Aukin skuldsetning gæti ógnað stöðugleika Sæunn Gísladóttir skrifar 7. apríl 2017 09:00 Fram kom í Fjármálastöðugleika að í febrúar hafði fasteignaverð hækkað um rúmlega 18 prósent á einu ári. vísir/anton brink Hætta er á að hátt fasteignaverð leiði til aukinnar skuldsetningar sem gerir heimili og fjármálafyrirtæki viðkvæmari fyrir hugsanlegu bakslagi í þjóðarbúskapnum. Þetta kemur fram í nýju riti Seðlabankans, Fjármálastöðugleiki 2017/1, sem kom út í gær. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir það varhugavert ef skuldsetning eykst og fólk setur uppi með neikvætt eigið fé. „Menn eru alltaf hræddir við að bóla hlaupi í fasteignaverðið. Ef fjármálastofnanir eru með lága eiginfjárkröfu þegar þau eru að veita lán þá hefur fólk voðalega lítið bor til báru ef 90 til 100 prósent lán eru veitt og búið að spenna fasteignaverðið mjög hátt upp. Svo kemur einhver leiðrétting á það og fólk stendur uppi með neikvætt eigið fé," segir Þórólfur.Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.Mynd/Kristinn IngvarssonÍ Fjármálastöðugleika kemur fram að enn sem komið er hafi skuldavöxtur ekki fylgt í kjölfar verðhækkana fasteigna. „Hættan er meiri ef verður aukin skuldsetning. Við erum að sjá fyrstu merki þess. Ekki eru skýr merki um aðkallandi kerfishættu, en skýr teikn eru á lofti,“ segir Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum. „Annað atriði sem menn þurfa að hafa auga á er hvort fólk er að taka út lán án þess að vera að kaupa. Það var það sem gerðist fyrir hrun þá fór fólk í talsverðu mæli að auka lánshlutfall til einkaneyslu, það getur sett í gang eyðslu spíral sem getur ógnað stöðugleika," segir Þórólfur. Þórólfur segir að fjármálastofnanir geti aukið eiginfjárkröfur það myndi vissulega gera ungu fólki fasteignakaup erfiðari fyrir. Þá væri hægt að hafa mismunandi eiginfjárkröfur eftir því hvort fólk væri að kaupa í fyrsta eða annað sinn.Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.Mynd/Samtök atvinnulífsins„Í dag finnst okkur ekki tímabært að Seðlabankinn breyti veðhlutföllum því vandinn í dag er ekki mikil skuldsetning hjá heimilum" segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. „Vandinn er alvarlegur framboðsskortur og sá skortur er að ýta undir hækkun húsnæðisverðs á sama tíma er kaupmáttur mjög mikill." „Auðvitað þarf að fylgjast með þróuninni og við erum ekki mótfallin því að Seðlabankinn hafi stjórntæki til að breyta veðhlutföllum ef skuldsetning er að vaxa þannig að það ógni stöðugleikanum. Ef Seðlabankinn beitir slíku stjórntæki þá um leið hlýtur það að draga úr beitingu annarra stjórntækja eins og vaxta, því aukin krafa um hærri veðhlutföll eru í raun ígildi vaxtahækkunar.“ Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Húsnæðismarkaðurinn áfram erfiður fram á næsta ár Greiningardeild Arion banka telur að líklega muni byrja að draga úr húsnæðiskorti á næsta ári en þangað til verði markaðurinn áfram erfiður fyrir kaupendur. 6. apríl 2017 12:31 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
Hætta er á að hátt fasteignaverð leiði til aukinnar skuldsetningar sem gerir heimili og fjármálafyrirtæki viðkvæmari fyrir hugsanlegu bakslagi í þjóðarbúskapnum. Þetta kemur fram í nýju riti Seðlabankans, Fjármálastöðugleiki 2017/1, sem kom út í gær. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir það varhugavert ef skuldsetning eykst og fólk setur uppi með neikvætt eigið fé. „Menn eru alltaf hræddir við að bóla hlaupi í fasteignaverðið. Ef fjármálastofnanir eru með lága eiginfjárkröfu þegar þau eru að veita lán þá hefur fólk voðalega lítið bor til báru ef 90 til 100 prósent lán eru veitt og búið að spenna fasteignaverðið mjög hátt upp. Svo kemur einhver leiðrétting á það og fólk stendur uppi með neikvætt eigið fé," segir Þórólfur.Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.Mynd/Kristinn IngvarssonÍ Fjármálastöðugleika kemur fram að enn sem komið er hafi skuldavöxtur ekki fylgt í kjölfar verðhækkana fasteigna. „Hættan er meiri ef verður aukin skuldsetning. Við erum að sjá fyrstu merki þess. Ekki eru skýr merki um aðkallandi kerfishættu, en skýr teikn eru á lofti,“ segir Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum. „Annað atriði sem menn þurfa að hafa auga á er hvort fólk er að taka út lán án þess að vera að kaupa. Það var það sem gerðist fyrir hrun þá fór fólk í talsverðu mæli að auka lánshlutfall til einkaneyslu, það getur sett í gang eyðslu spíral sem getur ógnað stöðugleika," segir Þórólfur. Þórólfur segir að fjármálastofnanir geti aukið eiginfjárkröfur það myndi vissulega gera ungu fólki fasteignakaup erfiðari fyrir. Þá væri hægt að hafa mismunandi eiginfjárkröfur eftir því hvort fólk væri að kaupa í fyrsta eða annað sinn.Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.Mynd/Samtök atvinnulífsins„Í dag finnst okkur ekki tímabært að Seðlabankinn breyti veðhlutföllum því vandinn í dag er ekki mikil skuldsetning hjá heimilum" segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. „Vandinn er alvarlegur framboðsskortur og sá skortur er að ýta undir hækkun húsnæðisverðs á sama tíma er kaupmáttur mjög mikill." „Auðvitað þarf að fylgjast með þróuninni og við erum ekki mótfallin því að Seðlabankinn hafi stjórntæki til að breyta veðhlutföllum ef skuldsetning er að vaxa þannig að það ógni stöðugleikanum. Ef Seðlabankinn beitir slíku stjórntæki þá um leið hlýtur það að draga úr beitingu annarra stjórntækja eins og vaxta, því aukin krafa um hærri veðhlutföll eru í raun ígildi vaxtahækkunar.“
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Húsnæðismarkaðurinn áfram erfiður fram á næsta ár Greiningardeild Arion banka telur að líklega muni byrja að draga úr húsnæðiskorti á næsta ári en þangað til verði markaðurinn áfram erfiður fyrir kaupendur. 6. apríl 2017 12:31 Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
Húsnæðismarkaðurinn áfram erfiður fram á næsta ár Greiningardeild Arion banka telur að líklega muni byrja að draga úr húsnæðiskorti á næsta ári en þangað til verði markaðurinn áfram erfiður fyrir kaupendur. 6. apríl 2017 12:31