Jeanni og Justin gerðu betur en allir við magnaðar aðstæður í Hvalfirðinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. júlí 2017 08:30 Svakalega dramatískar og flottar aðstæður í Kjósinni. Mynd/Challenge Iceland 2017/Arnold Björnsson Jeanni Seymour frá Suður-Afríku og Justin Metzler frá Bandaríkjunum unnu um helgina þríþrautarmótið Iceland Challange sem for fram í Kjósinni. Þetta var stærsta þríþrautamót sem haldið hefur verið á Íslandi en yfir 200 keppendur voru skráðir til leiks þar á meðal um 150 erlendir keppendur og 25 atvinnumenn sem eru í fremstu röð í greininni í heiminum. Þá var Challenge Iceland Íslandsmeistaramót í hálfum járnmanni en Hákon Hrafn Sigurðsson og Rannveig Anna Guicharnaud urðu Íslandsmeistarar um helgina. Keppnin var haldin við einstakar aðstæður í Hvalfirðinum. Í keppninni sem er hálfur járnmaður þurftu keppendur að synda 1.9 kílómetra í Meðalfellsvatni, hjóla 90 kílómetra hring um Hvalfjörð og hlaupa síðan 21.1 kílómetra í kringum Meðalfellsvatnið í Kjósinni. Aðstæðurnar í Kjósinni er þegar farnar að vekja mikla athygli innan þríþrautarheimsins og það þrátt fyrir að aðeins eitt mót sé að baki.Mynd/Challenge Iceland 2017/Arnold BjörnssonHér fyrir neðan sést myndband sem sýnir þessa flottu keppnisbraut. Margfaldir heimsmeistarar hafa látið hafa það eftir sér að þetta sé ein fallegasta keppnisbraut fyrir þríþraut í heiminum. Þetta hefur líka skilað sér í stórauknum áhuga á keppninni en það voru 90 keppendur í fyrra en þeir voru yfir tvö hundruð í ár. Ísland er nýjasta viðbótin í Challenge fjölskyldunni sem heldur 47 þríþrautakeppnir í 23 löndum út um allan heim. „Ísland er undravert land og náttúrufegurðin mögnuð,” sagði Zibi Szlufcik, forstjóri Challenge fjölskyldunnar í fréttatilkynningu um keppnina.Jeanni Seymour frá Suður-Afríku fagnar sigri.Mynd/Challenge Iceland 2017/Arnold Björnsson.Jeanni Seymour frá Suður-Afríku vann kvennaflokkinn og hafði þá betur í baráttunni við hina kanadísku Heather Wurtele sem vann í fyrra. Jeanni er 25 ára gömul og hefur unnið mörg flott þríþrautarmót á ferlinum. Jeanni Seymour var fyrst eftir sundið en missti Heather Wurtele framúr sér á hjólinu. Hún tryggði sér hinsvegar sigur með því að ná Heather í hlaupinu.Bandaríkjamaðurinn Justin Metzler var að vinna sitt fyrsta atvinnumannamót og ekki slæmt að gera það við þessar mögnuðu aðstæður í Hvalfirðinum. Svíinn Jesper Svensson var efstur eftir bæði sundið og hjólahlutann en Justin Metzler var sterkastur í hálfmaraþoninu og tryggði sér sigurinn. Trevor Wurtele frá Kanada var annar en Svensson datt alla leið niður í þriðja sætið.Úrslit í atvinnumannaflokki eru sem hér segir:Konur 1. Jeanni Seymour (Suður-Afríka) 4:18:02 klukkutímar 2. Heather Wurtele (Kanada) 4:18:22 3. Sarissa De Vries (Holland) 4:37:03Karlmenn 1. Justin Metzler (Bandaríkin) 3:56:21 klukkutímar 2. Trevor Wurtele (Kanada) 3:58:45 3. Jesper Svensson (Svíþjóð) 3:59:25Mynd/Challenge Iceland 2017/Arnold BjörnssonMynd/Challenge Iceland 2017/Arnold Björnsson Aðrar íþróttir Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Sjá meira
