Bjóða fjölnota poka fyrir plastpoka Samúel Karl Ólason skrifar 8. september 2017 14:52 Nettó er ein af verslunarkeðjum Samkaupa. Vísir/PJetur Forsvarsmenn fyrirtækisins Samkaup hafa ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum að koma með plastpoka í allar verslanir fyrirtækisins og skipta þeim út fyrir fjölnota poka. Fyrir hverja þrjá plastpoka sem fólk skilar fær viðkomandi einn fjölnota poka. Búið er að koma fyrir sérstökum móttökustöðum í verslunum Samkaupa. Átakið fer af stað í dag, föstudaginn 8. september og verður áberandi í verslunum um land allt. Fjölnota pokarnir munu fást í skiptum fyrir plastpoka á meðan birgðir endast, en fyrirtækið hefur tekið upp 50 þúsund slíka poka. „Við sjáum svo að sjálfsögðu til þess að plastpokarnir fari á réttan stað, beint í endurvinnslu. Með þessu viljum leggja okkar að mörkum við að draga almennt úr notkun plastpoka,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson,framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa í tilkynningu frá fyrirtækinu.Einn af pokunum sem um ræðir.VísirÞegar birgðirnar verða búnar mun fyrirtækið selja fjölnota poka og mun ágóðinn renna í samfélagssjóð Samkaupa.Hugmyndin kviknaði í fjöruhreinsun Gunnar Egill segir að vissulega hafi átak Pokasjóðs sem ýtt var úr vör síðastliðið vor og snerist um að leggja sjálfan sig niður hafa haft hvetjandi áhrif á framkvæmdina. En hugmyndin að þessu einstaka framtaki hafi raunverulega kviknað í kjölfar strandhreinsiátaks sem stærsta verslunarkeðja Samkaupa, Nettó, hefur unnið í samstarfi við Bláa herinn og Samtök Sveitarfélaga á Suðurnesjum í sumar en þar kom ýmislegt í ljós. „Þar voru strendurnar á Reykjanesi gengnar og rusl tekið upp úr fjörunni. Okkur ofbauð hreinlega magnið. Við viljum með þessum aðgerðum axla ábyrgð á vandamálinu sem útbreiðsla plastpoka raunverulega er. Það getur til að mynda tekið á bilinu 100-500 ár fyrir hefðbundna plastpoka að brotna niður í náttúrunni. Við erum í góðri aðstöðu til þess að reyna að breyta þessu með viðskiptavinum okkar og þess vegna förum við af stað í þetta verkefni núna,“ segir Gunnar Egill. Átak Samkaupa varðandi fjölnota poka er liður í umhverfisverndarstefnu fyrirtækisins. Samkvæmt tilkynningunni dró Samkaup úr sorpi frá verslunum um hundrað tonn í fyrra og er komið langleiðina með sama markmið í ár. „Til að styðja við þetta höfum við líka verið með verkefnið Minni sóun sem gengur út á að fá viðskiptavini í lið með okkur og bjóðum uppá stigmagnandi afslætti eftir því sem síðasti söludagur nálgast. Þær vörur hafa fengið gríðarlega góð viðbrögð og í fyrra veittum við 125 milljónir króna í afslátt og nú þegar höfum við veitt 105 milljónir króna í afslátt það sem af er ári.“ Gunnar segir fyrirtækið ætla að halda áfram að sýna gott fordæmi í umhverfisvernd og vill með þessu hvetja enn fleiri verslanir til að gera slíkt hið sama. Umhverfismál Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Forsvarsmenn fyrirtækisins Samkaup hafa ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum að koma með plastpoka í allar verslanir fyrirtækisins og skipta þeim út fyrir fjölnota poka. Fyrir hverja þrjá plastpoka sem fólk skilar fær viðkomandi einn fjölnota poka. Búið er að koma fyrir sérstökum móttökustöðum í verslunum Samkaupa. Átakið fer af stað í dag, föstudaginn 8. september og verður áberandi í verslunum um land allt. Fjölnota pokarnir munu fást í skiptum fyrir plastpoka á meðan birgðir endast, en fyrirtækið hefur tekið upp 50 þúsund slíka poka. „Við sjáum svo að sjálfsögðu til þess að plastpokarnir fari á réttan stað, beint í endurvinnslu. Með þessu viljum leggja okkar að mörkum við að draga almennt úr notkun plastpoka,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson,framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa í tilkynningu frá fyrirtækinu.Einn af pokunum sem um ræðir.VísirÞegar birgðirnar verða búnar mun fyrirtækið selja fjölnota poka og mun ágóðinn renna í samfélagssjóð Samkaupa.Hugmyndin kviknaði í fjöruhreinsun Gunnar Egill segir að vissulega hafi átak Pokasjóðs sem ýtt var úr vör síðastliðið vor og snerist um að leggja sjálfan sig niður hafa haft hvetjandi áhrif á framkvæmdina. En hugmyndin að þessu einstaka framtaki hafi raunverulega kviknað í kjölfar strandhreinsiátaks sem stærsta verslunarkeðja Samkaupa, Nettó, hefur unnið í samstarfi við Bláa herinn og Samtök Sveitarfélaga á Suðurnesjum í sumar en þar kom ýmislegt í ljós. „Þar voru strendurnar á Reykjanesi gengnar og rusl tekið upp úr fjörunni. Okkur ofbauð hreinlega magnið. Við viljum með þessum aðgerðum axla ábyrgð á vandamálinu sem útbreiðsla plastpoka raunverulega er. Það getur til að mynda tekið á bilinu 100-500 ár fyrir hefðbundna plastpoka að brotna niður í náttúrunni. Við erum í góðri aðstöðu til þess að reyna að breyta þessu með viðskiptavinum okkar og þess vegna förum við af stað í þetta verkefni núna,“ segir Gunnar Egill. Átak Samkaupa varðandi fjölnota poka er liður í umhverfisverndarstefnu fyrirtækisins. Samkvæmt tilkynningunni dró Samkaup úr sorpi frá verslunum um hundrað tonn í fyrra og er komið langleiðina með sama markmið í ár. „Til að styðja við þetta höfum við líka verið með verkefnið Minni sóun sem gengur út á að fá viðskiptavini í lið með okkur og bjóðum uppá stigmagnandi afslætti eftir því sem síðasti söludagur nálgast. Þær vörur hafa fengið gríðarlega góð viðbrögð og í fyrra veittum við 125 milljónir króna í afslátt og nú þegar höfum við veitt 105 milljónir króna í afslátt það sem af er ári.“ Gunnar segir fyrirtækið ætla að halda áfram að sýna gott fordæmi í umhverfisvernd og vill með þessu hvetja enn fleiri verslanir til að gera slíkt hið sama.
Umhverfismál Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira