Innlent

Varað við hvassviðri á Suðurlandi annað kvöld

Kjartan Kjartansson skrifar
Þeir sem hyggja á ferðalag í faratækjum sem taka á sig mikinn vind ættu að fara varlega syðst á landinu annað kvöld.
Þeir sem hyggja á ferðalag í faratækjum sem taka á sig mikinn vind ættu að fara varlega syðst á landinu annað kvöld. Vísir/Andri marinó
Veðurstofan varar við allhvassri austanátt syðst á landinu seint annað kvöld og fram á fimmtudagsmorgun. Slíkur vindur geti verið varasamur fyrir farartæki sem eru viðkvæm fyrir vindi eins og húsbíla og hjólhýsi.

Að öðru leyti gera veðufræðingar Veðustofunnar ráð fyrir fremur hægri breytilegri átt og stöku skúrum norðantil, en úrkomulitlu í nótt.

Á morgun gengur í suðaustan 8-13 m/s og rigningu með köflum. Hægari breytileg átt verður á Norðurlandi, skýjað með köflum og síðdegisskúrir en þurrt að mestu á Austurlandi.

Hiti verður átta til sautján stig að deginum, hlýjast í innsveitum norðaustantil. Gengur í allhvassa austanátt syðst á landinu seint annað kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×