Jeanni Seymour frá Suður-Afríku og Justin Metzler frá Bandaríkjunum unnu um helgina þríþrautarmótið Iceland Challange sem for fram í Kjósinni. Þetta var stærsta þríþrautamót sem haldið hefur verið á Íslandi en yfir 200 keppendur voru skráðir til leiks þar á meðal um 150 erlendir keppendur og 25 atvinnumenn sem eru í fremstu röð í greininni í heiminum. Þá var Challenge Iceland Íslandsmeistaramót í hálfum járnmanni en Hákon Hrafn Sigurðsson og Rannveig Anna Guicharnaud urðu Íslandsmeistarar um helgina. Keppnin var haldin við einstakar aðstæður í Hvalfirðinum. Í keppninni sem er hálfur járnmaður þurftu keppendur að synda 1.9 kílómetra í Meðalfellsvatni, hjóla 90 kílómetra hring um Hvalfjörð og hlaupa síðan 21.1 kílómetra í kringum Meðalfellsvatnið í Kjósinni. Aðstæðurnar í Kjósinni er þegar farnar að vekja mikla athygli innan þríþrautarheimsins og það þrátt fyrir að aðeins eitt mót sé að baki.Mynd/Challenge Iceland 2017/Arnold BjörnssonHér fyrir neðan sést myndband sem sýnir þessa flottu keppnisbraut. Margfaldir heimsmeistarar hafa látið hafa það eftir sér að þetta sé ein fallegasta keppnisbraut fyrir þríþraut í heiminum. Þetta hefur líka skilað sér í stórauknum áhuga á keppninni en það voru 90 keppendur í fyrra en þeir voru yfir tvö hundruð í ár. Ísland er nýjasta viðbótin í Challenge fjölskyldunni sem heldur 47 þríþrautakeppnir í 23 löndum út um allan heim. „Ísland er undravert land og náttúrufegurðin mögnuð,” sagði Zibi Szlufcik, forstjóri Challenge fjölskyldunnar í fréttatilkynningu um keppnina.Jeanni Seymour frá Suður-Afríku fagnar sigri.Mynd/Challenge Iceland 2017/Arnold Björnsson.Jeanni Seymour frá Suður-Afríku vann kvennaflokkinn og hafði þá betur í baráttunni við hina kanadísku Heather Wurtele sem vann í fyrra. Jeanni er 25 ára gömul og hefur unnið mörg flott þríþrautarmót á ferlinum. Jeanni Seymour var fyrst eftir sundið en missti Heather Wurtele framúr sér á hjólinu. Hún tryggði sér hinsvegar sigur með því að ná Heather í hlaupinu.Bandaríkjamaðurinn Justin Metzler var að vinna sitt fyrsta atvinnumannamót og ekki slæmt að gera það við þessar mögnuðu aðstæður í Hvalfirðinum. Svíinn Jesper Svensson var efstur eftir bæði sundið og hjólahlutann en Justin Metzler var sterkastur í hálfmaraþoninu og tryggði sér sigurinn. Trevor Wurtele frá Kanada var annar en Svensson datt alla leið niður í þriðja sætið.Úrslit í atvinnumannaflokki eru sem hér segir:Konur 1. Jeanni Seymour (Suður-Afríka) 4:18:02 klukkutímar 2. Heather Wurtele (Kanada) 4:18:22 3. Sarissa De Vries (Holland) 4:37:03Karlmenn 1. Justin Metzler (Bandaríkin) 3:56:21 klukkutímar 2. Trevor Wurtele (Kanada) 3:58:45 3. Jesper Svensson (Svíþjóð) 3:59:25Mynd/Challenge Iceland 2017/Arnold BjörnssonMynd/Challenge Iceland 2017/Arnold Björnsson
Aðrar íþróttir Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Sjá meira