Iðnmenntaðir oft og tíðum á hærri launum Sæunn Gísladóttir skrifar 25. júlí 2017 06:00 Sérstaklega mikill skortur er á kjötiðnaðarmönnum í atvinnulífinu, þó er skortur á iðnaðarmönnum í nánast öllum greinum. vísir/stefán Heildarlaun iðnmenntaðra starfsmanna eru í mörgum tilfellum hærri en heildarlaun háskólamenntaðra, þetta sýna tölur Hagstofunnar. Eins og Fréttablaðið greindi frá er atvinnuleysi minna meðal þeirra sem lokið hafa iðnnámi heldur en stúdentsprófi, það er einnig mun minna en þeirra sem lokið hafa háskólanámi samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. „Við í BHM höfum margoft bent stjórnvöldum á að atvinnuleysi meðal háskólamenntaðra hefur ekki horfið eftir hrun. Það náði einhverju stigi og hefur haldist þar og það hefur verið okkur mikið áhyggjuefni,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM.„Allt snýst þetta um fjölbreytt störf á vinnumarkaði. Fólk sækir sér menntun sem er gjaldgeng á vinnumarkaði og það segir sig sjálft að í uppgangi eins og núna hafa orðið til mörg störf í iðngreinum. Eins og atvinnuástandið hefur verið hafa ekki orðið til nógu mörg störf ætluð háskólamenntuðu fólki,“ segir Þórunn. Samkvæmt tölum Hagstofunnar sem ná yfir meðallaun í einstaka störfum árið 2015 eru heildarlaun iðnmenntaðra rafvirkja til að mynda 662 þúsund krónur á mánuði sem er 1.000 krónum meira en laun hjúkrunarfræðinga og umtalsvert hærra en laun ljósmæðra og sjúkraþjálfara sem og þeirra sem starfa við kennslu og uppeldisfræði. Sumar greinar sem krefjast háskólamenntunar gefa hærri laun en iðngreinar en oft munar ekki miklu, til dæmis eru þeir sem starfa við sérfræðistörf við endurskoðun með 730 þúsund í heildarlaun á mánuði en þeir sem eru iðnlærðir vélvirkjar eru með 699 þúsund að meðaltali. Í öðrum störfum sem krefjast háskólamenntunar eru töluvert hærri meðallaun en í störfum sem krefjast iðnmenntunar sé litið til heildarlauna. Læknar voru til að mynda með 1,34 milljónir í heildarlaun á mánuði árið 2015. „Við gerum engar athugasemdir við það að aðrir hópar fái góð laun. En við minnum enn og aftur á að samkvæmt evrópskum mælingum auðgast tekjur fólks minnst á Íslandi við það að fara í framhaldsnám. Þá er verið að bera saman við ófaglærða. Sú staðreynd hefur ekki breyst í mörg ár og henni verður að breyta,“ segir Þórunn. „Því verður að breyta af því að það verður að borga sig að fara í háskólanám. Það er ekki bara mikilvægt fyrir einstaklinginn heldur fyrir samfélag sem vill halda úti góðri almannaþjónustu.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Slegist um alla iðnnema Mikill skortur er á iðnmenntuðu fólki í nær öllum greinum atvinnulífsins. Sérstakur skortur er á kjötiðnaðarmönnum. Atvinnuleysi iðnmenntaðra er minna en þeirra sem hafa lokið bóknámi. Hringt er í skóla og beðið eftir nemendum. 24. júlí 2017 06:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Heildarlaun iðnmenntaðra starfsmanna eru í mörgum tilfellum hærri en heildarlaun háskólamenntaðra, þetta sýna tölur Hagstofunnar. Eins og Fréttablaðið greindi frá er atvinnuleysi minna meðal þeirra sem lokið hafa iðnnámi heldur en stúdentsprófi, það er einnig mun minna en þeirra sem lokið hafa háskólanámi samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. „Við í BHM höfum margoft bent stjórnvöldum á að atvinnuleysi meðal háskólamenntaðra hefur ekki horfið eftir hrun. Það náði einhverju stigi og hefur haldist þar og það hefur verið okkur mikið áhyggjuefni,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM.„Allt snýst þetta um fjölbreytt störf á vinnumarkaði. Fólk sækir sér menntun sem er gjaldgeng á vinnumarkaði og það segir sig sjálft að í uppgangi eins og núna hafa orðið til mörg störf í iðngreinum. Eins og atvinnuástandið hefur verið hafa ekki orðið til nógu mörg störf ætluð háskólamenntuðu fólki,“ segir Þórunn. Samkvæmt tölum Hagstofunnar sem ná yfir meðallaun í einstaka störfum árið 2015 eru heildarlaun iðnmenntaðra rafvirkja til að mynda 662 þúsund krónur á mánuði sem er 1.000 krónum meira en laun hjúkrunarfræðinga og umtalsvert hærra en laun ljósmæðra og sjúkraþjálfara sem og þeirra sem starfa við kennslu og uppeldisfræði. Sumar greinar sem krefjast háskólamenntunar gefa hærri laun en iðngreinar en oft munar ekki miklu, til dæmis eru þeir sem starfa við sérfræðistörf við endurskoðun með 730 þúsund í heildarlaun á mánuði en þeir sem eru iðnlærðir vélvirkjar eru með 699 þúsund að meðaltali. Í öðrum störfum sem krefjast háskólamenntunar eru töluvert hærri meðallaun en í störfum sem krefjast iðnmenntunar sé litið til heildarlauna. Læknar voru til að mynda með 1,34 milljónir í heildarlaun á mánuði árið 2015. „Við gerum engar athugasemdir við það að aðrir hópar fái góð laun. En við minnum enn og aftur á að samkvæmt evrópskum mælingum auðgast tekjur fólks minnst á Íslandi við það að fara í framhaldsnám. Þá er verið að bera saman við ófaglærða. Sú staðreynd hefur ekki breyst í mörg ár og henni verður að breyta,“ segir Þórunn. „Því verður að breyta af því að það verður að borga sig að fara í háskólanám. Það er ekki bara mikilvægt fyrir einstaklinginn heldur fyrir samfélag sem vill halda úti góðri almannaþjónustu.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Slegist um alla iðnnema Mikill skortur er á iðnmenntuðu fólki í nær öllum greinum atvinnulífsins. Sérstakur skortur er á kjötiðnaðarmönnum. Atvinnuleysi iðnmenntaðra er minna en þeirra sem hafa lokið bóknámi. Hringt er í skóla og beðið eftir nemendum. 24. júlí 2017 06:00 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Slegist um alla iðnnema Mikill skortur er á iðnmenntuðu fólki í nær öllum greinum atvinnulífsins. Sérstakur skortur er á kjötiðnaðarmönnum. Atvinnuleysi iðnmenntaðra er minna en þeirra sem hafa lokið bóknámi. Hringt er í skóla og beðið eftir nemendum. 24. júlí 2017 06:00