þessu. En hvað varðar pólitíska stefnu og það sem ég hef gert í pólitíkinni og beitt mér fyrir þá átta ég mig ekki alveg á því hvers vegna ég ætti að vera svona umdeildur.“ Aðspurður hvort hann teldi sig misskilinn stjórnmálamenn almennt séð sagði hann að það færi eftir því við hverja er átt. „Einhverjir augljóslega að misskilja að misskilja mig. Ef enginn væri að misskilja mig þá væri enginn á móti á mér,“ sagði Sigmundur og hló. Hann bætti síðan við: „Þetta litla grín hérna áðan er dæmi um eitthvað sem gæti pirrað þennan hóp. Af hverju? Ég veit það ekki.“ Sigmundur ræddi síðan um stefnu ríkisstjórnarinnar og hvernig honum fyndist hún fara af stað. „Hún fer af stað nokkurn veginn eins og maður hafði gert ráð fyrir. Þar líka finnst manni vera miklar umbúðir og lítið innihald en þau ætla greinilega að sammælast um að halda sjó og láta stjórnkerfið um að reka landið,“ sagði Sigmundur en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Alþingi Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, kveðst oft hafa velt því fyrir sér hvers vegna hann sé jafn umdeildur stjórnmálamaður og raun ber vitni. Hann hafi ekki verið neitt sérstaklega umdeildur maður áður en hann fór í stjórnmálin og hafi ekki séð það fyrir sér. Þetta kom fram í viðtali við Sigmund í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þáttastjórnendur veltu upp þeirri spurningu hvort að Sigmundur væri umdeildasti stjórnmálamaðurinn og hvers vegna hann sjálfur teldi svo vera. „Ég hef oft velt þessu fyrir mér en ekki komist að niðurstöðu. Áður en maður fór í stjórnmálin þá var maður nú ekkert sérstaklega umdeildur maður og sá það ekki fyrir sér,“ sagði Sigmundur. Voru þá vinstri menn nefndir sérstaklega sem hópur sem hefðu horn í síðu fyrrverandi forsætisráðherrans. „Maður spyr sig einmitt hvers vegna því nú hef ég ekki barist fyrir stefnu sem er neitt sérstaklega andsnúin því sem maður hefði talið að ætti að vera hugsjónir þessa fólks. Hins vegar held ég að það pirri sérstaklega fólk úr þessari átt að maður á það til að tjá sig hreinskilnislega um hluti sem þessi tiltekni hópur vill helst ekki ræða,“ sagði Sigmundur þá.„Ef enginn væri að misskilja mig þá væri enginn á móti mér“ Spurður hvaða hlutir það væru sagði hann: „Eins og það draga það fram að það séu oft á tíðum hræsni ríkjandi hjá þeim hópi sem stundum er kallaður góða fólkið, og að það sé ekki endilega með sínu tali að gæta hagsmuna almennings snúist oft meira um það sjálft og þörf þessa fólks fyrir að virðast gott gagnvart sjálfu sér og vinum sínum en það sé ekki nógu mikið á bak við það. Menn eru stundum viðkvæmir fyrir þessu. En hvað varðar pólitíska stefnu og það sem ég hef gert í pólitíkinni og beitt mér fyrir þá átta ég mig ekki alveg á því hvers vegna ég ætti að vera svona umdeildur.“ Aðspurður hvort hann teldi sig misskilinn stjórnmálamenn almennt séð sagði hann að það færi eftir því við hverja er átt. „Einhverjir augljóslega að misskilja að misskilja mig. Ef enginn væri að misskilja mig þá væri enginn á móti á mér,“ sagði Sigmundur og hló. Hann bætti síðan við: „Þetta litla grín hérna áðan er dæmi um eitthvað sem gæti pirrað þennan hóp. Af hverju? Ég veit það ekki.“ Sigmundur ræddi síðan um stefnu ríkisstjórnarinnar og hvernig honum fyndist hún fara af stað. „Hún fer af stað nokkurn veginn eins og maður hafði gert ráð fyrir. Þar líka finnst manni vera miklar umbúðir og lítið innihald en þau ætla greinilega að sammælast um að halda sjó og láta stjórnkerfið um að reka landið,“ sagði Sigmundur en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Alþingi Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent