Einn látinn og margir alvarlega slasaðir eftir slysið við Klaustur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. desember 2017 12:45 Slysið varð þegar rútunni var ekið aftan á fólksbíl sem verið var að beygja útaf veginum við útsýnisstað. Vísir Einn er látinn og á annan tug er alvarlega slasaður eftir að rúta með um fimmtíu erlenda ferðamenn frá Kína fór útaf Suðurlandsvegi og valt um sex kílómetra vestur af Kirkjubæjarklaustri klukkan 11:03 í morgun. Landspítalinn hefur verið settur á aukið viðbragð og sjúkrastofnanir víða um land eru í viðbragðsstöðu. Tveir farþegar festust undir rútunni og er unnið að því að losa þá að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Fjöldi ferðamannanna hefur verið á reiki en nýjustu upplýsingar frá lögreglu segja að ferðamennirnir hafi verið um fimmtíu. Aðgerðarstjórn á Suðurlandi hefur virkjuð í Björgunarmiðstöðinni við Árveg á Selfossi og að auki hefur samhæfingastöðin í Skógarhlíð verið virkjuð. Þá hefur fjöldahjálparstöð verið opnuð á Kirkjubæjarklaustri. Byrjað er að flytja þá sem eru minna slasaðir í fjöldahjálparstöðina þar sem Guðveig Hrólfsdóttir og fleiri heimamenn standa vaktina.Frá Vettvangsstjórn á Selfossi rétt fyrir klukkan eitt í dag.Vísir/Magnús HlynurAllt tiltækt lið viðbragðsaðila á svæðinu hefur verið kallað á vettvang. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar, TF-SYN og TF-LIF, eru nú á leið þangað. Búist er við að þær lendi þá og þegar. Þá eru sjúkrastofnanir í viðbragðsstöðu. Þjóðvegi nr. 1 hefur verið lokað við Kirkjubæjarklaustur og verður svo á meðan unnið er að björgun á vettvangi. Búast má við straumi sjúkrabíla og annarra viðbragðsaðila og eru vegfarendur beðnir um að sýna tillitsemi og þolinmæði á meðan. Unnið er að því að koma á hjáleið um Meðallandsveg F204. Athygli er vakin á því að vegurinn er frumstæður einbreiður malarvegur og eru ökumenn beðnir um að fara með sérstakri gát.Fréttin var uppfærð klukkan 15:14. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjöldahjálparstöð opnuð á Klaustri Fjörutíu til fimmtíu erlendir ferðamenn voru um borð í rútu sem fór útaf Suðurlandsvegi vestan við Kirkjubæjarklaustur í morgun. 27. desember 2017 12:03 Alvarlegt umferðarslys vestan við Kirkjubæjarklaustur Neyðarstig á hópslysaáætlun Lögreglunnar á Suðurlandi hefur verið virkjað. 27. desember 2017 11:19 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Einn er látinn og á annan tug er alvarlega slasaður eftir að rúta með um fimmtíu erlenda ferðamenn frá Kína fór útaf Suðurlandsvegi og valt um sex kílómetra vestur af Kirkjubæjarklaustri klukkan 11:03 í morgun. Landspítalinn hefur verið settur á aukið viðbragð og sjúkrastofnanir víða um land eru í viðbragðsstöðu. Tveir farþegar festust undir rútunni og er unnið að því að losa þá að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Fjöldi ferðamannanna hefur verið á reiki en nýjustu upplýsingar frá lögreglu segja að ferðamennirnir hafi verið um fimmtíu. Aðgerðarstjórn á Suðurlandi hefur virkjuð í Björgunarmiðstöðinni við Árveg á Selfossi og að auki hefur samhæfingastöðin í Skógarhlíð verið virkjuð. Þá hefur fjöldahjálparstöð verið opnuð á Kirkjubæjarklaustri. Byrjað er að flytja þá sem eru minna slasaðir í fjöldahjálparstöðina þar sem Guðveig Hrólfsdóttir og fleiri heimamenn standa vaktina.Frá Vettvangsstjórn á Selfossi rétt fyrir klukkan eitt í dag.Vísir/Magnús HlynurAllt tiltækt lið viðbragðsaðila á svæðinu hefur verið kallað á vettvang. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar, TF-SYN og TF-LIF, eru nú á leið þangað. Búist er við að þær lendi þá og þegar. Þá eru sjúkrastofnanir í viðbragðsstöðu. Þjóðvegi nr. 1 hefur verið lokað við Kirkjubæjarklaustur og verður svo á meðan unnið er að björgun á vettvangi. Búast má við straumi sjúkrabíla og annarra viðbragðsaðila og eru vegfarendur beðnir um að sýna tillitsemi og þolinmæði á meðan. Unnið er að því að koma á hjáleið um Meðallandsveg F204. Athygli er vakin á því að vegurinn er frumstæður einbreiður malarvegur og eru ökumenn beðnir um að fara með sérstakri gát.Fréttin var uppfærð klukkan 15:14.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fjöldahjálparstöð opnuð á Klaustri Fjörutíu til fimmtíu erlendir ferðamenn voru um borð í rútu sem fór útaf Suðurlandsvegi vestan við Kirkjubæjarklaustur í morgun. 27. desember 2017 12:03 Alvarlegt umferðarslys vestan við Kirkjubæjarklaustur Neyðarstig á hópslysaáætlun Lögreglunnar á Suðurlandi hefur verið virkjað. 27. desember 2017 11:19 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Fjöldahjálparstöð opnuð á Klaustri Fjörutíu til fimmtíu erlendir ferðamenn voru um borð í rútu sem fór útaf Suðurlandsvegi vestan við Kirkjubæjarklaustur í morgun. 27. desember 2017 12:03
Alvarlegt umferðarslys vestan við Kirkjubæjarklaustur Neyðarstig á hópslysaáætlun Lögreglunnar á Suðurlandi hefur verið virkjað. 27. desember 2017 11:19