Fljúga yfir Öræfajökul til að kanna aðstæður: „Engar vísbendingar um eldgos“ Jóhann K. Jóhannsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 18. nóvember 2017 12:15 Gervihnattarhynd 17. nóvember 2017. Veðurstofa Sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands og Almannavörnum flugu í morgun með þyrlu Landhelgisgæslunnar yfir Öræfajökul til þess að kanna aðstæður en nýr ketill hefur myndast í öskju jökulsins síðastliðna viku. Sterka brennisteinslykt leggur frá Vestari-Kvíá sem liggur undan jöklinum. Almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi vegna jökulsins. Í byrjun október var jarðskjálfti í Öræfajökli sem mældist 3,5 að stærð og var það stærsti jarðskjálfti sem hefur orðið í jöklinum frá upphafi mælinga. Í kjölfarið þétti Veðurstofan mælanet á svæðinu. Nýlegar gervihnattamyndir af Öræfajökli sýna að nýr ketill myndaðist í öskjunni síðastliðna viku.Í fyrrakvöld fékk Veðurstofan tilkynningu frá leiðsögumanni um sterka brennisteinslykt við Vestari-Kvíá sem kemur undan Kvíárjökli í suðausturhluta Öræfajökuls. Rögnvaldur Ólafsson er hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra segir rólegt yfir svæðinu. „Það er náttúrulega búin að vera meiri virkni svona heldur en búið er að vera undanfarin ár. Það var í kjölfarið ákveðið að lýsa yfir óvissustigi Almannavarna og það gengur svolítið út á að gera kannski meira sýnilegt gagnvart almenningi hvað við erum að gera,“ sagði Rögnvaldur í hádegisfréttum á Bylgjunni. Svo virðist sem jarðhitavatn hafi lekið hægt undan katlinum og komið fram undan Kvíárjökli. Talið er að mesta vatnið sé nú þegar runnið undan katlinum. Áréttað er að engin merki eru um gosóróa eða yfirvofandi eldgos. „Það er augljóst að það er meiri hiti þarna undir fjallinu en hefur verið, allavega nóg til þess að búa til ketil sem menn hafa ekki séð áður. Þannig að það er ýmislegt að gerast þarna. Það er ýmislegt að gerast þarna en það eru engar vísbendingar á þessum tímapunkti að það sé eitthvað sérstakt að gerast, það er að segja það eru ekki sjáanlegar kvikuhreyfingar og það eru engar vísbendingar um eldgos.“ Ríkislögreglustjóri lýsti í gærkvöldi yfir óvissustigi almannavarna vegna aukinnar virkni í jöklinum en það er gert þegar grunur vaknar um að eitthvað sé að gerast af náttúru- og mannavöldum sem geti síðar leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógnað. Vegna þess var Lögreglan á Suðurlandi með vakt á þjóðveginum við Kvíá í nótt. Tekin verður ákvörðun um áframhaldandi vakt síðar í dag. „Við ætlum að taka stöðuna á því eftir flug sem er í gangi núna.“ Rögnvaldur segir að viðbragðsáætlun vegna eldgoss í Öræfajökli er ekki til en unnið er hratt að gerð hennar. Rafleiðni í Múlkvísl hefur hækkað til muna frá því í gær en vatnsmagn þar hefur ekki aukist.Vísindamenn veðurstofunnar koma til með að fljúga þangað líka í dag auk þess að skoða Jökulsá á Fjöllum þar sem rafleiðni mældist á í síðustu viku en hefur farið lækkandi. Vísindamenn frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands far einnig í dag með flugvél ISAVIA til að gera radarmælingar á Mýrdalsjökli, Öræfajökli og Bárðarbungu. Ætlunin er að nýta alla þá dagsbirtu sem hægt er til þess að taka sýni úr ám eins og hægt er, bæði vatn og mögulega gas. Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna aukinnar virkni í Öræfajökli Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna aukinnar virkni í Öræfajökli. 17. nóvember 2017 22:46 Nýr ketill hefur myndast í öskju Öræfajökuls Nýlegar gervihnattamyndir af Öræfajökli sýna að nýr ketill hefur myndast í öskjunni síðastliðna viku. 17. nóvember 2017 21:04 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira
Sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands og Almannavörnum flugu í morgun með þyrlu Landhelgisgæslunnar yfir Öræfajökul til þess að kanna aðstæður en nýr ketill hefur myndast í öskju jökulsins síðastliðna viku. Sterka brennisteinslykt leggur frá Vestari-Kvíá sem liggur undan jöklinum. Almannavarnir hafa lýst yfir óvissustigi vegna jökulsins. Í byrjun október var jarðskjálfti í Öræfajökli sem mældist 3,5 að stærð og var það stærsti jarðskjálfti sem hefur orðið í jöklinum frá upphafi mælinga. Í kjölfarið þétti Veðurstofan mælanet á svæðinu. Nýlegar gervihnattamyndir af Öræfajökli sýna að nýr ketill myndaðist í öskjunni síðastliðna viku.Í fyrrakvöld fékk Veðurstofan tilkynningu frá leiðsögumanni um sterka brennisteinslykt við Vestari-Kvíá sem kemur undan Kvíárjökli í suðausturhluta Öræfajökuls. Rögnvaldur Ólafsson er hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra segir rólegt yfir svæðinu. „Það er náttúrulega búin að vera meiri virkni svona heldur en búið er að vera undanfarin ár. Það var í kjölfarið ákveðið að lýsa yfir óvissustigi Almannavarna og það gengur svolítið út á að gera kannski meira sýnilegt gagnvart almenningi hvað við erum að gera,“ sagði Rögnvaldur í hádegisfréttum á Bylgjunni. Svo virðist sem jarðhitavatn hafi lekið hægt undan katlinum og komið fram undan Kvíárjökli. Talið er að mesta vatnið sé nú þegar runnið undan katlinum. Áréttað er að engin merki eru um gosóróa eða yfirvofandi eldgos. „Það er augljóst að það er meiri hiti þarna undir fjallinu en hefur verið, allavega nóg til þess að búa til ketil sem menn hafa ekki séð áður. Þannig að það er ýmislegt að gerast þarna. Það er ýmislegt að gerast þarna en það eru engar vísbendingar á þessum tímapunkti að það sé eitthvað sérstakt að gerast, það er að segja það eru ekki sjáanlegar kvikuhreyfingar og það eru engar vísbendingar um eldgos.“ Ríkislögreglustjóri lýsti í gærkvöldi yfir óvissustigi almannavarna vegna aukinnar virkni í jöklinum en það er gert þegar grunur vaknar um að eitthvað sé að gerast af náttúru- og mannavöldum sem geti síðar leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar sé ógnað. Vegna þess var Lögreglan á Suðurlandi með vakt á þjóðveginum við Kvíá í nótt. Tekin verður ákvörðun um áframhaldandi vakt síðar í dag. „Við ætlum að taka stöðuna á því eftir flug sem er í gangi núna.“ Rögnvaldur segir að viðbragðsáætlun vegna eldgoss í Öræfajökli er ekki til en unnið er hratt að gerð hennar. Rafleiðni í Múlkvísl hefur hækkað til muna frá því í gær en vatnsmagn þar hefur ekki aukist.Vísindamenn veðurstofunnar koma til með að fljúga þangað líka í dag auk þess að skoða Jökulsá á Fjöllum þar sem rafleiðni mældist á í síðustu viku en hefur farið lækkandi. Vísindamenn frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands far einnig í dag með flugvél ISAVIA til að gera radarmælingar á Mýrdalsjökli, Öræfajökli og Bárðarbungu. Ætlunin er að nýta alla þá dagsbirtu sem hægt er til þess að taka sýni úr ám eins og hægt er, bæði vatn og mögulega gas.
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna aukinnar virkni í Öræfajökli Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna aukinnar virkni í Öræfajökli. 17. nóvember 2017 22:46 Nýr ketill hefur myndast í öskju Öræfajökuls Nýlegar gervihnattamyndir af Öræfajökli sýna að nýr ketill hefur myndast í öskjunni síðastliðna viku. 17. nóvember 2017 21:04 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira
Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna aukinnar virkni í Öræfajökli Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna aukinnar virkni í Öræfajökli. 17. nóvember 2017 22:46
Nýr ketill hefur myndast í öskju Öræfajökuls Nýlegar gervihnattamyndir af Öræfajökli sýna að nýr ketill hefur myndast í öskjunni síðastliðna viku. 17. nóvember 2017 21:04