Enski boltinn

City gæti náð í Sanchez í janúar eftir meiðsli Jesus og de Bruyne

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alexis Sánchez gæti verið á förum frá Arsenal í janúar.
Alexis Sánchez gæti verið á förum frá Arsenal í janúar. vísir/getty
Meiðsli Kevin de Bruyne og Gabriel Jesus gætu orðið til þess að Manchester City geri kauptilboð í Alexis Sanchez fyrr en áætlað var.

Félagið ætlaði sér að bíða þar til í sumar og fá þá Sílemanninn frítt, en samningur hans við Arsenal rennur út í sumar.

Hins vegar staðfesti Pep Guardiola að það verði fundað innan húss til þess að ákveða hvort félagið eigi að reyna að fá sóknarmanninn strax í janúar.

Nú þegar hefur komið í ljós að Jesus verði frá í allt að tvo mánuði, en staða de Bruyne mun ekki koma í ljós fyrr en á morgun. Báðir meiddust þeir í viðureign City og Crystal Palace í dag.

Guardiola vildi þó ekki gefa of mikið upp, hann sagði Sanchez enn vera leikmann Arsenal og að hann yrði það líklegast áfram, en það yrði þó fundað um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×