XCom2 - War of the Chosen: Allt annar og mun betri leikur Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2017 08:00 Ég hef lengi verið mikill aðdáandi XCom seríunnar. Við höfum gengið í gegnum stormasamt samband þar sem mér finnst leikirnir hafa svikið mig og komið illa fram við mig svo ég ger í fýlu við þá. Ég hugsa þó að þeim dögum sé loksins lokið. Aukapakkinn War of the Chosen gerir XCom 2 að frábærum leik sem það er erfitt að vera reiður við, þó hann geti verið mjög svo erfiður og jafnvel ósanngjarn. Baráttan um jörðina stendur enn yfir þar sem Advent geimverurnar hafa stjórnað öllu í tuttugu ár. Nýjar fylkingar eru hins mættar til leiks, þar sem þrír aðrir andspyrnuhópar; Reapers, Skirmishers og Templars, setja sig í samband við XCom og þurfa spilarar að byggja upp samband þeirra við þá hópa. Þeir senda svo hetjur sínar til XCom. Þrátt fyrir að í grunninn sé War of the Chosen aukapakki og leikurinn gangi sinn vanagang, er XCom 2 orðinn allt annar leikur og mun betri.Þetta er í raun í þriðja sinn sem ég skrifa um XCom 2. Fyrst við útgáfu leiksins fyrir PC, svo við útgáfu leiksins fyrir PS4 og nú fyrir útgáfu aukapakkans War of the Chosen. Fjölmörgu hefur verið bætt við leikinn með War of the Chosen sem breyta spilun leiksins að miklu leyti. Auk nýrra borða hefur nýjum verkefnum verið bætt við þar sem spilarar þurfa að senda hermenn í leyniverkefni til að byggja upp traust við hina andspyrnuhópana og finna The Chosen.Hrista upp í hlutunum Stærsta breytingin er þó án efa þrjár nýjar geimverur (samt ekki), The Chosen, sem verja tíma sínum í að elta uppi útsendara XCom. Þeir geta stungið upp kollinum í miðjum verkefnum og gert allar áætlanir spilara að engu. The Chosen eru þrjú: The Assassin, The Warlock og The Hunter. Það getur verið stórskemmtilegt þegar einn af The Chosen mætir og setur allt á annan endann. Hins vegar getur það verið einnig verið óþolandi. Það er mjög stutt á milli skemmtunar og pirrings í XCom 2. Takist spilurum ekki að finna The Chosen, finna þeir spilarana og gera árásir á höfuðstöðvar XCom. Þar að auki geta þeir rænt hermönnum og margt fleira. Þeir hrista upp í hlutunum en það allra versta sem þeir gera er að hæðast að manni non-stop. Manni getur nú sárnað.Star Trek þema Einnig er vert að taka fram að hvorki meira né minna en fimm leikarar úr Star Trek: The Next Generation ljá persónum í War of the Chosen röddu sína. Það eru þau Jonathan Frakes, Marina Sirtis, Michael Dorn, John de Lancie og Denise Crosby.Með því að bæta við þreytu er nú ekki hægt að notast eingöngu við einn hóp hermanna eða einn uppáhalds hermann í öllum verkefnum. Þreyta neyðir spilara til að vera með tvö eða þrjú teymi og það gerir leikinn að vissu leyti erfiðari, en alveg pottþétt skemmtilegri. Ég hef yfirleitt alltaf verið með einn haglabyssu-beitandi, vindil-nagandi, tattúeraðan harðjaxl sem heitir Sammi í mínu liði. Ég hef samt ekki fundið þörfina til að hafa einn slíkan núna þar sem naglinn Sammi gæti ekki verið í öllum verkefnunum. Svo yrði það svo óraunverulegt því Sammi verður ekki þreyttur á að drepa geimverur. Ég sakna Samma.Starcraft þema Þá er búið að fjölga tegundum hermanna með tilkomu Reapers, Skirmishers og Templars sem gerir spilunina fjölbreyttari. Reapers eru laumupúkar og geimveruætur sem beita langdrægum rifflum gegn óvinum sínum. Skirmishers eru erfðabreyttir menn sem hafa slitið sig frá Advent og berjast gegn sínum fyrri yfirráðamönnum. Svo eru það Templars sem eru nánast alveg eins og Protoss úr Starcraft. Þeir berjast með tveimur orkuhnífum einhverjum sem þeir eru með á höndunum og geta einnig beitt huganum til að sigra óvini sína.Walking dead þema Þar að auki er búið að bæta við nokkurs konar uppvakningum sem herja bæði á XCom og Advent. Þau borð geta verið þrususkemmtileg og þá sérstaklega á fyrri stigum leiksins. Þá þurfa spilarar að vanda sig verulega, hörfa og skjóta til að sigrast á hjörðum kvikynda sem kallast The Lost.Einnig er búið að bæta við aukahæfileikum sem hermenn geta lært og þá geta þeir myndað tengsl sín á milli. Því fleiri verkefni sem þeir gera saman, því sterkari geta þau tengsl orðið og hægt er að nota þau til að auka getu hermannanna. Ef annar þeirra deyr þá fer hinn í ákveðið ójafnvægi og það reynist erfitt að stýra honum í nokkrar umferðir, sem getur reynst ansi dýrkeypt. Einnig er mögulegt að græða á því þar sem ákveðinn blóðlosti kemur yfir þá hermenn sem missa vini sína. Þar að auki geta Advent geimverurnar handsamað hermenn XCom sem er vesen, en það er hægt að bjarga þeim aftur. Í stuttu máli sagt er búið að bæta heilum haug af viðbótarefni við XCom 2 og er leikurinn orðinn allt annar og betri. Grafíkin er auðvitað enn fín og fjölmargir gallar hafa verið lagaðir. Ég þurfti þó tvisvar sinnum að fara slökkva handvirkt á leiknum eftir að hann fraus, sem er leim.Enn mikið um tímasóun Þá er hann enn að gera mig brjálaðan varðandi það að eyða tíma mínum. Í fyrsta dómi mínum skrifaði ég eftirfarandi texta:Í hverjum mánuði í leiknum fær spilari ákveðið magn af birgðum eftir því hve stórt svæði heimsins hann hefur opnað. Þær birgðir þarf þó að sækja á heimskortinu. Leiðinlega mikill tími fer í að horfa á geimskip XCom taka á loft, fljúga höktandi um kortið og lenda á nýjum stað til þess að láta klukkuna ganga áfram á meðan til dæmis birgðum er safnað og tekur það þrjá daga.Oftar en ekki er þó ekki hægt að klára það í einni tilraun, þar sem eitthvað kemur upp á. Þá þarf að horfa aftur á skipið taka á loft, fljúga höktandi um kortið og lenda. Fara í gegnum eitt borð og fljúga aftur til baka til að sækja birgðirnar og vona að það gangi upp án þess að nauðsynlegt reynist að taka aftur á loft.Þetta er enn raunin og þetta er enn óþolandi. Það er þó greinilegt að ég er ekki sá eini sem er á þessari skoðun. Mod-inn „Stop Wasting My Time“ er til dæmis einn af vinsælustu mod-um leiksins, bæði á Nexusmods og Steam Workshop. Þetta eru kannski fáar sekúndur sem spilarar spara sér í hvert skipti, en skiptin sjálf eru fáránlega mörg og að lokum skilar þetta mörgum mínútum. Jafnvel heilum klukkustundum, en ef svo er, þá þurfið þið að hugsa ykkar gang.Niðurstaða-ish Til að hætta þessum skrifum vil ég draga niðurstöðu mína saman í nokkrar setningar: Ef þú hafðir gaman af XCom 2, þá áttu að fá þér War of the Chosen. Ef þú spilaðir ekki XCom 2 og átt hann ekki, þá áttu að fá þér XCom 2 og svo War of the Chosen. Turn-based leikir eru þó ekki fyrir alla en ég á erfitt með að ímynda mér að einhver verði fyrir vonbrigðum. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Ég hef lengi verið mikill aðdáandi XCom seríunnar. Við höfum gengið í gegnum stormasamt samband þar sem mér finnst leikirnir hafa svikið mig og komið illa fram við mig svo ég ger í fýlu við þá. Ég hugsa þó að þeim dögum sé loksins lokið. Aukapakkinn War of the Chosen gerir XCom 2 að frábærum leik sem það er erfitt að vera reiður við, þó hann geti verið mjög svo erfiður og jafnvel ósanngjarn. Baráttan um jörðina stendur enn yfir þar sem Advent geimverurnar hafa stjórnað öllu í tuttugu ár. Nýjar fylkingar eru hins mættar til leiks, þar sem þrír aðrir andspyrnuhópar; Reapers, Skirmishers og Templars, setja sig í samband við XCom og þurfa spilarar að byggja upp samband þeirra við þá hópa. Þeir senda svo hetjur sínar til XCom. Þrátt fyrir að í grunninn sé War of the Chosen aukapakki og leikurinn gangi sinn vanagang, er XCom 2 orðinn allt annar leikur og mun betri.Þetta er í raun í þriðja sinn sem ég skrifa um XCom 2. Fyrst við útgáfu leiksins fyrir PC, svo við útgáfu leiksins fyrir PS4 og nú fyrir útgáfu aukapakkans War of the Chosen. Fjölmörgu hefur verið bætt við leikinn með War of the Chosen sem breyta spilun leiksins að miklu leyti. Auk nýrra borða hefur nýjum verkefnum verið bætt við þar sem spilarar þurfa að senda hermenn í leyniverkefni til að byggja upp traust við hina andspyrnuhópana og finna The Chosen.Hrista upp í hlutunum Stærsta breytingin er þó án efa þrjár nýjar geimverur (samt ekki), The Chosen, sem verja tíma sínum í að elta uppi útsendara XCom. Þeir geta stungið upp kollinum í miðjum verkefnum og gert allar áætlanir spilara að engu. The Chosen eru þrjú: The Assassin, The Warlock og The Hunter. Það getur verið stórskemmtilegt þegar einn af The Chosen mætir og setur allt á annan endann. Hins vegar getur það verið einnig verið óþolandi. Það er mjög stutt á milli skemmtunar og pirrings í XCom 2. Takist spilurum ekki að finna The Chosen, finna þeir spilarana og gera árásir á höfuðstöðvar XCom. Þar að auki geta þeir rænt hermönnum og margt fleira. Þeir hrista upp í hlutunum en það allra versta sem þeir gera er að hæðast að manni non-stop. Manni getur nú sárnað.Star Trek þema Einnig er vert að taka fram að hvorki meira né minna en fimm leikarar úr Star Trek: The Next Generation ljá persónum í War of the Chosen röddu sína. Það eru þau Jonathan Frakes, Marina Sirtis, Michael Dorn, John de Lancie og Denise Crosby.Með því að bæta við þreytu er nú ekki hægt að notast eingöngu við einn hóp hermanna eða einn uppáhalds hermann í öllum verkefnum. Þreyta neyðir spilara til að vera með tvö eða þrjú teymi og það gerir leikinn að vissu leyti erfiðari, en alveg pottþétt skemmtilegri. Ég hef yfirleitt alltaf verið með einn haglabyssu-beitandi, vindil-nagandi, tattúeraðan harðjaxl sem heitir Sammi í mínu liði. Ég hef samt ekki fundið þörfina til að hafa einn slíkan núna þar sem naglinn Sammi gæti ekki verið í öllum verkefnunum. Svo yrði það svo óraunverulegt því Sammi verður ekki þreyttur á að drepa geimverur. Ég sakna Samma.Starcraft þema Þá er búið að fjölga tegundum hermanna með tilkomu Reapers, Skirmishers og Templars sem gerir spilunina fjölbreyttari. Reapers eru laumupúkar og geimveruætur sem beita langdrægum rifflum gegn óvinum sínum. Skirmishers eru erfðabreyttir menn sem hafa slitið sig frá Advent og berjast gegn sínum fyrri yfirráðamönnum. Svo eru það Templars sem eru nánast alveg eins og Protoss úr Starcraft. Þeir berjast með tveimur orkuhnífum einhverjum sem þeir eru með á höndunum og geta einnig beitt huganum til að sigra óvini sína.Walking dead þema Þar að auki er búið að bæta við nokkurs konar uppvakningum sem herja bæði á XCom og Advent. Þau borð geta verið þrususkemmtileg og þá sérstaklega á fyrri stigum leiksins. Þá þurfa spilarar að vanda sig verulega, hörfa og skjóta til að sigrast á hjörðum kvikynda sem kallast The Lost.Einnig er búið að bæta við aukahæfileikum sem hermenn geta lært og þá geta þeir myndað tengsl sín á milli. Því fleiri verkefni sem þeir gera saman, því sterkari geta þau tengsl orðið og hægt er að nota þau til að auka getu hermannanna. Ef annar þeirra deyr þá fer hinn í ákveðið ójafnvægi og það reynist erfitt að stýra honum í nokkrar umferðir, sem getur reynst ansi dýrkeypt. Einnig er mögulegt að græða á því þar sem ákveðinn blóðlosti kemur yfir þá hermenn sem missa vini sína. Þar að auki geta Advent geimverurnar handsamað hermenn XCom sem er vesen, en það er hægt að bjarga þeim aftur. Í stuttu máli sagt er búið að bæta heilum haug af viðbótarefni við XCom 2 og er leikurinn orðinn allt annar og betri. Grafíkin er auðvitað enn fín og fjölmargir gallar hafa verið lagaðir. Ég þurfti þó tvisvar sinnum að fara slökkva handvirkt á leiknum eftir að hann fraus, sem er leim.Enn mikið um tímasóun Þá er hann enn að gera mig brjálaðan varðandi það að eyða tíma mínum. Í fyrsta dómi mínum skrifaði ég eftirfarandi texta:Í hverjum mánuði í leiknum fær spilari ákveðið magn af birgðum eftir því hve stórt svæði heimsins hann hefur opnað. Þær birgðir þarf þó að sækja á heimskortinu. Leiðinlega mikill tími fer í að horfa á geimskip XCom taka á loft, fljúga höktandi um kortið og lenda á nýjum stað til þess að láta klukkuna ganga áfram á meðan til dæmis birgðum er safnað og tekur það þrjá daga.Oftar en ekki er þó ekki hægt að klára það í einni tilraun, þar sem eitthvað kemur upp á. Þá þarf að horfa aftur á skipið taka á loft, fljúga höktandi um kortið og lenda. Fara í gegnum eitt borð og fljúga aftur til baka til að sækja birgðirnar og vona að það gangi upp án þess að nauðsynlegt reynist að taka aftur á loft.Þetta er enn raunin og þetta er enn óþolandi. Það er þó greinilegt að ég er ekki sá eini sem er á þessari skoðun. Mod-inn „Stop Wasting My Time“ er til dæmis einn af vinsælustu mod-um leiksins, bæði á Nexusmods og Steam Workshop. Þetta eru kannski fáar sekúndur sem spilarar spara sér í hvert skipti, en skiptin sjálf eru fáránlega mörg og að lokum skilar þetta mörgum mínútum. Jafnvel heilum klukkustundum, en ef svo er, þá þurfið þið að hugsa ykkar gang.Niðurstaða-ish Til að hætta þessum skrifum vil ég draga niðurstöðu mína saman í nokkrar setningar: Ef þú hafðir gaman af XCom 2, þá áttu að fá þér War of the Chosen. Ef þú spilaðir ekki XCom 2 og átt hann ekki, þá áttu að fá þér XCom 2 og svo War of the Chosen. Turn-based leikir eru þó ekki fyrir alla en ég á erfitt með að ímynda mér að einhver verði fyrir vonbrigðum.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira