Stjórnvöld þurfi að beita sér frekar gegn stafrænum kynferðisbrotum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. júlí 2017 20:30 Mál sundlaugarvarðarins á Sauðárkróki, sem grunaður er um að hafa myndað konur í kvennaklefanum, er grafalvarlegt og alls ekki einsdæmi, segir Helga Lind Mar, einn skipuleggjenda Druslugöngunnar. Stafrænt kynferðisofbeldi hafi færst mikið í aukana og því þurfi stjórnvöld að beita sér frekar í slíkum málum. Lögð verður sérstök áhersla á stafrænt kynferðisofbeldi í göngunni í ár, en hún verður haldin í sjöunda skipti næstkomandi laugardag.Helga Lind Mar er einn skipuleggjenda Druslugöngunnar. Gangan verður haldin í sjöunda skipti næstkomandi laugardag.vísir/sigurjón ó.„Þarna er einstaklingur að taka upp myndefni eða myndir án vitundar þolanda og við vitum ekkert hvernig hann er að dreifa því eða hvað. En það skiptir ekki máli hvort hann sé að dreifa því, þetta er klárt brot,“ segir Helga. Um sé að ræða vaxandi vandamál, sérstaklega í ljósi síaukinnar tækni. „Í umræðu síðustu ára erum við að sjá aukningu í þessu. Bara í sundklefum, í líkamsræktarstöðvum, þar sem fólk er með síma á lofti og þú veist aldrei hver er viljandi að taka myndir eða bara að skoða Snapchat-ið sitt.“ Helga segir að skilgreina þurfi lagarammann betur. „Það er verið að dæma í þessum málum út frá greinum í lögunum í dag, en við í Druslugöngunni viljum að þetta sé skilgreint betur í lögum og það eru ekki bara við. Það stendur svart á hvítu í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, að það þurfi að skilgreina þetta betur í lögum, hvað er stafrænt kynferðisofbeldi, og í ár erum við að þrýsta á það að það verði staðið við þessi orð.“DV greindi fyrst frá máli sundlaugarvarðarins, en maðurinn er grunaður um að hafa tekið fjöldann allan af ljósmyndum í kvennaklefa sundlaugarinnar á Sauðárkróki, og eru íbúar slegnir óhug vegna málsins. Málið kom upp þann 14. júlí síðastliðinn og samkvæmt heimildum fréttastofu er maðurinn grunaður um að hafa haldið uppteknum hætti í mörg ár. Hann hafi myndað inn í klefann utan frá, en hann er ekki grunaður um að hafa sett upp myndavélar í klefanum. Þá er ekki talið að myndirnar hafi farið í dreifingu á netinu. Tengdar fréttir Sundlaugarvörður á Sauðárkróki grunaður um að hafa tekið ljósmyndir í kvennaklefanum Maður sem starfaði sem sundlaugarvörður í sundlauginni á Sauðárkróki sætir nú rannsókn lögreglu vegna gruns um að hann hafi tekið ljósmyndir af sundlaugargestum í kvennaklefa laugarinnar. 24. júlí 2017 16:09 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Fleiri fréttir Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Sjá meira
Mál sundlaugarvarðarins á Sauðárkróki, sem grunaður er um að hafa myndað konur í kvennaklefanum, er grafalvarlegt og alls ekki einsdæmi, segir Helga Lind Mar, einn skipuleggjenda Druslugöngunnar. Stafrænt kynferðisofbeldi hafi færst mikið í aukana og því þurfi stjórnvöld að beita sér frekar í slíkum málum. Lögð verður sérstök áhersla á stafrænt kynferðisofbeldi í göngunni í ár, en hún verður haldin í sjöunda skipti næstkomandi laugardag.Helga Lind Mar er einn skipuleggjenda Druslugöngunnar. Gangan verður haldin í sjöunda skipti næstkomandi laugardag.vísir/sigurjón ó.„Þarna er einstaklingur að taka upp myndefni eða myndir án vitundar þolanda og við vitum ekkert hvernig hann er að dreifa því eða hvað. En það skiptir ekki máli hvort hann sé að dreifa því, þetta er klárt brot,“ segir Helga. Um sé að ræða vaxandi vandamál, sérstaklega í ljósi síaukinnar tækni. „Í umræðu síðustu ára erum við að sjá aukningu í þessu. Bara í sundklefum, í líkamsræktarstöðvum, þar sem fólk er með síma á lofti og þú veist aldrei hver er viljandi að taka myndir eða bara að skoða Snapchat-ið sitt.“ Helga segir að skilgreina þurfi lagarammann betur. „Það er verið að dæma í þessum málum út frá greinum í lögunum í dag, en við í Druslugöngunni viljum að þetta sé skilgreint betur í lögum og það eru ekki bara við. Það stendur svart á hvítu í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, að það þurfi að skilgreina þetta betur í lögum, hvað er stafrænt kynferðisofbeldi, og í ár erum við að þrýsta á það að það verði staðið við þessi orð.“DV greindi fyrst frá máli sundlaugarvarðarins, en maðurinn er grunaður um að hafa tekið fjöldann allan af ljósmyndum í kvennaklefa sundlaugarinnar á Sauðárkróki, og eru íbúar slegnir óhug vegna málsins. Málið kom upp þann 14. júlí síðastliðinn og samkvæmt heimildum fréttastofu er maðurinn grunaður um að hafa haldið uppteknum hætti í mörg ár. Hann hafi myndað inn í klefann utan frá, en hann er ekki grunaður um að hafa sett upp myndavélar í klefanum. Þá er ekki talið að myndirnar hafi farið í dreifingu á netinu.
Tengdar fréttir Sundlaugarvörður á Sauðárkróki grunaður um að hafa tekið ljósmyndir í kvennaklefanum Maður sem starfaði sem sundlaugarvörður í sundlauginni á Sauðárkróki sætir nú rannsókn lögreglu vegna gruns um að hann hafi tekið ljósmyndir af sundlaugargestum í kvennaklefa laugarinnar. 24. júlí 2017 16:09 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Fleiri fréttir Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Sjá meira
Sundlaugarvörður á Sauðárkróki grunaður um að hafa tekið ljósmyndir í kvennaklefanum Maður sem starfaði sem sundlaugarvörður í sundlauginni á Sauðárkróki sætir nú rannsókn lögreglu vegna gruns um að hann hafi tekið ljósmyndir af sundlaugargestum í kvennaklefa laugarinnar. 24. júlí 2017 16:09