Þetta gerðu Trump og teymi hans fyrstu dagana við völd atli ísleifsson skrifar 23. janúar 2017 11:54 Varaforsetinn Mike Pence og starfsmannastjórinn Reince Priebus fylgjast með Donald Trump undirrita fyrstu forsetatilskipun sína í Hvíta húsinu. Vísir/AFP Í skugga deilna um staðreyndir, fjölda þeirra sem sóttu innsetningarathöfn og fjölmiðlaumfjöllun, hefur Donald Trump og teymi hans síður en svo setið auðum höndum þessa fyrstu daga við völd. Norska blaðið Verdens Gang hefur tekið saman það helsta sem hefur gerst á fyrstu sólarhringum Trump-stjórnarinnar.Skömmu eftir að Trump hélt frá þinghúsinu og að Hvíta húsinu fór forsetinn inn á forsetaskrifstofuna og undirritaði sína fyrstu forsetatilskipun. Starfsmannastjórinn Reince Priebus segir tilskipunina ganga út á að „lágmarka þær efnahagslegu byrðar“ sem fylgja sjúkratryggingakerfinu sem gengur undir nafninu Obamacare, á meðan þess er beðið að kerfið verði afnumið.Innan við klukkustund eftir embættistöku Trump hafði heimasíða Hvíta hússins verið uppfærð. Sérstaka athygli vakti að undirsíður um réttindi hinsegin fólks og loftslagsbreytingar höfðu verið fjarlægðar.Trump skipaði starfsmönnum Þjóðgarðastofnunar Bandaríkjanna, National Park Service, að hætta notkun Twitter eftir að þeir deildu tísti þar sem mannfjöldinn við embættistöku Trump var borinn saman við fjöldann við embættistöku Barack Obama árið 2009.Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna á föstudaginn.Vísir/AFPTrump nýtti fyrsta heila dag sinn í embætti meðal annars í að hringja í leiðtoga nágrannaríkjanna Mexíkó og Kanada, þá Peña Nieto og Justin Trudeau. Greint var frá því að Peña Nieto muni heimsækja Trump síðasta dag janúarmánaðar.Talsmenn nýrrar Bandaríkjastjórnar hafa einnig greint frá því að Bandaríkin vilji endursemja um fríverslun Norður-Ameríkuríkja (NAFTA) líkt og Trump var tíðrætt um í kosningabaráttunni. Trump hefur áður lýst NAFTA sem „versta viðskiptasamningi sögunnar“.Trump hefur rætt við Benjamin Netanjahu, forsætisráðherra Ísraels, í síma og mun hann heimsækja Washington í byrjun febrúar. Fyrirhugaður flutningur bandaríska sendiráðsins frá Tel Aviv til Jerúsalem verður settur í forgang. Ekkert þeirra um áttatíu ríkja sem eru með sendiráð í Ísrael eru með þau í Jerúsalem af ótta við að fólk myndi líta á sendiráð í Jerúsalem sem viðurkenningu á landtökusvæðum Ísraela.Trumpstjórnin hefur greint frá því að fyrsti erlendi þjóðarleiðtoginn sem mun heimsækja Hvíta húsið verður Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.Á fyrsta degi sínum í embætti gerði Trump tilraun til að bæta samskipti sín við leyniþjónustuna CIA. Sagðist hann styðja CIA „1.000 prósent“.Dómsmálaráðuneytið hefur jafnframt staðfest að Trump sé heimilt að ráða tengdason sinn, Jared Kushner, sem einn af nánustu ráðgjöfum sínum. Deilt hafði verið um rétt Trump til að ráða svo nákominn mann í stöðuna. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Í skugga deilna um staðreyndir, fjölda þeirra sem sóttu innsetningarathöfn og fjölmiðlaumfjöllun, hefur Donald Trump og teymi hans síður en svo setið auðum höndum þessa fyrstu daga við völd. Norska blaðið Verdens Gang hefur tekið saman það helsta sem hefur gerst á fyrstu sólarhringum Trump-stjórnarinnar.Skömmu eftir að Trump hélt frá þinghúsinu og að Hvíta húsinu fór forsetinn inn á forsetaskrifstofuna og undirritaði sína fyrstu forsetatilskipun. Starfsmannastjórinn Reince Priebus segir tilskipunina ganga út á að „lágmarka þær efnahagslegu byrðar“ sem fylgja sjúkratryggingakerfinu sem gengur undir nafninu Obamacare, á meðan þess er beðið að kerfið verði afnumið.Innan við klukkustund eftir embættistöku Trump hafði heimasíða Hvíta hússins verið uppfærð. Sérstaka athygli vakti að undirsíður um réttindi hinsegin fólks og loftslagsbreytingar höfðu verið fjarlægðar.Trump skipaði starfsmönnum Þjóðgarðastofnunar Bandaríkjanna, National Park Service, að hætta notkun Twitter eftir að þeir deildu tísti þar sem mannfjöldinn við embættistöku Trump var borinn saman við fjöldann við embættistöku Barack Obama árið 2009.Donald Trump tók við embætti forseta Bandaríkjanna á föstudaginn.Vísir/AFPTrump nýtti fyrsta heila dag sinn í embætti meðal annars í að hringja í leiðtoga nágrannaríkjanna Mexíkó og Kanada, þá Peña Nieto og Justin Trudeau. Greint var frá því að Peña Nieto muni heimsækja Trump síðasta dag janúarmánaðar.Talsmenn nýrrar Bandaríkjastjórnar hafa einnig greint frá því að Bandaríkin vilji endursemja um fríverslun Norður-Ameríkuríkja (NAFTA) líkt og Trump var tíðrætt um í kosningabaráttunni. Trump hefur áður lýst NAFTA sem „versta viðskiptasamningi sögunnar“.Trump hefur rætt við Benjamin Netanjahu, forsætisráðherra Ísraels, í síma og mun hann heimsækja Washington í byrjun febrúar. Fyrirhugaður flutningur bandaríska sendiráðsins frá Tel Aviv til Jerúsalem verður settur í forgang. Ekkert þeirra um áttatíu ríkja sem eru með sendiráð í Ísrael eru með þau í Jerúsalem af ótta við að fólk myndi líta á sendiráð í Jerúsalem sem viðurkenningu á landtökusvæðum Ísraela.Trumpstjórnin hefur greint frá því að fyrsti erlendi þjóðarleiðtoginn sem mun heimsækja Hvíta húsið verður Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.Á fyrsta degi sínum í embætti gerði Trump tilraun til að bæta samskipti sín við leyniþjónustuna CIA. Sagðist hann styðja CIA „1.000 prósent“.Dómsmálaráðuneytið hefur jafnframt staðfest að Trump sé heimilt að ráða tengdason sinn, Jared Kushner, sem einn af nánustu ráðgjöfum sínum. Deilt hafði verið um rétt Trump til að ráða svo nákominn mann í stöðuna.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira