Bjóða fjölnota poka fyrir plastpoka Samúel Karl Ólason skrifar 8. september 2017 14:52 Nettó er ein af verslunarkeðjum Samkaupa. Vísir/PJetur Forsvarsmenn fyrirtækisins Samkaup hafa ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum að koma með plastpoka í allar verslanir fyrirtækisins og skipta þeim út fyrir fjölnota poka. Fyrir hverja þrjá plastpoka sem fólk skilar fær viðkomandi einn fjölnota poka. Búið er að koma fyrir sérstökum móttökustöðum í verslunum Samkaupa. Átakið fer af stað í dag, föstudaginn 8. september og verður áberandi í verslunum um land allt. Fjölnota pokarnir munu fást í skiptum fyrir plastpoka á meðan birgðir endast, en fyrirtækið hefur tekið upp 50 þúsund slíka poka. „Við sjáum svo að sjálfsögðu til þess að plastpokarnir fari á réttan stað, beint í endurvinnslu. Með þessu viljum leggja okkar að mörkum við að draga almennt úr notkun plastpoka,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson,framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa í tilkynningu frá fyrirtækinu.Einn af pokunum sem um ræðir.VísirÞegar birgðirnar verða búnar mun fyrirtækið selja fjölnota poka og mun ágóðinn renna í samfélagssjóð Samkaupa.Hugmyndin kviknaði í fjöruhreinsun Gunnar Egill segir að vissulega hafi átak Pokasjóðs sem ýtt var úr vör síðastliðið vor og snerist um að leggja sjálfan sig niður hafa haft hvetjandi áhrif á framkvæmdina. En hugmyndin að þessu einstaka framtaki hafi raunverulega kviknað í kjölfar strandhreinsiátaks sem stærsta verslunarkeðja Samkaupa, Nettó, hefur unnið í samstarfi við Bláa herinn og Samtök Sveitarfélaga á Suðurnesjum í sumar en þar kom ýmislegt í ljós. „Þar voru strendurnar á Reykjanesi gengnar og rusl tekið upp úr fjörunni. Okkur ofbauð hreinlega magnið. Við viljum með þessum aðgerðum axla ábyrgð á vandamálinu sem útbreiðsla plastpoka raunverulega er. Það getur til að mynda tekið á bilinu 100-500 ár fyrir hefðbundna plastpoka að brotna niður í náttúrunni. Við erum í góðri aðstöðu til þess að reyna að breyta þessu með viðskiptavinum okkar og þess vegna förum við af stað í þetta verkefni núna,“ segir Gunnar Egill. Átak Samkaupa varðandi fjölnota poka er liður í umhverfisverndarstefnu fyrirtækisins. Samkvæmt tilkynningunni dró Samkaup úr sorpi frá verslunum um hundrað tonn í fyrra og er komið langleiðina með sama markmið í ár. „Til að styðja við þetta höfum við líka verið með verkefnið Minni sóun sem gengur út á að fá viðskiptavini í lið með okkur og bjóðum uppá stigmagnandi afslætti eftir því sem síðasti söludagur nálgast. Þær vörur hafa fengið gríðarlega góð viðbrögð og í fyrra veittum við 125 milljónir króna í afslátt og nú þegar höfum við veitt 105 milljónir króna í afslátt það sem af er ári.“ Gunnar segir fyrirtækið ætla að halda áfram að sýna gott fordæmi í umhverfisvernd og vill með þessu hvetja enn fleiri verslanir til að gera slíkt hið sama. Umhverfismál Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Forsvarsmenn fyrirtækisins Samkaup hafa ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum að koma með plastpoka í allar verslanir fyrirtækisins og skipta þeim út fyrir fjölnota poka. Fyrir hverja þrjá plastpoka sem fólk skilar fær viðkomandi einn fjölnota poka. Búið er að koma fyrir sérstökum móttökustöðum í verslunum Samkaupa. Átakið fer af stað í dag, föstudaginn 8. september og verður áberandi í verslunum um land allt. Fjölnota pokarnir munu fást í skiptum fyrir plastpoka á meðan birgðir endast, en fyrirtækið hefur tekið upp 50 þúsund slíka poka. „Við sjáum svo að sjálfsögðu til þess að plastpokarnir fari á réttan stað, beint í endurvinnslu. Með þessu viljum leggja okkar að mörkum við að draga almennt úr notkun plastpoka,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson,framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa í tilkynningu frá fyrirtækinu.Einn af pokunum sem um ræðir.VísirÞegar birgðirnar verða búnar mun fyrirtækið selja fjölnota poka og mun ágóðinn renna í samfélagssjóð Samkaupa.Hugmyndin kviknaði í fjöruhreinsun Gunnar Egill segir að vissulega hafi átak Pokasjóðs sem ýtt var úr vör síðastliðið vor og snerist um að leggja sjálfan sig niður hafa haft hvetjandi áhrif á framkvæmdina. En hugmyndin að þessu einstaka framtaki hafi raunverulega kviknað í kjölfar strandhreinsiátaks sem stærsta verslunarkeðja Samkaupa, Nettó, hefur unnið í samstarfi við Bláa herinn og Samtök Sveitarfélaga á Suðurnesjum í sumar en þar kom ýmislegt í ljós. „Þar voru strendurnar á Reykjanesi gengnar og rusl tekið upp úr fjörunni. Okkur ofbauð hreinlega magnið. Við viljum með þessum aðgerðum axla ábyrgð á vandamálinu sem útbreiðsla plastpoka raunverulega er. Það getur til að mynda tekið á bilinu 100-500 ár fyrir hefðbundna plastpoka að brotna niður í náttúrunni. Við erum í góðri aðstöðu til þess að reyna að breyta þessu með viðskiptavinum okkar og þess vegna förum við af stað í þetta verkefni núna,“ segir Gunnar Egill. Átak Samkaupa varðandi fjölnota poka er liður í umhverfisverndarstefnu fyrirtækisins. Samkvæmt tilkynningunni dró Samkaup úr sorpi frá verslunum um hundrað tonn í fyrra og er komið langleiðina með sama markmið í ár. „Til að styðja við þetta höfum við líka verið með verkefnið Minni sóun sem gengur út á að fá viðskiptavini í lið með okkur og bjóðum uppá stigmagnandi afslætti eftir því sem síðasti söludagur nálgast. Þær vörur hafa fengið gríðarlega góð viðbrögð og í fyrra veittum við 125 milljónir króna í afslátt og nú þegar höfum við veitt 105 milljónir króna í afslátt það sem af er ári.“ Gunnar segir fyrirtækið ætla að halda áfram að sýna gott fordæmi í umhverfisvernd og vill með þessu hvetja enn fleiri verslanir til að gera slíkt hið sama.
Umhverfismál Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Vatnsbúskapurinn fer batnandi Viðskipti innlent Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira