Gerum ekki meira en við nennum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. nóvember 2017 11:00 Ríta og Páll lifa rómantísku lífi í sveitinni. Visir/Ernir Það er svolítið gaman að vera hér. Svæðið passar fyrir lítið af ýmislegu,“ segir Páll Jensson kíminn þegar við Ernir ljósmyndari látum í ljós aðdáun á umhverfinu sem hann og kona hans, Ríta Freyja Bach, hafa skapað sér með skógi, matjurtagarði, gróðurhúsi og reykkofa rétt við heimili sitt, Grenigerði í Borgarbyggð. Þau eru úti á hlaði ásamt tíkunum tveimur, Perlu og Birtu sem er stungið inn í bíl rétt á meðan við mannfólkið röltum eftir dálitlum skógarstíg sem endar við andapoll. Þar ala þau hjón litlar endur sumarlangt, frá því þær brjótast úr eggjum í vél á vorin, þar til þær verða búsílag á haustin. „Við höfum haft þetta svona í mörg ár. Gefum öndunum allan tímann og það er bullandi tap á að ala þær því þær leggja sig alls ekki á núlli. En þær eru rosalega bragðgóðar og við tökum þessu tapi með ánægju,“ segir Páll brosandi. „Við áttum eina álft líka en hún var send í álftaleikskóla í Búðardal. Það er staður fyrir unga sem eru ekki orðnir fleygir.“ "Við vorum alltaf skuldlaus og tímum bara ekkert að hrófla við því ástandi,“ segir Páll um efnahag sinn og Rítu.Vísir/ErnirGrasker, gulrætur, rófur, kartöflur og jarðarber eru tegundir sem Ríta og Páll rækta fyrir sig, svo hafa þau átt kindur fyrir heimilið en þeim búskap lauk á þessu hausti. „Við höfum verið með sex kindur síðustu ár, en það var eins og alltaf þyrfti ein að drepast á hverju ári úr einhverju, jafnvel í höndunum á dýralæknum. Það var orðið leiðinlegt,“ segir Páll. „En það var gaman þegar þær komu hér heim á hlað á sumrin og vildu fá brauð. Lömbin urðu gæf líka.“Hér verða hlutirnir fallegir þegar Ríta er búin að pússsa þá og pólera, segir Páll staddur inni í vinnustofu frúarinnar sem er að þræða hornplötu á örfínan þráð sem Páll hefur fléttað úr hrosshári.Nú segjast Páll og Ríta lifa á ellilaununum og handverki. Þau séu með vörur sínar á einum tíu stöðum, flestum fyrir sunnan. Salan sé samt langmest í Borgarfirðinum, einkum í Ullarselinu á Hvanneyri. Reykjarilmur segir allt um hlutverk lítils kofa sem við göngum fram hjá. Síðar sitjum við yfir kræsingum við stofuborðið, meðal annars heimareyktum silungi með himnesku bragði. Þau hjón segjast vera svo heppin að hafa veiðirétt í Hvítá. „Ég var vinnumaður í Ferjukoti 1957-8 og svo leigðum við Ríta eina af Ferjubakkajörðunum í 15 ár,“ lýsir Páll. „Þegar okkur var sagt upp sagði Þorkell bóndi: „Þið skuluð hafa silungsveiðina áfram eins lengi og þið getið og viljið. Það var mikið tilboð og við nýtum það enn þá. Nú er Keli dáinn. Ég sakna hans mikið. Við höfðum alltaf um svo margt að ræða.“Það verður enginn með kaldar tær sem klæðist svona skóm.Hittust fyrst á FimmvörðuhálsiBæði Páll og Ríta eru frá Jótlandi en hittust þó fyrst á Íslandi – á Fimmvörðuhálsi á hvítasunnunótt árið 1963. „Við vorum í gönguferð með Nordisk håndbollsklubb, það var félag sem allra þjóða kvikindi voru í, Þjóðverjar, Svíar, Norðmenn, Danir og fleiri sem vildu ferðast saman. Þessi klúbbur skipulagði margar ódýrar ferðir,“ segir Ríta. „Það voru tvær langar rútur sem fóru að Skógafossi fullar af fólki þetta kvöld. Helmingur hópsins fór í gönguna en hinir með rútunum til baka, það fór eftir því hvernig fólk var klætt,“ rifjar hún upp. „Ríta kom til mín í þessari ferð og gaf mér lítið blóm sem hún fann, þau eru nú ekki stór, blómin uppi á þessu fjalli! Það var byrjunin. Svo þegar við komum upp í snjóinn, sem var voða erfitt að labba í gegnum því maður sökk upp að hnjám í hverju spori, þá sagði fararstjórinn að þeir sterkari yrðu að hjálpa hinum. Ég leit í kringum mig, þá var ein stelpa farin að gráta af þreytu, ég fór til hennar og reyndi að styðja hana. Rétt á eftir var einhver kominn hinum megin við hana, það var Ríta.“Hálsmen og eyrnalokkar eru meðal þess sem hjónin framleiða.Hún segir þau Pál þó ekki hafa kynnst mikið í þessari ferð en sambandið hafi þróast. Áður en þau hafi byrjað sjálfstæðan búskap hafi þau verið vinnuhjú hjá íslenskum bændum. „Við vorum bæði vön að vinna hjá bændum í Danmörku áður – þar var miklu meiri vinnuharka. Hér urðum við strax eins og hluti af fjölskyldunni. En sumstaðar var fyllerí vandamál hér á landi. Við reyndum að safna peningum og fórum á Raufarhöfn og Seyðisfjörð í síld, rétt náðum í endann á síldarævintýrinu. Vildum vinna en ekki hangsa,“ segir Ríta. „Svo vorum við líka á vertíðum í Ólafsvík, þar var gott að vera.“ „Þegar við vorum búin að vera saman í eitt ár fórum við til Danmerkur og giftum okkur,“ rifjar Páll upp. „Foreldrar okkar voru nú ekki aldeilis ánægðir með að við ætluðum til Íslands aftur. En svo kom mamma Rítu í heimsókn. Þá vorum við komin með börn. Hún sagði: „Ég vil fá ykkur til Danmerkur en ég finn að hér er frískara loft.“Flestar tölurnar sem Páll og Ríta búa til eru mun fínlegri en þessar sem gerðar eru úr kjúkum og lambshornum.Nú erum við aftur stödd heima á hlaði. Þau hjón viðurkenna að umhverfi þeirra minni orðið á útlönd þar sem húsið þeirra sé umlukt skógi en segja það samt ekki hafa verið takmarkið. „Við höfum verið skógarbændur en keyptum aldrei sprota, bara fræ frá Mógilsá og Tumastöðum og eina móðurplöntu og ræktuðum upp af henni. Vildum bara selja 1. flokks plöntur en settum þær sem voru síðri niður hérna í kringum okkur,“ útskýrir Ríta og býður í bæinn. Perla og Birta fylgja okkur inn. „Við tókum Birtu núna í sumar af fólki sem fór á elliheimilið. Það gat ekki haft hana með sér og bað okkur að taka hana. Við gátum það alveg,“ segir Páll. Mörgum þættu húsakynnin lítil en þar er þó heimili og vinnustofur þeirra hjóna og líka verslun. „Þetta hús var sumarbústaður, alveg nógu stór fyrir okkur og Páll einangraði hann að utan,“ segir Ríta. „Já, þegar við keyptum þennan stað um 1970 var hálfgerð kreppa,“ útskýrir Páll. „Þá vildum við ekki taka lán, keyptum bara þetta litla hús og byggðum við það. Aurinn sem við fengum fyrir litla bústofninn okkar í Ferjukoti fór í það. Þannig að við vorum alltaf skuldlaus og tímum bara ekkert að hrófla við því ástandi.“ Allt er unnið úr náttúrulegum efnum, þar á meðal þetta armband.Hreindýrshorn velti stóru hlassiRíta snarast í að laga te og kaffi og skera niður brauð og álegg en Páll sýnir okkur búðina. Ullarskór, úlnliðshlífar og íleppar, skartgripir úr hornum og hrosshári og misstórar tölur úr hornum lamba, hrúta og hreindýra, eru þar í hillum og hanga á veggjum. „Þetta er vetrarvinnan,“ segir Páll. „Það tekur tíma að búa til lager. Við vinnum oft svona í klukkutíma á morgnana, einn og hálfan. Svo förum við inn að fá okkur kaffi og lesa blöðin. Við gerum ekki meira en við nennum. Erum með verkstæði í útihúsum líka. Við höfum það yfirleitt þannig að það er ég sem saga og grófpússa, svo tekur Ríta við hlutunum við sitt borð. Þar verða hlutirnir fallegir þegar hún er búin að fínpússa þá og pólera, svo gengur hún smekklega frá þeim. Inn á milli spinnur hún kanínuull, við kaupum eitt og eitt kíló af henni.“ Hann sýnir okkur fínleg hrosshársarmbönd sem hann hefur fléttað. „Þetta er nýtt,“ segir hann. „Þau seljast alveg geysilega vel þessi. Kraum tók vel á móti þeim.“ Nú kallar Ríta í kaffið og spjallið heldur áfram yfir borðum. Ríta segir vera 25 ár frá því þau hjón hófu að fást við handverkið. „Við byrjuðum með tölur. Vinkona mín að austan gaf mér eitt lítið hreindýrshorn. Það var upphafið. Svo vantaði mig meira efni. Þá dró ég landabréfið fram og hringdi í bændur sem ég vissi að bjuggu nærri hreindýraslóðum. Þeir tóku dræmt í að láta mig hafa horn en þegar ég spurði hvort þeir vildu selja okkur þau, kom annað hljóð í strokkinn. Þeir höfðu nefnilega aldrei fengið krónu fyrir hornin sem margir vildu þó eignast.“ „Ríta bauð strax borgun og nú er aðallega einn maður sem við skiptum við. En við getum ekki notað hornin af dýrum sem eru skotin því þau eru svo mjúk. Bara þau sem vaxa út og falla af sjálf. Sum þeirra taka lit af mosa og grasi þar sem þau liggja og eru ansi falleg þegar búið er að saga þau niður,“ segir Páll og lýsir því hvernig salan þróaðist. „Við bjuggum til 200 horntölur, voða fínar, bjartar og skínandi og Ríta fór með þær suður. Þær hrukku skammt og færri fengu en vildu. Næst bjuggum við til 500 og fórum suður með þær, það fór á sama veg. Þá keyptum við bandsög til að saga hornin og gátum sagað allt upp í 500 á dag, en þá er eftir eftir að pússa og bora. Við bjuggum til 2.000 og fórum með þær suður. Svo bjuggum við til 5.000, svo 10.000 og þá vorum við orðin HUNDLEIÐ á tölum.“ „Já, þá fór ég að hugsa um eitthvað annað og fór út í hálsmenin,“ segir Ríta. „Það var mjög mikil sala í þeim um tíma og eyrnalokkum í mörg ár. Svo duttu eyrnalokkarnir alveg niður og hálsmenaæðið minnkaði en nú er hvort tveggja að koma aftur.“ „Með lambahornin var það þannig að við fórum fyrst í sláturhúsið að biðja um horn en það var náttúrlega bannað að láta þau,“ lýsir Páll. „Svo talaði ég við dýralækni á Suðurlandi og sláturhússtjórinn og frystihússtjórinn komu því í kring að hornin voru fyrst sett í frost og svo gátum við fengið þau með því að sjóða þau í sérstöku húsi, það kom ekkert annað inn í það gróðurhús. Við létum þau bullsjóða í fjóra klukkutíma. Það var heldur ekki hægt að hafa það minna því annars hefðum við ekki náð slónni úr. Svo þurfa þau um það bil ár til að þorna og harðna. Svo það tekur allt sinn tíma.“Þau eru samstíga Ríta og Páll og eiga margt sporið um skógarstíginn við heimili sitt.Páll og Ríta eiga tvö börn sem bæði búa í Borgarnesi. Dóttirin Guðríður Ebba er sjúkranuddari og sonurinn Kristján er með alhliða verkstæði þar sem hann vinnur úr járni, stáli og áli. „Börnin eru skammt undan og barnabörnin fjögur koma oft. Við erum lánsöm með það, þótt við styngjum af frá foreldrum okkar,“ segir Ríta. Upphaflega kveðst Páll hafa verið hér á landi í tvö ár en farið þá út til Danmerkur og dvalið þar í fjögur ár. „Þá fór það svo að ég flutti til Íslands aftur. Ég veit það fyrir víst að það var ekki ég sem stjórnaði því, það var æðri handleiðsla. Þó við Ríta stæðum ein, því fólkið okkar var ekkert að hjálpa okkur, þá var eitthvað með okkur. Svo áttum við rosalega góða nágranna, bæði á Ferjubakka, í Ferjukoti og á Hvítárvöllum. Allt öndvegisfólk.“ Páll kveðst ekki hafa farið út til Danmerkur í 37 ár en síðustu tíu árin hafi þau hjónin farið árlega í nóvember. „Það er ég sem stend fyrir því,“ segir hann. „Þá er ég boðinn á veiðar á Vestur- og Suður-Jótlandi og vil ekki sleppa því. Þetta er mest gert til að hitta gamla félaga, okkur finnst stórkostlegt að geta hist og enn farið út að skjóta á sama svæði og þegar við vorum ungir. Við veiðum fasana, rauðref og dádýr. Ég er hittinn og hef ágæta sjón en er ekki orðinn eins fljótur og ég var.“ Þótt þau Páll og Ríta segist stundum sitja við stofuborðið tímunum saman og pakka tölum steinþegjandi sé það ekki af því að þeim komi illa saman. Þau séu samtaka í öllu og ánægð, hafi lifað af því sem landið hefur gefið þeim og handverkinu. „Ef eitthvað lítið var í umslaginu þá bara eyddum við minna. Við höfum þurft peninga en þeir hafa aldrei stjórnað okkur. Höfum unnið langa daga þegar við höfum þurft að klára eitthvað en erum aldrei stressuð,“ segir Páll. Ríta tekur undir það. „Í skóginum okkar höfum við plantað á kvöldin þegar önnur vinna var búin,“ segir hún. „Og vitið þið,“ segir Páll. „Það er aldrei leiðinlegt að planta trjám. Þó við séum þreytt og aum þá vitum við að við förum aftur að planta daginn eftir.“ Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Það er svolítið gaman að vera hér. Svæðið passar fyrir lítið af ýmislegu,“ segir Páll Jensson kíminn þegar við Ernir ljósmyndari látum í ljós aðdáun á umhverfinu sem hann og kona hans, Ríta Freyja Bach, hafa skapað sér með skógi, matjurtagarði, gróðurhúsi og reykkofa rétt við heimili sitt, Grenigerði í Borgarbyggð. Þau eru úti á hlaði ásamt tíkunum tveimur, Perlu og Birtu sem er stungið inn í bíl rétt á meðan við mannfólkið röltum eftir dálitlum skógarstíg sem endar við andapoll. Þar ala þau hjón litlar endur sumarlangt, frá því þær brjótast úr eggjum í vél á vorin, þar til þær verða búsílag á haustin. „Við höfum haft þetta svona í mörg ár. Gefum öndunum allan tímann og það er bullandi tap á að ala þær því þær leggja sig alls ekki á núlli. En þær eru rosalega bragðgóðar og við tökum þessu tapi með ánægju,“ segir Páll brosandi. „Við áttum eina álft líka en hún var send í álftaleikskóla í Búðardal. Það er staður fyrir unga sem eru ekki orðnir fleygir.“ "Við vorum alltaf skuldlaus og tímum bara ekkert að hrófla við því ástandi,“ segir Páll um efnahag sinn og Rítu.Vísir/ErnirGrasker, gulrætur, rófur, kartöflur og jarðarber eru tegundir sem Ríta og Páll rækta fyrir sig, svo hafa þau átt kindur fyrir heimilið en þeim búskap lauk á þessu hausti. „Við höfum verið með sex kindur síðustu ár, en það var eins og alltaf þyrfti ein að drepast á hverju ári úr einhverju, jafnvel í höndunum á dýralæknum. Það var orðið leiðinlegt,“ segir Páll. „En það var gaman þegar þær komu hér heim á hlað á sumrin og vildu fá brauð. Lömbin urðu gæf líka.“Hér verða hlutirnir fallegir þegar Ríta er búin að pússsa þá og pólera, segir Páll staddur inni í vinnustofu frúarinnar sem er að þræða hornplötu á örfínan þráð sem Páll hefur fléttað úr hrosshári.Nú segjast Páll og Ríta lifa á ellilaununum og handverki. Þau séu með vörur sínar á einum tíu stöðum, flestum fyrir sunnan. Salan sé samt langmest í Borgarfirðinum, einkum í Ullarselinu á Hvanneyri. Reykjarilmur segir allt um hlutverk lítils kofa sem við göngum fram hjá. Síðar sitjum við yfir kræsingum við stofuborðið, meðal annars heimareyktum silungi með himnesku bragði. Þau hjón segjast vera svo heppin að hafa veiðirétt í Hvítá. „Ég var vinnumaður í Ferjukoti 1957-8 og svo leigðum við Ríta eina af Ferjubakkajörðunum í 15 ár,“ lýsir Páll. „Þegar okkur var sagt upp sagði Þorkell bóndi: „Þið skuluð hafa silungsveiðina áfram eins lengi og þið getið og viljið. Það var mikið tilboð og við nýtum það enn þá. Nú er Keli dáinn. Ég sakna hans mikið. Við höfðum alltaf um svo margt að ræða.“Það verður enginn með kaldar tær sem klæðist svona skóm.Hittust fyrst á FimmvörðuhálsiBæði Páll og Ríta eru frá Jótlandi en hittust þó fyrst á Íslandi – á Fimmvörðuhálsi á hvítasunnunótt árið 1963. „Við vorum í gönguferð með Nordisk håndbollsklubb, það var félag sem allra þjóða kvikindi voru í, Þjóðverjar, Svíar, Norðmenn, Danir og fleiri sem vildu ferðast saman. Þessi klúbbur skipulagði margar ódýrar ferðir,“ segir Ríta. „Það voru tvær langar rútur sem fóru að Skógafossi fullar af fólki þetta kvöld. Helmingur hópsins fór í gönguna en hinir með rútunum til baka, það fór eftir því hvernig fólk var klætt,“ rifjar hún upp. „Ríta kom til mín í þessari ferð og gaf mér lítið blóm sem hún fann, þau eru nú ekki stór, blómin uppi á þessu fjalli! Það var byrjunin. Svo þegar við komum upp í snjóinn, sem var voða erfitt að labba í gegnum því maður sökk upp að hnjám í hverju spori, þá sagði fararstjórinn að þeir sterkari yrðu að hjálpa hinum. Ég leit í kringum mig, þá var ein stelpa farin að gráta af þreytu, ég fór til hennar og reyndi að styðja hana. Rétt á eftir var einhver kominn hinum megin við hana, það var Ríta.“Hálsmen og eyrnalokkar eru meðal þess sem hjónin framleiða.Hún segir þau Pál þó ekki hafa kynnst mikið í þessari ferð en sambandið hafi þróast. Áður en þau hafi byrjað sjálfstæðan búskap hafi þau verið vinnuhjú hjá íslenskum bændum. „Við vorum bæði vön að vinna hjá bændum í Danmörku áður – þar var miklu meiri vinnuharka. Hér urðum við strax eins og hluti af fjölskyldunni. En sumstaðar var fyllerí vandamál hér á landi. Við reyndum að safna peningum og fórum á Raufarhöfn og Seyðisfjörð í síld, rétt náðum í endann á síldarævintýrinu. Vildum vinna en ekki hangsa,“ segir Ríta. „Svo vorum við líka á vertíðum í Ólafsvík, þar var gott að vera.“ „Þegar við vorum búin að vera saman í eitt ár fórum við til Danmerkur og giftum okkur,“ rifjar Páll upp. „Foreldrar okkar voru nú ekki aldeilis ánægðir með að við ætluðum til Íslands aftur. En svo kom mamma Rítu í heimsókn. Þá vorum við komin með börn. Hún sagði: „Ég vil fá ykkur til Danmerkur en ég finn að hér er frískara loft.“Flestar tölurnar sem Páll og Ríta búa til eru mun fínlegri en þessar sem gerðar eru úr kjúkum og lambshornum.Nú erum við aftur stödd heima á hlaði. Þau hjón viðurkenna að umhverfi þeirra minni orðið á útlönd þar sem húsið þeirra sé umlukt skógi en segja það samt ekki hafa verið takmarkið. „Við höfum verið skógarbændur en keyptum aldrei sprota, bara fræ frá Mógilsá og Tumastöðum og eina móðurplöntu og ræktuðum upp af henni. Vildum bara selja 1. flokks plöntur en settum þær sem voru síðri niður hérna í kringum okkur,“ útskýrir Ríta og býður í bæinn. Perla og Birta fylgja okkur inn. „Við tókum Birtu núna í sumar af fólki sem fór á elliheimilið. Það gat ekki haft hana með sér og bað okkur að taka hana. Við gátum það alveg,“ segir Páll. Mörgum þættu húsakynnin lítil en þar er þó heimili og vinnustofur þeirra hjóna og líka verslun. „Þetta hús var sumarbústaður, alveg nógu stór fyrir okkur og Páll einangraði hann að utan,“ segir Ríta. „Já, þegar við keyptum þennan stað um 1970 var hálfgerð kreppa,“ útskýrir Páll. „Þá vildum við ekki taka lán, keyptum bara þetta litla hús og byggðum við það. Aurinn sem við fengum fyrir litla bústofninn okkar í Ferjukoti fór í það. Þannig að við vorum alltaf skuldlaus og tímum bara ekkert að hrófla við því ástandi.“ Allt er unnið úr náttúrulegum efnum, þar á meðal þetta armband.Hreindýrshorn velti stóru hlassiRíta snarast í að laga te og kaffi og skera niður brauð og álegg en Páll sýnir okkur búðina. Ullarskór, úlnliðshlífar og íleppar, skartgripir úr hornum og hrosshári og misstórar tölur úr hornum lamba, hrúta og hreindýra, eru þar í hillum og hanga á veggjum. „Þetta er vetrarvinnan,“ segir Páll. „Það tekur tíma að búa til lager. Við vinnum oft svona í klukkutíma á morgnana, einn og hálfan. Svo förum við inn að fá okkur kaffi og lesa blöðin. Við gerum ekki meira en við nennum. Erum með verkstæði í útihúsum líka. Við höfum það yfirleitt þannig að það er ég sem saga og grófpússa, svo tekur Ríta við hlutunum við sitt borð. Þar verða hlutirnir fallegir þegar hún er búin að fínpússa þá og pólera, svo gengur hún smekklega frá þeim. Inn á milli spinnur hún kanínuull, við kaupum eitt og eitt kíló af henni.“ Hann sýnir okkur fínleg hrosshársarmbönd sem hann hefur fléttað. „Þetta er nýtt,“ segir hann. „Þau seljast alveg geysilega vel þessi. Kraum tók vel á móti þeim.“ Nú kallar Ríta í kaffið og spjallið heldur áfram yfir borðum. Ríta segir vera 25 ár frá því þau hjón hófu að fást við handverkið. „Við byrjuðum með tölur. Vinkona mín að austan gaf mér eitt lítið hreindýrshorn. Það var upphafið. Svo vantaði mig meira efni. Þá dró ég landabréfið fram og hringdi í bændur sem ég vissi að bjuggu nærri hreindýraslóðum. Þeir tóku dræmt í að láta mig hafa horn en þegar ég spurði hvort þeir vildu selja okkur þau, kom annað hljóð í strokkinn. Þeir höfðu nefnilega aldrei fengið krónu fyrir hornin sem margir vildu þó eignast.“ „Ríta bauð strax borgun og nú er aðallega einn maður sem við skiptum við. En við getum ekki notað hornin af dýrum sem eru skotin því þau eru svo mjúk. Bara þau sem vaxa út og falla af sjálf. Sum þeirra taka lit af mosa og grasi þar sem þau liggja og eru ansi falleg þegar búið er að saga þau niður,“ segir Páll og lýsir því hvernig salan þróaðist. „Við bjuggum til 200 horntölur, voða fínar, bjartar og skínandi og Ríta fór með þær suður. Þær hrukku skammt og færri fengu en vildu. Næst bjuggum við til 500 og fórum suður með þær, það fór á sama veg. Þá keyptum við bandsög til að saga hornin og gátum sagað allt upp í 500 á dag, en þá er eftir eftir að pússa og bora. Við bjuggum til 2.000 og fórum með þær suður. Svo bjuggum við til 5.000, svo 10.000 og þá vorum við orðin HUNDLEIÐ á tölum.“ „Já, þá fór ég að hugsa um eitthvað annað og fór út í hálsmenin,“ segir Ríta. „Það var mjög mikil sala í þeim um tíma og eyrnalokkum í mörg ár. Svo duttu eyrnalokkarnir alveg niður og hálsmenaæðið minnkaði en nú er hvort tveggja að koma aftur.“ „Með lambahornin var það þannig að við fórum fyrst í sláturhúsið að biðja um horn en það var náttúrlega bannað að láta þau,“ lýsir Páll. „Svo talaði ég við dýralækni á Suðurlandi og sláturhússtjórinn og frystihússtjórinn komu því í kring að hornin voru fyrst sett í frost og svo gátum við fengið þau með því að sjóða þau í sérstöku húsi, það kom ekkert annað inn í það gróðurhús. Við létum þau bullsjóða í fjóra klukkutíma. Það var heldur ekki hægt að hafa það minna því annars hefðum við ekki náð slónni úr. Svo þurfa þau um það bil ár til að þorna og harðna. Svo það tekur allt sinn tíma.“Þau eru samstíga Ríta og Páll og eiga margt sporið um skógarstíginn við heimili sitt.Páll og Ríta eiga tvö börn sem bæði búa í Borgarnesi. Dóttirin Guðríður Ebba er sjúkranuddari og sonurinn Kristján er með alhliða verkstæði þar sem hann vinnur úr járni, stáli og áli. „Börnin eru skammt undan og barnabörnin fjögur koma oft. Við erum lánsöm með það, þótt við styngjum af frá foreldrum okkar,“ segir Ríta. Upphaflega kveðst Páll hafa verið hér á landi í tvö ár en farið þá út til Danmerkur og dvalið þar í fjögur ár. „Þá fór það svo að ég flutti til Íslands aftur. Ég veit það fyrir víst að það var ekki ég sem stjórnaði því, það var æðri handleiðsla. Þó við Ríta stæðum ein, því fólkið okkar var ekkert að hjálpa okkur, þá var eitthvað með okkur. Svo áttum við rosalega góða nágranna, bæði á Ferjubakka, í Ferjukoti og á Hvítárvöllum. Allt öndvegisfólk.“ Páll kveðst ekki hafa farið út til Danmerkur í 37 ár en síðustu tíu árin hafi þau hjónin farið árlega í nóvember. „Það er ég sem stend fyrir því,“ segir hann. „Þá er ég boðinn á veiðar á Vestur- og Suður-Jótlandi og vil ekki sleppa því. Þetta er mest gert til að hitta gamla félaga, okkur finnst stórkostlegt að geta hist og enn farið út að skjóta á sama svæði og þegar við vorum ungir. Við veiðum fasana, rauðref og dádýr. Ég er hittinn og hef ágæta sjón en er ekki orðinn eins fljótur og ég var.“ Þótt þau Páll og Ríta segist stundum sitja við stofuborðið tímunum saman og pakka tölum steinþegjandi sé það ekki af því að þeim komi illa saman. Þau séu samtaka í öllu og ánægð, hafi lifað af því sem landið hefur gefið þeim og handverkinu. „Ef eitthvað lítið var í umslaginu þá bara eyddum við minna. Við höfum þurft peninga en þeir hafa aldrei stjórnað okkur. Höfum unnið langa daga þegar við höfum þurft að klára eitthvað en erum aldrei stressuð,“ segir Páll. Ríta tekur undir það. „Í skóginum okkar höfum við plantað á kvöldin þegar önnur vinna var búin,“ segir hún. „Og vitið þið,“ segir Páll. „Það er aldrei leiðinlegt að planta trjám. Þó við séum þreytt og aum þá vitum við að við förum aftur að planta daginn eftir.“
Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira