Ferðaþjónustan halar inn 535 milljarða Haraldur Guðmundsson skrifar 27. desember 2017 06:00 Gjaldeyristekjur ferðaþjónustunnar aukast um 15,5 prósent milli ára samkvæmt spá heildarsamtaka hennar. Útgjöld erlendra ferðamanna hér á landi nema um 350 milljörðum króna. vísir/anton brink Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) áætla að gjaldeyristekjur atvinnugreinarinnar muni nema 535 milljörðum króna á þessu ári eða ríflega 40 prósentum af gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Um er að ræða 15,5 prósenta aukningu milli ára og útlit fyrir að útgjöld erlendra ferðamanna muni aukast um 60 milljarða og nema um 350 milljörðum króna. „Þetta er í takt við það sem við höfum gert ráð fyrir og sýnir hvað ferðaþjónustan er orðin mikilvæg þjóðarbúinu. Fyrir eyland eins og Ísland skipta utanríkisviðskipti öllu máli og ánægjulegt að það sé búið núna á nokkrum árum að fjölga eggjunum í körfunni svo um munar,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAFSamkvæmt tölum sem SAF hafa tekið saman er um 72 milljarða króna aukningu í gjaldeyristekjum að ræða milli ára. Heildartalan inniheldur útgjöld ferðamanna innanlands og tekjur af fargjöldum til og frá landinu en einnig af öðrum ferðum íslenskra flugfélaga. Helga bendir að auki á að á þriðja fjórðungi þessa árs hafi 54 prósent útflutningstekna komið frá ferðaþjónustunni. „Þessi rúmlega 15 prósenta aukning í gjaldeyristekjum er minni vöxtur en í fjölda ferðamanna milli ára. Út af erfiðum ytri skilyrðum og versnandi samkeppnishæfni, meðal annars vegna sterks gengis krónunnar, mikilla launahækkana og fjárfestingar greinarinnar sem nam tæpum 200 milljörðum árin 2015 til 2016, þá höfum við séð breytingu á neyslumynstri ferðamannsins. Bæði að hann dvelur skemur og er ekki að nýta sér þjónustu í jafn miklum mæli og áður. Fyrirtækin finna fyrir þessu og það er ekki línulegt samband milli fjölgunar ferðamanna og afkomu í greininni,“ segir Helga. „Hröðum vexti eins og við erum búin að upplifa síðustu misseri fylgja auðvitað áskoranir en á sama tíma mikil tækifæri. Það er undir okkur öllum komið, stjórnvöldum, greininni sjálfri og landsmönnum að vel takist til.“ Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) áætla að gjaldeyristekjur atvinnugreinarinnar muni nema 535 milljörðum króna á þessu ári eða ríflega 40 prósentum af gjaldeyristekjum þjóðarinnar. Um er að ræða 15,5 prósenta aukningu milli ára og útlit fyrir að útgjöld erlendra ferðamanna muni aukast um 60 milljarða og nema um 350 milljörðum króna. „Þetta er í takt við það sem við höfum gert ráð fyrir og sýnir hvað ferðaþjónustan er orðin mikilvæg þjóðarbúinu. Fyrir eyland eins og Ísland skipta utanríkisviðskipti öllu máli og ánægjulegt að það sé búið núna á nokkrum árum að fjölga eggjunum í körfunni svo um munar,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAFSamkvæmt tölum sem SAF hafa tekið saman er um 72 milljarða króna aukningu í gjaldeyristekjum að ræða milli ára. Heildartalan inniheldur útgjöld ferðamanna innanlands og tekjur af fargjöldum til og frá landinu en einnig af öðrum ferðum íslenskra flugfélaga. Helga bendir að auki á að á þriðja fjórðungi þessa árs hafi 54 prósent útflutningstekna komið frá ferðaþjónustunni. „Þessi rúmlega 15 prósenta aukning í gjaldeyristekjum er minni vöxtur en í fjölda ferðamanna milli ára. Út af erfiðum ytri skilyrðum og versnandi samkeppnishæfni, meðal annars vegna sterks gengis krónunnar, mikilla launahækkana og fjárfestingar greinarinnar sem nam tæpum 200 milljörðum árin 2015 til 2016, þá höfum við séð breytingu á neyslumynstri ferðamannsins. Bæði að hann dvelur skemur og er ekki að nýta sér þjónustu í jafn miklum mæli og áður. Fyrirtækin finna fyrir þessu og það er ekki línulegt samband milli fjölgunar ferðamanna og afkomu í greininni,“ segir Helga. „Hröðum vexti eins og við erum búin að upplifa síðustu misseri fylgja auðvitað áskoranir en á sama tíma mikil tækifæri. Það er undir okkur öllum komið, stjórnvöldum, greininni sjálfri og landsmönnum að vel takist til.“
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira