Fjárlög ekki afgreidd fyrir jól Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. desember 2017 10:19 Steingrímur J. Sigfússon er forseti Alþingis. Hann er hér við setningu þingsins í liðinni viku. vísir/anton brink Ekki næst að afgreiða fjárlög næsta árs frá Alþingi fyrir jól. Þing mun því þurfa að koma saman milli jóla og nýárs. Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, í samtali við Vísi en hann mun funda með formönnum þingflokka í hádeginu í dag til að ræða framhald þingstarfa. „Nefndirnar eru á fullu núna þar sem öll málin eru komin inn í nefnd. Þannig að það mæðir mikið á þeim núna og starfsfólki nefndasviðsins,“ segir Steingrímur. Hann segir að stefnt sé á að næsti þingfundur verði á morgun en ekki er ljóst hvort hann verði klukkan 10:30 eða 13:30. Þá sé áformað að ljúka annarri umræðu um fjárlög fyrir jól.En verður þingfundur á Þorláksmessu? „Það verður að koma í ljós, hvort að það verði atkvæðagreiðslur þá. Við erum ekki með fund á Þorlák nema brýna nauðsyn beri til því utanbæjarfólk vill náttúrulega gjarnan losna við það en það eru auðvitað fordæmi fyrir því. Ef til þess kæmi þá væri bara reynt að hafa stuttan fund fyrri part dags og þá fyrst og fremst í atkvæðagreiðslur,“ segir Steingrímur. Hann segir það ekki raunhæft að ætla sér að ljúka afgreiðslu fjárlaga næsta árs fyrir jól en stefnt sé að því að ljúka annarri umræðu, bæði um fjárlagafrumvarpið og hinn svokallaða bandorm sem felur í sér breytingar sem þarf að gera á ýmsum lögum vegna fjárlagafrumvarpsins. Milli jóla og nýárs þarf þing því að ljúka ýmsum málum og segir Steingrímur líklegt að þing komi saman að nýju strax þann 27. desember næstkomandi. Alþingi Tengdar fréttir Vill rannsókn á síðustu kosningum vegna nafnlauss áróðurs "Það er ekkert gagnsæi heldur frekar leyndarhyggja, sem snertir fjármögnun þessa áróðurs.“ 19. desember 2017 19:30 Vilja gera stafrænt kynferðisofbeldi refsivert 23 þingmenn standa á bakvið frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum sem felur í sér að stafrænt kynferðisofbeldi verði gert refsivert. 19. desember 2017 10:22 Önnur umræða um fjárlög hefst líklega á föstudag Þingflokksformaður Vinstri grænna reiknar með að fjárlaganefnd ljúki fyrstu yfirferð sinni á fjárlagafrumvarpinu á morgun. Reikna megi með að einhverjar breytingar verði gerðar á frumvarpinu en ekki liggi fyrir hvort samstaða náist um breytingar með stjórnarandstöðunni. 19. desember 2017 11:57 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Ekki næst að afgreiða fjárlög næsta árs frá Alþingi fyrir jól. Þing mun því þurfa að koma saman milli jóla og nýárs. Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, í samtali við Vísi en hann mun funda með formönnum þingflokka í hádeginu í dag til að ræða framhald þingstarfa. „Nefndirnar eru á fullu núna þar sem öll málin eru komin inn í nefnd. Þannig að það mæðir mikið á þeim núna og starfsfólki nefndasviðsins,“ segir Steingrímur. Hann segir að stefnt sé á að næsti þingfundur verði á morgun en ekki er ljóst hvort hann verði klukkan 10:30 eða 13:30. Þá sé áformað að ljúka annarri umræðu um fjárlög fyrir jól.En verður þingfundur á Þorláksmessu? „Það verður að koma í ljós, hvort að það verði atkvæðagreiðslur þá. Við erum ekki með fund á Þorlák nema brýna nauðsyn beri til því utanbæjarfólk vill náttúrulega gjarnan losna við það en það eru auðvitað fordæmi fyrir því. Ef til þess kæmi þá væri bara reynt að hafa stuttan fund fyrri part dags og þá fyrst og fremst í atkvæðagreiðslur,“ segir Steingrímur. Hann segir það ekki raunhæft að ætla sér að ljúka afgreiðslu fjárlaga næsta árs fyrir jól en stefnt sé að því að ljúka annarri umræðu, bæði um fjárlagafrumvarpið og hinn svokallaða bandorm sem felur í sér breytingar sem þarf að gera á ýmsum lögum vegna fjárlagafrumvarpsins. Milli jóla og nýárs þarf þing því að ljúka ýmsum málum og segir Steingrímur líklegt að þing komi saman að nýju strax þann 27. desember næstkomandi.
Alþingi Tengdar fréttir Vill rannsókn á síðustu kosningum vegna nafnlauss áróðurs "Það er ekkert gagnsæi heldur frekar leyndarhyggja, sem snertir fjármögnun þessa áróðurs.“ 19. desember 2017 19:30 Vilja gera stafrænt kynferðisofbeldi refsivert 23 þingmenn standa á bakvið frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum sem felur í sér að stafrænt kynferðisofbeldi verði gert refsivert. 19. desember 2017 10:22 Önnur umræða um fjárlög hefst líklega á föstudag Þingflokksformaður Vinstri grænna reiknar með að fjárlaganefnd ljúki fyrstu yfirferð sinni á fjárlagafrumvarpinu á morgun. Reikna megi með að einhverjar breytingar verði gerðar á frumvarpinu en ekki liggi fyrir hvort samstaða náist um breytingar með stjórnarandstöðunni. 19. desember 2017 11:57 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Vill rannsókn á síðustu kosningum vegna nafnlauss áróðurs "Það er ekkert gagnsæi heldur frekar leyndarhyggja, sem snertir fjármögnun þessa áróðurs.“ 19. desember 2017 19:30
Vilja gera stafrænt kynferðisofbeldi refsivert 23 þingmenn standa á bakvið frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum sem felur í sér að stafrænt kynferðisofbeldi verði gert refsivert. 19. desember 2017 10:22
Önnur umræða um fjárlög hefst líklega á föstudag Þingflokksformaður Vinstri grænna reiknar með að fjárlaganefnd ljúki fyrstu yfirferð sinni á fjárlagafrumvarpinu á morgun. Reikna megi með að einhverjar breytingar verði gerðar á frumvarpinu en ekki liggi fyrir hvort samstaða náist um breytingar með stjórnarandstöðunni. 19. desember 2017 11:57