Íslendingar flykkjast til útlanda yfir páskana sem aldrei fyrr Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. apríl 2017 19:30 Aukinn kaupmáttur Íslendinga og ódýrar flugferðir til útlanda gera það að verkum að langtímabílstæðin við Keflavíkurflugvöll eru yfirfull. Þetta segir upplýsingafulltrúi Isavia og að met verði líklega slegið í ferðalögum Íslendinga út fyrir landsteinana þessa páskana. Við Flugstöð Leifs Eiríkssonar eru um 2.400 langtímastæði. Það eru stæði sem hægt er að nota ef fólk ætlar að skella sér útlanda í skamman tíma. Þeir sem nota þessi stæði eru aðallega Íslendingar. Það virðist margir vera á ferðinni þessa páskana því yfir þrjú þúsund bílar eru á svæðinu og öll bílastæði yfirfull. „Það er töluvert meiri umferð hérna heldur en í fyrra. Það voru 2.000 bílar í fyrra og það gekk nú bara ágætlega. Síðan þá erum við búin að stækka stæðið. Nú eru 3.000 bílar hér komnir á svæðið. Þannig að það er greinilegt, þó ég ætla ekki að vera að taka hér starf greiningadeilda bankanna, þá er væntanlega kaupmáttur Íslendinga og ódýrar ferðir til útlanda sem að gera það að verkum að stæðin eru hér full,“ segir Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Isavia sem rekur Keflavíkurflugvöll. Hann segir að í fyrra hafi verið slegið met frá árinu 2007 þegar kemur að ferðalögum Íslendinga til útlanda. „Það sem af er ári eru 20% fleiri Íslendingar sem hafa farið út og þetta er miklu meira heldur en búist var við yfir páskana,“ segir Guðni. Guðni segir að svo geti farið að fólki verði vísað frá sem ætlar að skilja bíla sína eftir um þessa páskahelgi. Hann hvetur því ferðalanga til að gera aðrar ráðstafanir til að mynda taka rútu, strætó eða láta skutla sér. Hann á von á að slegin verði met þessa páska þegar kemur að ferðalögum Íslendinga til útlanda. „Eftir páskana þá gefum við væntanlega út tölur um það en það lítur út fyrir það að þetta sé að slá öll met,“ segir Guðni. Tengdar fréttir Bílastæðin full við Leifsstöð: Farþegum ráðlagt að taka rútu eða láta skutla sér Svo virðist sem að ansi margir Íslendingar hafi ákveðið að skella sér til útlanda í páskafríinu sem hófst í dag. Langtímastæði við Keflavíkurflugvöll eru oðinn full og ekki er hægt að leggja fleiri bílum í stæðin. 13. apríl 2017 11:19 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Aukinn kaupmáttur Íslendinga og ódýrar flugferðir til útlanda gera það að verkum að langtímabílstæðin við Keflavíkurflugvöll eru yfirfull. Þetta segir upplýsingafulltrúi Isavia og að met verði líklega slegið í ferðalögum Íslendinga út fyrir landsteinana þessa páskana. Við Flugstöð Leifs Eiríkssonar eru um 2.400 langtímastæði. Það eru stæði sem hægt er að nota ef fólk ætlar að skella sér útlanda í skamman tíma. Þeir sem nota þessi stæði eru aðallega Íslendingar. Það virðist margir vera á ferðinni þessa páskana því yfir þrjú þúsund bílar eru á svæðinu og öll bílastæði yfirfull. „Það er töluvert meiri umferð hérna heldur en í fyrra. Það voru 2.000 bílar í fyrra og það gekk nú bara ágætlega. Síðan þá erum við búin að stækka stæðið. Nú eru 3.000 bílar hér komnir á svæðið. Þannig að það er greinilegt, þó ég ætla ekki að vera að taka hér starf greiningadeilda bankanna, þá er væntanlega kaupmáttur Íslendinga og ódýrar ferðir til útlanda sem að gera það að verkum að stæðin eru hér full,“ segir Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Isavia sem rekur Keflavíkurflugvöll. Hann segir að í fyrra hafi verið slegið met frá árinu 2007 þegar kemur að ferðalögum Íslendinga til útlanda. „Það sem af er ári eru 20% fleiri Íslendingar sem hafa farið út og þetta er miklu meira heldur en búist var við yfir páskana,“ segir Guðni. Guðni segir að svo geti farið að fólki verði vísað frá sem ætlar að skilja bíla sína eftir um þessa páskahelgi. Hann hvetur því ferðalanga til að gera aðrar ráðstafanir til að mynda taka rútu, strætó eða láta skutla sér. Hann á von á að slegin verði met þessa páska þegar kemur að ferðalögum Íslendinga til útlanda. „Eftir páskana þá gefum við væntanlega út tölur um það en það lítur út fyrir það að þetta sé að slá öll met,“ segir Guðni.
Tengdar fréttir Bílastæðin full við Leifsstöð: Farþegum ráðlagt að taka rútu eða láta skutla sér Svo virðist sem að ansi margir Íslendingar hafi ákveðið að skella sér til útlanda í páskafríinu sem hófst í dag. Langtímastæði við Keflavíkurflugvöll eru oðinn full og ekki er hægt að leggja fleiri bílum í stæðin. 13. apríl 2017 11:19 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Bílastæðin full við Leifsstöð: Farþegum ráðlagt að taka rútu eða láta skutla sér Svo virðist sem að ansi margir Íslendingar hafi ákveðið að skella sér til útlanda í páskafríinu sem hófst í dag. Langtímastæði við Keflavíkurflugvöll eru oðinn full og ekki er hægt að leggja fleiri bílum í stæðin. 13. apríl 2017 11:19