Erlent

Vona að hækkun tóbaksverðs upp í tíu evrur dragi úr reykingum

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Sígarettupakkinn kostar nú í Frakklandi sjö evrur, eða um 820 krónur.
Sígarettupakkinn kostar nú í Frakklandi sjö evrur, eða um 820 krónur. Vísir/Getty
Edouard Philippe, forsætisráðherra Frakklands vonast til að verðhækkun á tóbaki verði til þess að jafnvel hörðustu reykingamenn slökkvi í sígarettunni.

80 þúsund manns deyja af völdum reykinga á hverju ári í Frakklandi og segir Philippe að það sé ekki möguleiki að sitja auðum höndum gagnvart vandanum. Hann kynnti í dag áætlun um að hækka verð á sígarettupakka úr sjö evrum (820 krónum) í tíu evrur (1171 krónur).



Edouard Philippe, forsætisráðherra Frakklands.Vísir/Getty
„Reykingar eru aðal orsök dauðsfalla sem hægt væri að koma í veg fyrir og dagleg tóbaksnotkun meðal unglinga er að færast í aukanna,“ sagði Philippe í ræðu sinni á franska þinginu í dag.

Um 16 milljónir frakka reykja að minnsta kosti annað slagið. Það er um þriðjungur landsmanna á aldrinum 15 til 85 ára.

Verð á tóbaki í Frakklandi er nú þegar eitt það hæsta innan Evrópusambandsins, það er einungis hærra í Bretlandi og á Írlandi. Hækkun tóbaksverð var einnig eitt af kosningaloforðum Emmanuels Macron forseta Frakklands í vor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×