Bílaleigubíllinn laskaður eftir akstur á Reykjanesinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2017 10:00 Bíllinn var dreginn af bílastæði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag. vísir Rauði Kia Rio-bíllinn, sem grænlensku skipverjarnir sem grunaðir eru um aðild að dauða Birnu Brjánsdóttur höfðu á leigu, var laskaður að framanverðu þegar honum var skilað til Bílaleigu Akureyrar í Hafnarfirði eftir hádegi laugardaginn sem hún hvarf. Þetta þykir lögreglu benda til þess að bílnum hafi verið ekið um grófa vegi en ummerki þess efnis má sjá undir bílnum. Bendir ýmislegt til þess að bílaleigubíllinn hafi dregið kviðinn. Meðal annars vegna þessa var björgunarsveitum upplagt að leita sérstaklega að ummerkjum við vegaslóða í ítarlegri leit sinni um helgina.Beindu spjótum að vegslóðum Um tíma var umfangsmikil leit á svæðinu nærri fjallinu Keili. Vel þekkt er að slóðin að Keili er afar stórgrýttur og eiginlega ekki fyrir venjulegan fólksbíl að aka án óhljóða undan bílnum. Fjölmargir svipaðir vegslóðar eru á Reykjanesinu. Tæplega 800 björgunarsveitarkarlar- og konur komu að leitaraðgerðum um helgina þar sem samanlagt voru gengnir fleiri þúsund kílómetrar. Leitað var að Birnu og vísbendingum sem tengjast hvarfi hennar. Áhöfnin á TF-LÍF fann svo Birnu um klukkan eitt í gær. Þá bendir ýmislegt til þess að skipverjarnir hafi þrifið Kia Rio bílinn. Fram hefur komið að lögregla fann blóð í bílnum sem síðan hefur komið í ljós með DNA-rannsókn að var úr Birnu. Á þeim sólarhring sem skipverjarnir höfðu bílinn í sinni umsjá var honum ekið um 300 kílómetra. Það svarar til þess að aka frá Reykjavík á Sauðarkrók. Eða tvisvar fram og til baka frá Reykjavík í Borgarnes svo dæmi séu tekin til að setja vegalengdina í eitthvað samhengi.Hættir að leita þangað til næst Formlegum leitaraðgerðum björgunarsveitanna lauk í gærkvöldi og sagði Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, við Vísi í gærkvöldi að hann liti svo á að þætti björgunarsveitanna væri lokið. Þar til beðið sé um aðstoð að nýju. Samkvæmt heimildum Vísis telur lögregla vel mögulegt að mennirnir tveir hafi losað sig við einhverjar flíkur á laugardeginumog var af þeim ástæðum sérstaklega leitað eftir karlmannsfatnaði af hvaða tegund sem er við leitina um helgina. Polar Nanoq, grænlenski togarinn sem mennirnir vinna á, lét úr höfn um klukkan 20 daginn sem Birna hvarf. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Dapurlegt að ung kona sé hrifin burt frá okkur Lklegast er að sjórinn hafi borið lík Birnu Brjánsdóttur að Selvogsvita. 23. janúar 2017 07:00 Athafnaði sig á svæðinu þar sem skórnir fundust í um tuttugu og fimm mínútur Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi ók Kia Rio bifreiðinni inn á svæðið þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust um hádegisbil á laugardaginn. Ekki sést hvað hann gerði þar. 23. janúar 2017 08:30 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Rauði Kia Rio-bíllinn, sem grænlensku skipverjarnir sem grunaðir eru um aðild að dauða Birnu Brjánsdóttur höfðu á leigu, var laskaður að framanverðu þegar honum var skilað til Bílaleigu Akureyrar í Hafnarfirði eftir hádegi laugardaginn sem hún hvarf. Þetta þykir lögreglu benda til þess að bílnum hafi verið ekið um grófa vegi en ummerki þess efnis má sjá undir bílnum. Bendir ýmislegt til þess að bílaleigubíllinn hafi dregið kviðinn. Meðal annars vegna þessa var björgunarsveitum upplagt að leita sérstaklega að ummerkjum við vegaslóða í ítarlegri leit sinni um helgina.Beindu spjótum að vegslóðum Um tíma var umfangsmikil leit á svæðinu nærri fjallinu Keili. Vel þekkt er að slóðin að Keili er afar stórgrýttur og eiginlega ekki fyrir venjulegan fólksbíl að aka án óhljóða undan bílnum. Fjölmargir svipaðir vegslóðar eru á Reykjanesinu. Tæplega 800 björgunarsveitarkarlar- og konur komu að leitaraðgerðum um helgina þar sem samanlagt voru gengnir fleiri þúsund kílómetrar. Leitað var að Birnu og vísbendingum sem tengjast hvarfi hennar. Áhöfnin á TF-LÍF fann svo Birnu um klukkan eitt í gær. Þá bendir ýmislegt til þess að skipverjarnir hafi þrifið Kia Rio bílinn. Fram hefur komið að lögregla fann blóð í bílnum sem síðan hefur komið í ljós með DNA-rannsókn að var úr Birnu. Á þeim sólarhring sem skipverjarnir höfðu bílinn í sinni umsjá var honum ekið um 300 kílómetra. Það svarar til þess að aka frá Reykjavík á Sauðarkrók. Eða tvisvar fram og til baka frá Reykjavík í Borgarnes svo dæmi séu tekin til að setja vegalengdina í eitthvað samhengi.Hættir að leita þangað til næst Formlegum leitaraðgerðum björgunarsveitanna lauk í gærkvöldi og sagði Þorsteinn G. Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, við Vísi í gærkvöldi að hann liti svo á að þætti björgunarsveitanna væri lokið. Þar til beðið sé um aðstoð að nýju. Samkvæmt heimildum Vísis telur lögregla vel mögulegt að mennirnir tveir hafi losað sig við einhverjar flíkur á laugardeginumog var af þeim ástæðum sérstaklega leitað eftir karlmannsfatnaði af hvaða tegund sem er við leitina um helgina. Polar Nanoq, grænlenski togarinn sem mennirnir vinna á, lét úr höfn um klukkan 20 daginn sem Birna hvarf.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Dapurlegt að ung kona sé hrifin burt frá okkur Lklegast er að sjórinn hafi borið lík Birnu Brjánsdóttur að Selvogsvita. 23. janúar 2017 07:00 Athafnaði sig á svæðinu þar sem skórnir fundust í um tuttugu og fimm mínútur Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi ók Kia Rio bifreiðinni inn á svæðið þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust um hádegisbil á laugardaginn. Ekki sést hvað hann gerði þar. 23. janúar 2017 08:30 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Dapurlegt að ung kona sé hrifin burt frá okkur Lklegast er að sjórinn hafi borið lík Birnu Brjánsdóttur að Selvogsvita. 23. janúar 2017 07:00
Athafnaði sig á svæðinu þar sem skórnir fundust í um tuttugu og fimm mínútur Annar skipverjinn sem situr í gæsluvarðhaldi ók Kia Rio bifreiðinni inn á svæðið þar sem skór Birnu Brjánsdóttur fundust um hádegisbil á laugardaginn. Ekki sést hvað hann gerði þar. 23. janúar 2017 08:30