Enski boltinn

Keypti 65 þúsund króna vínflösku fyrir Mourinho

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lee Johnson, stjóri Bristol City.
Lee Johnson, stjóri Bristol City. Vísir/Getty
Bristol City, sem leikur í ensku B-deildinni, mætir í kvöld stórliði Manchester United á heimavelli sínum í 8-liða úrslitum ensku deildabikarkeppninnar. Óhætt er að segja að Lee Johnson, stjóri Bristol City, sé spenntur fyrir leiknum.

Bristol City hefur beðið lengi eftir tækifæri að fá að spila við eitt af stóru liðunum á Englandi og það kemur loksins í kvöld. Hörður Björgvin Magnússon er á mála hjá Bristol City og er líklegur til að vera í byrjunarliðinu.

Johnson, sem er 36 ára, er mikill aðdáandi Mourinho og vonast eftir því að fá að setjast niður og spjalla við Mourinho eftir leik.

Sjá einnig: Góð tilbreyting að mæta Manchester United

„Ég vona það,“ sagði hann spurður hvort hann vonaðast til þess að hitta Mourinho eftir leik. „Ég eyddi 450 pundum [65 þúsund krónum] í vínflösku!“

„Ég þurfti að brjóta sparibaukinn hjá litlu stelpunni minni. Það er verið að fljúga með flöskuna sérstaklega frá Portúgal,“ sagði hann í léttum dúr.

„Það væri frábært að fá að spjalla við hann og spyrja hann spjörunum úr. Jose er í miklum metum hjá mér. Ég hef lesið allar bækurnar og horft á allar æfingar sem hægt er að horfa á. Ég hef líka stúderað viðtölin hans.“

„Hann náði svipað langt sem leikmaður og ég gerði og vonandi mun ég ná að koma Bristol City í hæstu hæðir,“ sagði Johnson.


Tengdar fréttir

Góð tilbreyting að mæta Manchester United

Hörður Björgvin Magnússon verður vonandi í eldlínunni þegar lið hans, Bristol City, tekur á móti Manchester United í 8-liða úrslitum ensku deildabikarkeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×