Argentínumaðurinn Santiago Ponzinibbio er ekkert sérstaklega vinsæll hér á landi eftir að hann tróð puttunum sínum á kaf í augu Gunnars Nelson í Glasgow síðasta sumar. Hann er ekki hættur að beita þeirri taktík.
Ponzinibbio hafði betur gegn Mike Perry í rosalegum bardaga í Kanada um síðustu helgi. Þá fékk Perry að kenna á puttunum hans Ponzinibbio eins og Gunnar. Bandaríkjamaðurinn slapp þó betur.
„Hann potaði í augað á mér og það sér á mér út af því,“ sagði Perry en hann kvartaði yfir potinu í búrinu en dómarinn gerði ekkert.
Perry gat haldið áfram eftir potið sem Argentínumaðurinn ætlar að komast upp með enn eina ferðina. Sjá má mynd af augnpotinu hér.
Ponzinibbio getur ekki hætt að pota í augu andstæðinga sinna

Tengdar fréttir

Ponzinibbio potaði í augað á Gunnari | Mynd
Gunnar Nelson beið lægri hlut fyrir Santiago Ponzinibbio í Glasgow í gærkvöldi.

Gunnar ekki sá fyrsti til að lenda í argentínska augnapotaranum | Myndir
Svo virðist sem Gunnar Nelson sé ekki sá fyrsti sem lendir í augnapoti Argentínumannsins Santiagos Ponzinibbio.

Ponzinibbio: Horfði aftur á bardagann og sá ekki augnapotið
Santiago Ponzinibbio segist ekki geta séð það á myndbandi að hann hafi potað í augun á Gunnari Nelson í bardaga þeirra í Glasgow á sunnudagskvöldið.

Allt á suðupunkti vegna augnpots Ponzinibbio | Hér eru sönnunargögnin
Fyrir bardaga Gunnars Nelson og Santiago Ponzinibbio lagði dómarinn sérstaka áherslu á að ekki yrði slegið með opinn lófa í átt að andliti andstæðings. Allt er á suðupunkti vegna augnpots Ponzinibbio.